Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Síða 28
föstudagur 9. febrúar 200728 Sport DV Þýska úrvalsdeildin í handbolta fer af stað í dag eftir rúmlega mánaðarhlé vegna HM. DV tók tali íslensku þjálfarana í deildinni, þá Alfreð Gíslason og Róbert Sighvatsson, og ræddi við þá um lið þeirra og deildina. Ekki hægt að bóka nEitt í þEssari dEild 13 íSlenSkiR leikmenn Þrettán íslenskir leikmenn leika í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og í engu þýsku liði eru fleiri íslenskir leikmenn en í gummersbach. guðjón Valur sigurðsson (gummers- bach), sverre andreas Jakobsson (gummersbach), róbert gunnarsson (gummersbach), Logi geirsson (Lemgo) Ásgeir örn Hallgrímsson (Lemgo), alexander Petersson (grosswallstadt), einar Hólmgeirsson (grosswallstadt), einar örn Jónsson (Minden), snorri steinn guðjónsson (Minden), Jaliesky garcia (göppingen), gylfi gylfason (Wilhelmshavener), Þórir Ólafsson (Lübbecke), birkir Ívar guðmundsson (Lübbecke). Guðjón þRiðji mARkAhæStuR guðjón Valur sigurðsson, leikmaður gummersbach, er í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar. guðjón Valur hefur skorað 115 mörk en Kóreumaðurinn Kyung-shin Yoon, leikmaður Hamburg, er markahæstur með 136 mörk. Yoon setti markamet í þýsku úrvalsdeildinni fyrr í vetur þegar hann skoraði 18 mörk í einum leik. snorri steinn guðjónsson, leikmaður Minden, er í 22. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar með 85 mörk skoruð. leikiR helGARinnAR 9. febrúar gummersbach – Wilhelmshavener 10. febrúar Kiel – Hamburg Lemgo – düsseldorf göppingen – Minden Melsungen – flensburg 11. febrúar Lübbecke – Magdeburg Wetzlar – grosswallstadt Nordhorn – balingen 14. febrúar Kronau/östringen – Hildesheim StAðAn í deildinni lið leikir Stig 1. Kiel 18 31 2. flensburg 18 31 3. Hamburg 18 29 4. gummersbach 18 29 5. Magdeburg 17 28 6. Nordhorn 18 26 7. Lemgo 18 21 8. göppingen 18 21 9. Kronau/öst. 18 19 10. grosswalls. 18 18 11. Wilhelmsh. 18 16 12. Minden 18 10 13. Lübbecke 18 8 14. Melsungen 18 8 15. düsseldorf 18 8 16. ballingen 18 8 17. Wetzlar 18 7 18. Hildesheim 17 4 Þjóðverjar eru nýkrýndir heims- meistarar í handbolta og efsta deild- in þar í landi er af mörgum talin sú sterkasta í heiminum. Þrettán íslensk- ir leikmenn spila í þýsku úrvalsdeild- inni og auk þeirra eru tveir íslenskir þjálfarar, Alfreð Gíslason hjá Gumm- ersbach og Róbert Sighvatsson hjá Wetzlar. Gengi þessara tveggja liða hefur verið misgott það sem af er leiktíðar en Gummersbach er í fjórða sæti, tveimur stigum frá efstu liðun- um, á meðan Wetzlar er í næstneðsta sæti og berst fyrir lífi sínu í deildinni. Sex leikmenn Gummersbach tóku þátt í HM og Alfreð Gíslason, þjálfari liðsins, sagði að þeir leikmenn væru augljóslega þreyttir eftir mótið. „Þessir leikmenn eru greini- lega þreyttir. Við byrjuðum að æfa á þriðjudaginn og ég gaf þeim frí og þeir koma ekkert fyrr en á síðustu æf- ingu fyrir leik. Það er ákveðin áhætta fólgin í því en það er ekkert annað hægt að gera. Þessir leikmenn voru það eftir sig og það þýddi ekkert að kvelja þá meira,“ sagði Alfreð og bætti við að Gummersbach sé ekki með stóran leikmannahóp. hléið kom sér vel „Ég er með frekar lítinn hóp en það er ekkert við því að gera, það hefur verið þannig allt tímabilið. Ég læt einn leikmann fara í fríinu, Mil- an Vucicevic sem fór til Wetzlar, en í staðinn er kominn inn Denis Zakhar- ov sem sleit hásin í ágúst og að öðru leyti er þetta óbreytt hjá okkur,” sagði Alfreð en hann telur að þýska deildin hefði mátt byrja viku síðar. Alfreð var vitanlega upptekinn við að stýra íslenska landsliðinu á HM en þeir leikmenn sem ekki tóku þátt í því móti hafa æft stíft í fjarveru þjálf- arans. „Þeir byrjuðu að æfa 9. janúar og fóru þá eftir kraftprógrammi þar sem ég skrifaði upp nánast hverja mín- útu fyrir sig og þjálfarateymið sá um það fyrir mig. Það var engin hand- boltaæfing hjá liðinu en þetta hlé eftir áramótin kom sér mjög vel fyrir okkur. Momir Ilic, vinstri skyttan hjá mér, handarbrotnaði rétt fyrir áramót og einnig tognaði Alvanos, Grikkinn hjá mér, illa þannig að það var gott að þeir fengu þetta frí til að jafna sig. Þeir virðast báðir vera komnir í gott stand.” klárar samninginn við hSí Alfreð sagði að ef til vill mætti lengja stórmót eins og HM og hafa lengra frí á milli leikja. „Þetta mætti kannski vera aðeins lengra en það þarf bara að hafa svo stóran leik- mannahóp til að klára þetta. Þetta var að öðru leyti mjög gott mót,“ sagði Al- freð og bætti við að hann myndi klára sinn samning hjá HSÍ og stýra íslenska liðinu fram yfir leikina gegn Serbíu í sumar. „Ég hugsa að ég klári Serbal- eikina. Ég er með samning fram í júlí og ég uppfylli hann.“ Gummersbach mætir Wilhelm- havener í fyrsta leik 19. umferðar í dag og leikurinn er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. „Mér líst bara vel á þennan leik. Þetta verður alls ekki auðveldur leik- ur, sérstaklega í ljósi þess að við fáum bara eina æfingu með liðinu fyrir leik- inn. Sem betur fer er þetta heimaleik- ur og við einfaldlega verðum að vinna þennan leik. Það er mjög lítill getumunur á efstu liðum deildarinnar og það eru sex lið í deildinni sem eru mjög svipuð að getu. Að vísu er þýska deildin einfald- lega þannig að það er ekki hægt að bóka neitt gegn neinum, sérstaklega ekki á útivelli. Það er alveg hægt að tapa fyrir botnliðunum,“ sagði Alfreð. Wetzlar Róbert Sighvatsson, þjálfari HSG Wetzlar, sagði að lið sitt mæti vel und- irbúið til leiks eftir hléið sem gert var vegna HM. „Við byrjuðum að æfa 10. janúar og það hafa bara verið stífar æfingar síðan þá. Við spiluðum æf- ingaleiki við þau landslið sem voru í æfingabúðum hér í Wetzlar fyrir HM og tókum einnig þátt í æfingamót- um þannig að það hefur verið alveg nóg að gera hjá okkur,“ sagði Róbert en Wetzlar var með einn leikmann á HM, Þjóðverjann Lars Kaufmann. Fékk nýjan leikmann í janúar Wetzlar mætir Grosswallstadt á sunnudaginn í 19. umferð þýsku úr- valsdeildarinnar. „Við eigum að vera vel undirbúnir fyrir leikinn á sunnu- daginn og það er bara vonandi að við náum að koma okkur upp úr þeim dal sem við erum í núna. Við feng- um einnig nýjan leikmann til liðs við okkur í janúar. Milan Vucicevic heit- ir hann, kom frá Gummersbach, og það er bara vonandi að hann gera góða hluti fyrir okkur,“ sagði Róbert en Wetzlar er í næstneðsta sæti deild- arinnar með sjö stig og því óhætt að segja að leikurinn á sunnudaginn sé mjög þýðingarmikill. „Við getum unnið hvaða leik sem er núna eftir HM en það er ekki fyrr en í maí sem að við mætum þessum lið- um sem eru í neðri hlutanum. Fram að því þurfum við að reyna hvað við getum til að ná okkur í stig og ef að það gengur upp þá er bara bjart yfir þessu og við ættum að halda okkur uppi,“ sagði Róbert, en Grosswalls- tadt er í tíunda sæti með 18 stig og með liðinu leika íslensku landsliðs- mennirnir Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson. Strákarnir bera mikla virðingu fyrir mér Róbert tók við þjálfun Wetzlar-liðs- ins í október eftir að félagið rak Drag- an Markovic úr starfi og Róbert sagð- ist kunna vel við sig í því hlutverki. „Þetta er auðvitað mikil vinna. Það er töluvert stökk að fara úr því að vera leikmaður og gerast þjálfari. Það er samt sem áður ekkert slæmt. Þetta hefur verið ósköp þægilegt, strákarnir bera mikla virðingu fyrir mér og þeir líta ekkert á mig sem leikmann í dag. Þegar ég tók við vorum við ekki með eitt einasta stig. Síðan þá höfum við náð í sjö stig en það hefði verið gott að vera allavega kominn með níu stig. Þetta er barátta og við verðum að koma grimmir til leiks og vinna þenn- an leik gegn Grosswallstadt,“ sagði Róbert og bætti því við að það þyrfti í kringum 20 stig til að bjarga liði frá falli í þýsku úrvalsdeildinni. “Á þessu tímabili þarf lið á bilinu 16 til 20 stig til að bjarga sér frá falli. Deildin hefur breyst töluvert á síð- ustu árum. Þau lið sem eru í efri hluta deildarinnar eru mun betri en þau sem eru í neðri hlutanum og það ligg- ur við að komnar séu tvær deildir í úr- valsdeildinni. Það er mikið bil á milli liða. Þetta er hörð barátta og þeir sem ná bestu byrjuninni eftir áramót bjarga sér frá falli. Við eigum töluvert stífa dagskrá í byrjun en við eigum níu heimaleiki eftir af mótinu og það á eftir að hjálpa okkur,“ sagði Róbert en hann hefur ekkert leikið með Wetzlar á tímabilinu vegna meiðsla. er hættur að spila „Eins og staðan er í dag þá er ég alveg hættur að spila. Hnéð á mér er alveg ónýtt. Ég hef farið í marga upp- skurði og það virðist ekkert vera hægt að gera í því.“ Áhuginn á handbolta er gríðarlega mikill í Þýskalandi en Róbert sagði að hann hafi aukist mikið frá því að Þýskaland tryggði sér heimsmeist- aratitilinn. „Það er talað um handbolta í öll- um sjónvarps- og viðtalsþáttum þar sem leikmenn liðsins eru í viðtölum. Stóru fyrirtækin eru að bjóða leik- mönnum samninga þannig að þessi umfjöllun er bara mjög góð. Það er mjög gott fyrir handboltann í heiminum að Þýskaland skyldi rísa svona upp, af því að ef handboltinn stækkar í Þýskalandi þá stækkar hann um allan heim,“ sagði Róbert og hann hrósaði einnig framkvæmd mótsins. „Það var einn riðill leikinn hér í Wetzlar og það var uppselt á alla leiki þrátt fyrir að það hafi verið riðill sem innihélt Túnis, Slóveníu, Græn- land og Kúveit. Það voru kannski ekki glæsilegir leikir en það var uppselt alla daga og þrátt fyrir að illa gangi hjá okkur þá er uppselt á alla leiki, um fimm þúsund manns. Þannig að það er mikill áhugi hér í Wetzlar og allt í kring,“ sagði Róbert að lokum. dagur@dv.is Þýskir handbolta molar líflegur á bekknum alfreð gíslason, þjálfari gummersbach, er líflegur á bekknum eins og sást á HM í handbolta. logi Geirsson Leikur með Lemgo ásamt Ásgeiri erni Hallgrímssyni en þeir félagar unnu evrópubikar með félaginu á síðustu leiktíð. Róbert Sighvatsson tók við þjálfun Wetzlar í október en liðið er í harðri fallbaráttu í þýsku úrvalsdeildinni. meistarar meistaranna Hamburg sigraði bikarkeppnina í Þýskalandi og síðastliðið vor vann liðið Kiel í leik meistara meistaranna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.