Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Page 30
Fráfarandi formaður Eggert
Magnússon lætur af starfi formanns
KSÍ á ársþingi sambandsins á morgun.
Það verður ekki eingöngu kosið um formann KSÍ á
ársþingi sambandsins því einnig liggja fyrir nokkrar
athyglisverðar tillögur um breytingar á reglum og
fyrirkomulagi á mótum innan KSÍ. Áður hefur verið
fjallað um tillögu þess efnis að fjölga skuli liðum í
efstu deild karla og kvenna og einnig í 2. deild karla.
Varalið í íslandsmót
HK hefur lagt inn tillögu sem tekin verður fyrir á
ársþingi KSÍ. Tillagan hljóðar upp á að heimila
félögum að senda varalið til keppni á Íslandsmót-
um í meistaraflokki karla og einnig að hvert félag í
Landsbankadeild kvenna fái rétt til að senda B-lið til
keppni í 1. deild kvenna. Tillagan er svohljóðandi
fyrir meistaraflokk karla. „Hvert félag hefur rétt til
þess að senda tvö lið í deildakeppni Íslandsmótsins.
B-liðið hefur keppni í neðstu deild og getur aðeins
leikið í 2. og 3. deild, alltaf þó minnst einni deild
neðar en A-lið sama félags. Hlutgengir með B-liði
eru allir þeir leikmenn viðkomandi félags, sem ekki
tóku þátt í næsta leik A-liðs á undan, á Íslandsmóti
eða í bikarkeppni KSÍ.“
Þá hljóðar tillaga HK um meistaraflokk kvenna á
þennan veg. „Hvert félag í Landsbankadeild kvenna
hefur rétt til að senda B-lið sitt til keppni í 1. deild.
Það getur ekki unnið sig upp um deild og ef það
endar í fyrsta eða öðru sæti síns riðils, fara tvö efstu
liðin sem ekki eru B-lið í úrslitakeppnina.
Hlutgengir með B-liði eru allir þeir leikmenn
viðkomandi félags sem ekki tóku þátt í næsta leik
A-liðs á undan, á Íslandsmóti eða í bikarkeppni KSÍ.“
Bikarkeppni karla
KFS hefur lagt fram eftirfarandi tillögu að breytingu
á bikarkeppni karla. „Í undankeppni taka þátt öll lið
nema þau sem taka þátt í Evrópukeppni það árið,
auk 12 efstu annarra liða árið áður og keppni
liðanna hagað svo, að 12 lið komist áfram í
aðalkeppnina (24 liða úrslit). Þar bætast við 12 efstu
félögin, fyrir utan félögin í Evrópukeppni, frá árinu
áður. Í næstu umferð á eftir (16 liða úrslit) bætast
svo við félögin 4, sem taka þátt í Evrópukeppni það
árið. Skal undankeppni lokið eigi síðar en 15. júní,“
en samkvæmt núverandi fyrirkomulagi koma liðin í
Landsbankadeild karla inn í bikarkeppnina í 16 liða
úrslitum og aðeins sex neðri deildarlið komast
áfram í aðalkeppnina.
Einnig leggur KFS fram tillögu sem er svohljóðandi:
FöSTudAgur 9. FEBrúAr 200730 Sport DV
FormannseFni
JaFet ÓlaFsson
halla
gunnarsdÓttir
HVer er JaFet ólaFsson?
„Ég er viðskiptafræðingur og hef mest starfað í fjármálageiranum. Ég
hef verið framkvæmdastjóri Stöðvar 2 og framkvæmdastjóri Verðbréfa-
stofunnar, VBS, undanfarin tíu ár. Ég lét af því starfi í lok síðasta árs en
ég sit í stjórn fyrirtækisins. Það má segja að ég sé sjálfstætt starfandi
fjármálaráðgjafi núna.“
aF HVerJu Býður þú þig Fram til Formanns ksí?
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum og spilaði mikið fótbolta
sjálfur þegar ég var að alast upp, í liðunum hér í reykjavík. Ég hef töluvert
starfað innan íþróttahreyfingarinnar, sérstaklega tengt badminton. Ég
var formaður badmintonsambandsins um nokkurra ára skeið þannig
að ég þekki töluvert til reksturs innan íþróttahreyfingarinnar. Mér finnst
starf formanns KSÍ vera mjög spennandi og ögrandi starf. Knattspyrnan
hefur verið í mikilli sókn og mig langar til að leggja mitt af mörkum til
að efla hana enn frekar.“
Ætlar þú að Beita þér Fyrir einHVerJum ákVeðnum
málum eða Breytingum eF þú kemst til Valda?
„Það verður nú engin bylting af því að það hefur verið unnið gott starf
innan KSÍ og hjá knattspyrnufélögunum almennt í landinu.
Það hefur verið mikil gróska og ég held að KSÍ þurfi að hlúa betur að
grasrótinni. Það er ekkert sjálfgefið að góðir knattspyrnumenn fæðist
hjá stóru félögunum þannig að við þurfum að huga líka að þeim litlu
og veita þeim sem hafa ekki sömu möguleika og stóru félögin betri
aðstoð.“
aF HVerJu Ættu Félögin að kJósa þig?
„Ég hef fram að færa mjög víðtæka reynslu og þekkingu á íslensku
viðskiptalífi. Ég horfi á KSÍ sem fyrirtæki sem þarf að reka vel og eigendur
þess eru félögin í landinu. KSÍ er aldrei sterkara en knattspyrnufélögin
vítt og breitt um landið. Aðalástæðan er reynslan og þekkingin og
einnig tel ég mig vera kröftugan stjórnanda. Ég er tilbúinn til að leggja
krafta mína í þetta starf en ég tek það fram að ég er ekki að fara í þetta
til að verða starfandi stjórnarformaður.“
HVer er Bakgrunnur þinn í knattspyrnu?
„Ég lék knattspyrnu með Val, reyndar handbolta líka, og ég fór í
keppnisferðir með því ágæta félagi til útlanda. Ég spilaði einnig í
mörg ár með mjög efnilegu knattspyrnuliði úr verslunarskólanum. Við
spiluðum á skólamótum í ein sex ár.“
HVert er þitt Félag Hér á landi?
„Mitt félag hefur alltaf verið Valur en ég tek það alveg skýrt fram að ég
er ekki að fara fram í formannskjör á vegum þess félags. Ég yrði frekar
félagslaus ef ske kynni að ég yrði formaður en af því að þú spyrð að
þessu þá er það einnig rauði liturinn á Englandi, Manchester united. Ég
er búinn að fylgja því ágæta félagi frá árinu 1965.“
HVer er Halla gunnarsdóttir?
„Ég er blaðamaður á Morgunblaðinu. Kennaramenntuð og í meistara-
námi í alþjóðasamskiptum. Fótboltastelpa, hagyrðingur í þjálfun og hef
ferðast töluvert.“
aF HVerJu Býður þú þig Fram til Formanns ksí?
„Ég held að ég sé með ákveðnar áherslur sem væru góðar fyrir KSÍ. Ég
held að ég hafi heilmikið fram að færa í þetta formannsembætti og tel
að ég geti látið gott af mér leiða.“
Ætlar þú að Beita þér Fyrir einHVerJum ákVeðnum
málum eða Breytingum eF þú kemst til Valda?
„Ég vil leggja áherslu á hinn almenna knattspyrnuiðkanda og efla þann
þátt KSÍ, sem er að efla knattspyrnu í landinu. Kvennaboltinn stendur
mér nærri, enda þekki ég hann vel af eigin reynslu.“
aF HVerJu Ættu Félögin að kJósa þig?
„Ég lít fyrst og fremst á formanninn sem andlit KSÍ út á við og sem talsmann
knattspyrnunnar. Ég hef það mikla ástríðu fyrir fótbolta að ég tel mig geta
verið mjög góðan talsmann fyrir knattspyrnuna. Það sem ég myndi einnig
leggja áherslu á er gagnsæ stjórnsýsla, hafa sem mest uppi á yfirborðinu
og vera í góðu samráði við félögin í landinu. Ég myndi leggja mig fram um
að það yrði alltaf rætt við félögin reglulega, ekki ráðist í neinar breytingar
nema að undangengnum ákveðnum viðræðum.“
Félög víðsvegar að af landinu hafa sent inn tillögur sem teknar verða fyrir á
61. ársþingi KSÍ, sem haldið verður á Hótel Loftleiðum á morgun.tillögur á ársþingi KsÍ