Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Síða 36
föstudagur 9. febrúar 200736 Sport DV
Valsmenn tróna á toppi dHL-deildarinnar með
16 stig og leika við Íslandsmeistara fram á
sunnudag. Óskar bjarni Óskarsson, þjálfari
Vals, er einn af fáum þjálfurum í deildinni sem
hefur allan sinn mannskap heilan og segir að
liðið komi vel undirbúið í síðari hluta mótsins.
„frá og með 3. janúar byrjuðum við að æfa,
eftir að hafa tekið því rólega yfir jól og áramót.
Við spiluðum fimm æfingarleiki, það hefur ver-
ið brjáluð keyrsla á æfingum og við æfðum
mikið með bolta. Mannskapurinn er í flottu
standi, smávægileg meiðsli hjá markvörðum
okkar, Ólafur (gíslason) er eitthvað að kvarta
undan hnénu og Pálmar hefur verið aumur í
ökkla. en ég vona að ég geti stillt upp mínu
sterkasta liði á móti fram á sunnu-
dag.
Það er gaman að byrja aftur að
spila, um leið og HM var búin var
komið annað hljóð í mann og ég
er fullur tilhlökkunar. Ég get ekki
séð annað en að þessi deild sé
mjög sterk. til dæmis úkraínumað-
urinn hjá stjörnunni, sem hefur ekki
verið í lykilhlutverki hjá liðinu, hann
stóð sig vel á HM og svo
spilaði Markús Máni
vel þannig að ég er
bara jákvæður.
svo eru liðin að
styrkja sig alls-
vakalega, fylkir,
stjarnan og akur-
eyri hafa öll verið að
styrkja sig þannig að
þetta verður enn
meiri barátta en
fyrir jól.“
Valur1
HK er í öðru sæti
deildarinnar, aðeins
einu stigi á eftir Val
sem trónir á toppn-
um. HK lék vel fyrir
áramót og hefur kom-
ið töluvert á óvart.
gunnar Magnússon,
aðstoðarþjálfari HK,
segir að fríið hafi verið
nýtt vel og að þeir
hlakki til að byrja að
spila alvöruleiki að
nýju.
„Við æfðum vel, spiluðum töluvert af æfingar-
leikjum og reyndum að nýta tímann vel. Von-
andi komum við vel undirbúnir til leiks. Heils-
an er því miður ekki nógu góð hjá
leikmönnunum, Valdimar Þórsson meiddist á
öxl í æfingarleik um daginn og verður trúlega
ekki með í fyrsta leik, tomas eitutis, örvhenta
skyttan sem kemur frá Litháen, meiddist á hné
með landsliði Litháa og verður frá í þrjár til
fjórar vikur og svo meiddist ungur leikmaður,
gunnar Jónsson, og hann verður frá í tvær til
þrjár vikur. Valdimar hefur náttúrulega verið
okkar besti maður þannig að það er skarð sem
við þurfum að fylla. en þetta er það sem öll lið
lenda í og það er okkar að vinna okkur út úr
þessum vanda.
Mér líst vel á síðari hluta deildarinnar og ég
held að þetta verði sterkara mót núna eftir ára-
mót en fyrir jól. Þetta verður svakaleg barátta,
bæði í efri og neðri hluta deildarinnar, fylkir,
stjarnan og akureyri hafa styrkt sig og þetta
verður mikil barátta. Það verður stutt á milli og
eins og staðan er í dag þá er erfitt að spá í
hverjir falla.“
HK2
eftir að hafa samein-
ast leika Ka og Þór nú
undir merkjum akur-
eyrar. eftir smá byrj-
unarerfiðleika eru
norðanmenn í þriðja
sæti deildarinnar og
hafa endurheimt ein-
ar Loga friðjónsson
en hann lék með ems-
detten í Þýskalandi.
rúnar sigtryggsson,
þjálfari akureyrar,
segir að þeir hafi reynt
að hafa æfingar á
léttu nótunum þar sem mikið hafi verið æft
með bolta.
„Við fórum ekki í þann pakka að tala um þetta
frí sem annað undirbúningstímabil, reyndum
að hafa þetta létt fyrir andlegu hliðina og svo
verðum við bara að sjá hverju það skilar okk-
ur.
allir eru heilir og við styrkjumst við að fá einar
Loga aftur en við höfum verið í vandræðum
með hægri skyttuna. reyndar er spurning með
Hreiðar, hvernig hann verður eftir HM. eftir eM
í fyrra varði hann varla bolta og það verður
bara að koma í ljós með hann.
Ég vona bara að fólk sé ekki búið að fá of mikið
af handbolta, mótið er búið að vera æsispenn-
andi fram að þessu og ég held að spennan eigi
bara eftir að aukast. Pakkinn á örugglega eftir
að þéttast eitthvað meira og vonandi verður
spenna fram á síðustu umferð. Það er líka að
svo miklu að keppa, bara út af stressi voru tveir
þjálfarar látnir fara og það hefur ekki gerst
lengi í handboltanum. Það er farið að gera
kröfu um árangur hér heima.“
Akureyri3
eftir erfiða byrjun hjá stjörnunni var skipt um
þjálfara. sigurður bjarnason og Magnús teits-
son yfirgáfu skútuna og Kristján Halldórsson
tók við. Hann segir að stjörnumenn komi vel
undirbúnir til leiks og hafi nýtt fríið vel.
„Patrekur Jóhannesson er búinn að vera frá í
hartnær tvo mánuði og hann er klár í slaginn.
Ólafur Víðisson er einnig klár eftir að hafa
meiðst eftir fyrstu leikina, svo erum við að
reyna að meðhöndla tite Kaladadze og gerum
okkur vonir um að hann verði klár um helgina.
svo er bara að vona að roland eradze verði
orðinn heill eftir ofnæmið sem hélt honum
utan vallar síðustu leikin á HM. Þannig að við
teljum okkur í góðum málum með mannskap-
inn. aldrei þessu vant get ég hugsanlega stillt
upp mínu sterkasta liði. en það er gríðarleg
samkeppni um stöður, hátt í tuttugu manns að
æfa og hart tekist á því nú vita menn ekki
hverjir verða á skýrslu.
Við erum búnir að vinna í andlega og líkam-
lega þættinum, það er svolítið langt í Val og HK
en það þarf ekki mikið til. Á meðan við vinnum
okkar leiki og þeim mistekst eitthvað, þá er allt
hægt. en við ætlum bara að einbeita okkur að
næsta leik sem er á móti Haukum.
Nú er bara að vona að fé-
lögin hafi manndóm í
sér til að fylgja eftir
frábærri heimsmeist-
arakeppni sem var
góð auglýsing fyrir
handboltann. Og ef
við notfærum okkur
ekki þennan meðbyr og
gefum aðeins í og fáum
fleira fólk á völlinn, þá
er eitthvað að.“
Stjarnan4
Haukar eru í 5. sæti með 11 stig og urðu fyrir
áfalli þegar einn af burðarásum liðsins, andri
stefan, meiddist en hann fótbrotnaði og við-
urkennir Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, að þeir
eigi í erfiðleikum með að manna æfingar. „Við
höfum verið fátækir af mannskap, andri stef-
an er frá og svo meiddist sigurberg sveinsson
í leik með öðrum flokki. Það var vont að missa
tvo útileikmenn því það hefur verið erfitt að
stilla upp á æfingum, þannig að ég hef aðeins
verið að taka á strákunum á æfingum,“ segir
Páll í léttum tón.
„Mér líst vel á þennan síðari hluta deildarinnar,
þetta verður erfitt prógramm fyrir okkur strax í
byrjun, við mætum stjörnunni, HK, Val og svo
eru undanúrslit í bikar.
Þó að við séum ekki með nógu stóran hóp
verður hver og einn í mínu liði að leggja meira
á sig og leggja sig fram.“
5
fylkir er með sjö stig í
næstneðsta sæti dHL-
deildarinnar. Liðið hef-
ur styrkst mikið að
undanförnu og sterkir
leikmenn hafa snúið
aftur í Árbæinn. Heimir
örn Árnason, gunn-
laugur arnarsson og
arnar Jón agnarsson
komu til baka eftir dvöl
erlendis. Ólafur Lárus-
son, sem fór hreinlega
á kostum í lýsingum
ríkissjónvarpsins á
heimsmeistaramótinu, tók við fylki af sigurði
sveinssyni og þrátt fyrir að hafa verið í Þýska-
landi í tvær vikur er Ólafur bjartsýnn á síðari
hluta mótsins.
„Það var sæmilegt frí eftir síðasta leik fyrir jól,
svo var bara vel tekið á því eftir jól og búið að
vera góð og mikil keyrsla að undanförnu, með
þrek- og þolæfingum og menn hafa sinnt þeim
verkefnum vel sem fyrir þeim hafa legið.
Hlynur Morthens markvörður hefur verið að
glíma við einhver smávægileg meiðsli í ökkla,
en ég vona að hann verði klár um helgina því
hann er einn mikilvægasti hlekkurinn í liðinu.
annars er liðið þokkalega vel mannað í flestum
stöðum og við erum komnir með góða breidd.
Það er á brattann að sækja fyrir okkur og alveg
ljóst að það þarf að hala inn eitthvað af stigum
til að lyfta sér af fallsvæðinu sem er mikið og
stórt verkefni. Þetta verða hörkuleikir og það
bókar ekkert lið sigur á móti einhverju öðru liði.
Ég held að þetta verði mjög spennandi alveg
fram í rauðan dauðann eins og maður segir og
ég hef fulla trú á því að það geti farið þannig að
allt ráðist í lokaumferðinni 22. apríl.“
Ír situr á botni deildarinnar með fjögur stig.
Liðið hefur lent í ótrúlegum hrakningum
vegna meiðsla leikmanna en erlendur Ísfeld,
þjálfari Ír-inga, segir að aðeins einn leikmaður
úr 18 manna hópi hans hafi sloppið við meiðsli
fyrri hluta móts.
„Við byrjuðum af krafti að æfa í byrjun janúar
eftir gott jólafrí og byrjuðum á styrktar- og út-
haldsþjálfun. 16. janúar fórum við svo í viku til
Kanaríeyja og æfðum og spiluðum þar við
neðri deildar lið á eyjunum. síðan eftir að við
komum heim hefur þetta verið meira hefð-
bundin þjálfun, að stilla upp og fara í meiri
bolta og gera allt klárt.“ Ír spilaði fimm æfing-
arleiki fyrir leikinn við HK sem verður á sunnu-
dag. „deildin er jöfn og við erum kannski pínu
klaufar að vera á þeim stað sem við erum í dag.
Við höfum náttúrlega verið að glíma við ótrú-
leg meiðsli, fótbrot, krossbandaslit, brjósklos
og fleira en erum vonandi að fá einhverja til
baka en það er tæpt að þeir nái fyrsta leik.
Markverðirnir verða ekki komnir inn en allir
þrír markverðirnir meiddust í
sömu vikunni í október og
svo fór leikstjórnandinn
davíð georgsson í að-
gerð í hléinu og er í end-
urhæfingu þannig að
það mætti segja að við
höfum lent í hamförum,“
segir erlendur að
lokum en Ír leik-
ur við HK í
digranesi á
sunnudag.
ÍR8Fylkir7
Íslandsmeistarar fram
eru í sjötta sæti deild-
arinnar. Jón eggert
Hallsson, aðstoðar-
þjálfari liðsins, stýrði
fram frá 18. janúar og
hann segir að liðið hafi
æft vel og komi þokka-
lega undirbúnir til
komandi átaka.
„Þetta er búið að vera
nánast annað undir-
búningstímabil, mikið
þrek og púl. guð-
mundur var búinn að gera æfingaáætlun sem
ég fylgdi eftir, en hann fylgdist með úr fjarska.“
eins og greint var frá í dV um síðustu helgi eru
þrír örvhentir leikmenn frá keppni vegna
meiðsla. Jón björgvin Pétursson, rúnar Kárason
og Hjörtur Hinriksson.
„Það virðast vera einhver álög á örvhentum
leikmönnum hér í safamýri, rúnar verður ekk-
ert meira með vegna sprungu í hryggjarlið, Jón
björgvin missti framan af fingri og Hjörtur virð-
ist ekki búinn að ná sér eftir aðgerðina sem
hann fór í en ég býst þó við að hann verði með
um helgina.
síðari hluti mótsins verður náttúrulega erfiður,
mörg liðin hafa styrkt sig og ekki bætir úr skák
að við töpuðum leikjum fyrir jól þannig að við
erum komnir í ekki nógu góða stöðu. Ég hef
fulla trú á mínu liði en þetta verður erfitt.
það er svo stutt niður á botninn og upp á topp-
inn, um leið og eitthvað bregður út af ertu kom-
inn í vandræði en um leið og þú vinnur nokkra
leiki í röð ertu kominn í toppmál. Þannig á þetta
að vera, engir gefins leikir í þessu.“
Fram6
SpennA
DHL-deildin í handbolta hefst að nýju um helgina eftir hlé vegna heimsmeistarakeppninnar. DV sló á
þráðinn til þjálfara liðanna og spurði þá út í síðari helming deildarinnar.
benni@dv.is
jAFnt á toppi Sem á botni
Haukar