Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Síða 39
orð annars mætast er hlutunum ætlað
að gerast. Það er mín trú.“
Ólafur Ólafsson hafði sjálfur unnið
göfugt sjálfboðaliðastarf í Danmörku.
Hann hafði hlúð að heimilislausum,
eiturlyfjasjúklingum og alkóhólistum
með samtökunum Himmel Express-
en, Himnahraðlestinni.
„Draumur Óla var að við færum
af stað með slíka starfsemi hér á
Íslandi, enda var þá ekkert líkt þessu
starfi til á Íslandi,“ segir Kolbrún.
„Við vorum komin svo langt í þeirri
hugmyndavinnu þegar Óli veiktist,
að við höfðum meira að segja fengið
úthlutað húsnæði þar sem við ætl-
uðum að vera með matarúthlutun
tvisvar í viku. Þess vegna trúði ég því
aldrei að Óli myndi fara; það var svo
mikið verkefni fram undan. Eftir að
við tókum ákvörðun um að hlúa að
krabbameinssjúkum og búa til stað
fyrir þá, stað fyrir fólk eins og Óla og
Jón, breyttum við Bergmáli úr kór í
líknar- og vinafélag.“
Sveitastelpa úr Flóanum
Fjórtánda starfsár Bergmáls er að
hefjast. Yfir 1.200 manns hafa notið
orlofsvikna samtakanna sem haldn-
ar eru tvisvar á ári. Þegar Kolbrún hóf
að leita að húsnæði sem uppfyllti all-
ar óskir hennar, leitaði hugur hennar
fyrst í Hlíðardalsskóla. En húsnæðið
hafði breyst.
„Eftir að ég hafði fengið jákvætt
svar frá skólanum um að við mættum
hafa afnot af húsnæðinu tvær vikur
að sumri, fórum við austur að skoða
skólann. Hann var í niðurníðslu. En
kraftaverkin streymdu að okkur. Þar
sem Drottinn allsherjar gerði mig
þannig úr garði að ég fékk í fingurna
ýmislegt sem aðrir hafa ekki, hafði
ég kennt föndur og postulínsmálun
árum saman og auglýsti námskeið
í Vestmannaeyjum. Þar safnaðist
drjúg fjárhæð. Skömmu síðar fékk
ég símtal frá konu sem sagðist hafa
heitið því að fengi hún greidda skuld,
sem hún hafði átt útistandandi árum
saman, myndi hún gefa hluta upp-
hæðarinnar til að endurbyggja Hlíð-
ardalsskóla. Skuldin var greidd og
hún stóð við orð sín.
Þetta sumar, 1995, fór ég að
heiman 18. júní og kom heim aftur
í byrjun september! Það gekk allt
upp. Þegar það eina sem vantaði
var baðker fór ég í verslun sem hafði
nýverið verið með útsölu á baðkerum,
en þau reyndust öll uppseld. Sem ég
var að kveðja kallaði sölumaður fram
og sagði að einu baðkeri hefði verið
skilað um morguninn, því það væri
ekki í staðlaðri stærð. Það baðker
smellpassaði í Hlíðardalsskóla,“
segir hún brosandi, en þá hafði hún
líka sagt mér af hundrað lítrunum af
málningu sem hún fékk að gjöf og
ýmsu öðru sem þurfti til að endurgera
húsnæðið.
Úr Hlíðardalsskóla átti Kolbrún
góðar minningar, en þangað hélt hún
til náms þegar ljóst var að ekki væri
óhætt að hún gengi tíu kílómetra leið
til og frá skóla á unglingsaldri.
„Ég er sveitastelpa úr Flóanum,“
segir hún til útskýringar. „Óskaplega
mikil sveitakerling og náttúrubarn
í eðli mínu og sennilega hefði ekki
orðið neitt úr neinu sem ég er að
gera, nema vegna þess að ég er svo
sveitó!“ segir hún og skellihlær. „Eftir
barnaskóla fór ég í skóla á Selfossi
og ég er nú orðin svo gömul að það
var ekkert til sem hét skólabílar
í þá daga. Þegar ég varð næstum
einu sinni úti í kolvitlausu veðri tók
fjölskyldan í taumana og sendi mig
á Hlíðardalsskóla. Það var mikið
gæfuspor því þar kynntist ég því góða
fólki sem stóð að stofnun Bergmáls.“
Það sem Kolbrúnu fundust kost-
ir við að vera „sveitastelpa“ fundust
henni skyndilega verða gallar þegar
að því kom að breyta Bergmáli í líkn-
ar- og vinafélag.
„Mér fannst útilokað að ég,
sveitastelpan, væri í stakk búin til
að taka að mér í orlofsdvöl einhvern
viðkvæmasta hóp samfélagsins,
krabbameinssjúklinga. En síðan
kom til sögunnar fullt af góðu fólki
með sömu langanir og þrár og við;
að hlúa að þeim sem eru ekki eins
heppnir og við að vakna heilir heilsu
að morgni. Það er hlutverk þeirra sem
eru heilbrigðir að hjálpa þeim sjúku,“
segir hún með áherslu.
„Ég er atvinnubetlari!“
En hún leggur líka áherslu á að
Bergmál sé ekki verk hennar einnar. Í
stjórnina hafi valist einstakt fólk sem
leggur mikið af mörkum.
„Það er einstakt fólk í stjórn
Bergmáls líkt og þeir sem starfa með
okkur,“ segir hún. „Inntökuskilyrði
í samtökin eru þau að leggja fram
vinnu í minnst eina viku á ári, en svo
er líka hægt að vera styrktarfélagi
og borga 1.500 krónur í árgjald. Í
Bergmáli eru bara ein lög, faðmlög,“
segir hún, stendur skyndilega á
fætur, gengur yfir að mér og faðmar
mig. Mér sýnist svona á svip fólksins
á barnum að það sé síður en svo vant
því að sjá fólk faðmast upp úr þurru,
en það fólk er greinilega bara ekki
kunnugt Bergmáli!
„Ef það er eitthvað sem okkur öll
vantar í þessu lífi, þá er það hlýja,“ segir
hún. „Mér finnst að við ættum að gera
meira af því að sýna hvert öðru hlýju og
samhygð. Svo er ég eini „professional“
betlarinn á Íslandi,“ bætir hún við
brosandi. „Maðurinn minn segir
að það muni standa á legsteininum
mínum: „Hún var betlari allt sitt líf“!
Ég get sagt þér það, að ég yrði bara
mjög stolt af því! Ég er alls ófeimin
við að biðja um hluti eða peninga að
gjöf til að byggja upp Bergmál. Ég er
svo heppin að hafa hugmyndaflug á
við átján manns og það kemur til af
því að í minni sveit var ekki hægt að
hlaupa út í búð og kaupa það sem
hugurinn girntist. Einu sinni bjó ég til
dæmis til fjaðurjólatré eins og ég hafði
séð á jólakorti frá Halldóru frænku
í Ameríku. Ég litaði hænsnafjaðrir
grænar og límdi þær með hveitilími á
spýtu. Þetta var glæsilegt jólatré.“
Talar bara við herra Kron
Eini atvinnubetlarinn á Íslandi,
eins og Kolbrún kallar sig, hefur aldrei
talað við neinn nema toppinn í við-
komandi fyrirtæki.
„Ég geri eins og sveitamaður-
inn sem þurfti að ná tali af forstjóra
Kaupfélags Reykjavíkur og nágrenn-
is, KRON, og spurði hvort herra Kron
væri við. Það sama geri ég. Ég geri
aldrei boð á undan mér, mæti og bið
um að fá að hitta herra Kron. En ég
er ekki dýrbítur og leggst ekki á fólk
ár eftir ár. Bergmál á sína góðu bak-
hjarla og sem dæmi get ég nefnt að
við höfum haldið tvær orlofsvikur á
ári frá stofnun Bergmáls, tekið á móti
1.200 manns og fengið allan mat að
gjöf frá fyrirtækjum og framleiðend-
um. Og ég hef ekki talað við einn ein-
asta bankastjóra!“
En eitt er að halda tvær orlofsvikur
og bjóða hundrað og tuttugu manns,
annað að ráðast í byggingu rúmlega
fimm hundruð fermetra húss með
besta aðbúnaði sem völ er á fyrir
veika og fatlaða.
„Þegar mér datt þetta fyrst í hug
leit fólk á mig eins og ég væri gengin
af göflunum,“ segir Kolbrún. „En Guð
sér um sína. Við fengum leiguland til
99 ára, að Sólheimum í Grímsnesi,
og húsið mun rísa milli kirkjunnar og
Sesseljuhúss. Við höfum fengið gefnar
allar fagteikningar, gröfuvinnu, möl og
akstur með hana í grunninn, flutninga
á gröfu austur og svona mætti lengi
telja. Þá eigum við gjafabréf fyrir
steypu, öllum gólfefnum, gleri, inni-
hurðum, ofnum og rörum...“
Karlmenn óskast í sveit
En innanstokksmuni, rúm og...?
„Nei, við eigum bara skelina. Allt
annað vantar. Við höfum verið dugleg í
fjáröflun, seldum jólakort fyrir tvær og
hálfa milljón, bökuðum níu þúsund
smákökur og seldum fimm hundruð
krukkur af sultu í Jólaþorpinu í Hafn-
arfirði, enda var pottur á eldavélinni
hjá mér frá því í ágúst fram í desem-
ber! Auk innbúsins vantar enn stein-
ull, gifs í veggina og einangrunarplöt-
ur í loftið. Við erum þegar komin með
26 iðnaðarmenn á skrá, sem ætla að
gefa vinnu sína einn dag hver – en ég
auglýsi hér með eftir fleiri karlmönn-
um! Iðnaðarmaður óskast í sveit! Hús-
ið okkar verður hvíldarreitur fyrir fólk
sem tilheyrir aðildarfélögum Öryrkja-
bandalagsins; krabbameinssjúkir,
blindir, MS-sjúklingar, lungnaveikir,
nýrnaveikir, Alzheimer-sjúklingar, fólk
með Parkinson-sjúkdóm, flogaveikir,
heilaskaðaðir og sykursjúkir munu
geta dreift huganum í þessum sælu-
reit. Húsið verður sérútbúið þannig
að allir geta haldið virðingu sinni og
fengið þá aðstoð sem þeir þurfa. Það
eru allir með sínar áhyggjur, sorgir og
vonbrigði, og þetta fólk vantar stóran
faðm. Fólk sem greinist með krabba-
mein getur oft á tíðum ekki talað við
sína nánustu, því þeir eru lika nið-
urbrotnir og hryggir. Það er því með
þennan stein í hjartanu ofan á sín
veikindi. Við verðum með kvöldvök-
ur eins og við höfum alltaf gert og það
er varla til sá listamaður á Íslandi sem
ekki hefur skemmt hjá okkur á kvöld-
vöku og gefið vinnu sína.“
Kolbrún hefur í samtalinu nefnt
ótal kraftaverk sem hafa gerst þegar
henni finnast allar dyr lokast: árs-
hátíðina þegar allir skemmtikraftar
heltust úr lestinni á síðustu stundu...
„...og ég var að vinna við útstill-
ingar í Mjóddinni og ákvað að fá mér
matarbita á kaffihúsinu í Nettó. Þar
var bara eitt sæti laust, við hliðina á
manni sem ég tjáði áhyggjur mín-
ar. Hann gaf mér símanúmer hjá
konu sem útvegaði skemmtiatriði og
veislustjóra á hálftíma!“
...kraftaverkið þegar hún sat í báti
í Ekvador í nóvember, eftir að hafa
fengið þær fréttir kvöldið áður en
hún hélt í fríið að ekki væri hægt að
halda áfram með byggingu hússins
að Sólheimum nema hún fyndi
byggingaverkfræðing...
„...og maðurinn sem settist við
hlið mér í bátnum var bygginga-
verkfræðingur sem tók að sér verkið
í sjálfboðavinnu!“
...kraftaverkið þegar lyklarnir að
gröfunni sem átti að grafa fyrir húsinu
voru í Reykjavík...
„...en aukalyklarnir voru í bíl
kærustu sonar míns sem stóð við
sumarbústað á Laugarvatni. Krafta-
verk eru alltaf að gerast.“
Og kraftaverkið húsið að Sólheim-
um er hún sannfærð um að verði að
veruleika í sumar.
„Húsið verður einingahús frá SG
húsum á Selfossi sem verður reist í
apríl og þar sem ég er sannfærð um
að iðnaðarmenn muni flykkjast að
til að rétta hjálparhönd verður þetta
hús vígt fyrr en varir. Bergmál mun
örugglega reisa skjöld með nöfnum
þeirra sem staðið hafa við bakið á
okkur í byggingarmálunum. Þarna
verður til dæmis Jónshús, Ólafsvellir
– og eins og staðan er núna sé ég ekki
betur en þar verði Jóhannesarborg!
Lífið hefur verið mér gott og það vil
ég launa með því að hjálpa þeim sem
hjálpar eru þurfi. Þetta verður hús
fyrir langveika Íslendinga.“
Kolbrún kraftaverkakona má ekk-
ert vera að því að sitja lengur á bar.
Hún er að fara að veita viðtöku pen-
ingastyrk til nýja hússins og sækja úr
prentun jólakortin sem hún teiknaði
fyrir næstu jól.
„Maður fær bestu tilboðin í árs-
byrjun,“ segir hún glaðhlakkalega.
„Nú verður farið að pakka þeim
inn áður en ég set upp skotthúfuna
í apríl og byrja að betla mat fyrir
orlofsvikurnar!“ annakristine@dv.is
DV Helgarblað föstudagur 9. febrúar 2007 39
Kollu
vantar karlmenn
„Ég er sveitastelpa úr
Flóanum. Óskaplega
mikil sveitakerling og
náttúrubarn í eðli mínu
og sennilega hefði ekki
orðið neitt úr neinu
sem ég er að gera
nema vegna þess að ég
er svo sveitó!“
Draumur rætist
„Þess vildi ég óska, Kolbrún mín, að það væri til staður á Íslandi eins og þessi fyrir menn
eins og mig og Jón,“ sagði Ólafur heitinn, vinur Kolbrúnar, sem naut dvalar á heilsuhæli í
danmörku. Kórnum bergmáli var breytt í líknar- og vinafélag eftir lát Ólafs.
Fyrsta skóflustungan
rannveig rist tók fyrstu skóflustunguna að húsinu sem allir langveikir munu njóta um
ókomin ár. Við hlið hennar stendur Jón Hjörleifur Jónsson, „gamli“ söngstjórinn úr
Hlíðardalsskóla.