Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Síða 40
Menning
föstudagur 9. febrúar 200740 Menning DV
„Gjörningur Rúríar á Þingvöllum
síðastliðið haust er tvímælalaust
það sem mér kemur fyrst í hug,“
segir Hlín Agnarsdóttir leikstjóri um
listviðburði vetrarins.
„Í þeim gjörningi heiðraði Rúrí
minningu þeirra átján kvenna sem
hlutu þau grimmu örlög að vera
drekkt fyrir þær sakir einar að verða
þungaðar utan hjónabands. Þess-
ir atburðir eru hluti íslenskrar sögu
og lýsa vel þeirri grimmd sem að
mörgu leyti einkenndi íslenskt rétt-
arfar á fyrri öldum og óhugnanlegt
til þess að hugsa hve stutt er síðan
hér var beitt svipuðum refsingum
gagnvart konum og enn er beitt í
mörgum íslömskum samfélögum.
Áhrifin af gjörningnum voru misk-
unnarlaus og raunveruleg í senn,
ekki síst vegna umhverfisins, því
þetta var frekar napur haustdagur í
rammíslenskri náttúru og Rúrí stóð
í ísköldum hylnum og dró að landi,
með aðstoð kafara, átján strigapoka
sem hún hafði sökkt þar kvöldið
áður. Þeir voru síðan lagðir á bör-
ur og til að undirstrika þá mann-
legu grimmd og þann harmleik sem
vísað var til voru pokarnir opnað-
ir og innhéldu kvenfatnað og skó.”
Hlín segist ekki hafa vitað á hverju
var von: „En ég dreif mig á Þingvelli
og varð vitni að gjörningi sem er
löngu tímabær skírskotun til stöðu
kvenna í heiminum í dag. Sýning
Wuppertal-dansleikhússins undir
stjórn Pinu Bausch á verkinu Aqua
á stóra sviði Borgarleikhússins í
september síðastliðnum er einnig
afar eftirminnileg. Pina Baush, sem
er frumkvöðull og mikill áhrifavald-
ur á dansleikhús í Evrópu, bauð
upp á afar skemmtilega sýningu þar
sem suðuramerísk tónlist og dansar
voru í forgrunni en bakgrunnurinn
var vídeóleikmynd sem sýndi Am-
azon-svæðið í Brasilíu og gaf sýn-
ingunni skemmtilegan blæ. Þessi
útfærsla var skemmtileg og áhuga-
verð og höfðaði mjög til mín.“
Á kvikmyndahátíð sá Hlín meðal
annars sænsku kvikmyndina Fjalla-
Eyvind. „Kvikmyndin sem er í
leikstjórn Victors Sjöström er frá tíma
þöglu kvikmyndanna, frá árinu 1917
nánar tiltekið, og fannst mér mjög
vel til fundið að fá Benna Hemm
Hemm ásamt stórsveit til að spila
undir sýningunni. Það var hlýlegt
afturhvarf til liðinnar tíðar.“
Annars er Hlín nýbúin að sjá
Börn og Foreldra og finnst Ragnar
Bragason leikstjóri eiga mikið hrós
skilið. ,,Það er djarft að mínu mati
að hafa kvikmyndina svart/hvíta
og nýstárlegt að leyfa leikurum að
hafa áhrif á framvindu og efnis-
tök. Kvikmyndin er gott innlegg í
þjóðfélagsumræðuna og vekur upp
spurningar sem eiga fullan rétt á
sér. Einnig finnst mér ánægjulegt
að sjá kvikmynd sem vekur mig til
umhugsunar á jákvæðan hátt og
ég get notið án áreitis nútímakvik-
myndatækni.”
„Þótt Flagari í framsókn sé nú-
tímaópera er hún ekki þung, því
verkið einkennist af léttleika söng-
leikjanna án þess þó að glata óp-
erustílnum. Það er daðrað við dans
í verkinu, en það er ekki síst vegna
þess hve tónlistin er
rytmísk, og samspil
hinna ýmsu stíla nýt-
ur sín vel því atburðarásin og fram-
vinda verksins er hraðari en tíðkast
í óperum,“ segir Hulda Björk Garð-
arsdóttir sópran.
„Sagan er harmsaga en túlkunin
er kómísk og ekki kafað mjög djúpt,
en að baki liggur sannleikurinn með
öllum sínum þunga. Þetta er ekki
bara stórkostlegt sjónarspil heldur
er verkið veisla fyrir hvort tveggja
augu og eyru. Þess utan er líka boð-
skapur í verkinu og þegar upp er
staðið situr fólk eftir með spurning-
ar og vangaveltur og það er jú það
sem fólk vill eftir sýningu. En þótt
víða gæti skírskotunar í önnur form
er Flagari í framsókn ópera fyrst og
fremst,“ segir Hulda Björk.
Halldór E. Laxness leikstjóri
Flagarans segir verkið skrifað í ný-
klassískum stíl. Þetta er eina ópera
Stravinskys í fullri lengd og geysi-
mikið skemmtiverk, fullt af alls
konar skemmtilegheitum og var
samin þegar Stravinsky bjó í Banda-
ríkjunum. „Formið er klassískt í
þremur þáttum og hann nýtir sér
Mozart, söngleiki, negrasálma og
djass. Í verkinu eru einnig tilvísan-
ir í Elvis Presley og Marilyn Mon-
roe til að koma temanu til skila, sem
er óendanleg óskhyggja mannsins
og draumurinn um að vera ríkur,
frægur og hamingjusamur. Ég segi
stundum að þetta sé ævisaga Elvis
Presley, því þar var mikil gleði og
glaumur en mikill harmur í lokin,“
segir Halldór Laxness.
Óperan frumsýnir í kvöld Flagara í framsókn:
alda harmleiksins bærist undir
Requiem
frumflutt
Kammerkórinn Carmina
mun flytja Requiem eða
Sálumessu eftir spænska
endurreisnartónskáldið Tomás
Luis de Victoria í fyrsta sinn á
Íslandi á tónleikum í Kristskirkju
í næsta mánuði. Victoria var
fremsta tónskáld Spánverja á 16.
öld og sálumessan þykir hans
merkasta verk. Hún var samin
við andlát Maríu keisaraynju árið
1603, en de Victoria hafði verið
hirðtónskáld hennar um áratuga
skeið. Sálumessan er samin fyrir
sex radda kór og þykir tónlistin
sérlega áhrifamikil, enda hefur
verkinu verið lýst sem einum af
hápunktum endurreisnarinnar.
Hlín agnarsdóttir mælir með
Mein Kampf eftir george tabori
sem sýnt er í borgarleikhúsinu
og er sannfærð um að Leg eftir
Hugleik dagsson, sem frumsýnt
verður í Þjóðleikhúsinu þann 8.
mars næstkomandi, verði sýning
sem ekki megi missa af.
Hlín mælir með
Hlín AgnArsdóttir Hefur séð marga
listviðburði í vetur og er viss um að margt
er þess virði að sjá og heyra.
Að venju er fjölbreytt úrval fyrir
listunnendur og ljóst er að hver og einn á
að finna eitthvað við sitt hæfi. Hlín
Agnarsdóttir leikstjóri hefur séð margt
og heyrt í vetur.
Miskunnarlaus áhrifog í senn raunveruleg
ÓPERA
stundin að renna upp Hulda björk
garðarsdóttir sópran segir flagara í
framsókn veislu fyrir augu og eyru.
Óperustjóri
hættir í vor
Bjarni Daníelsson óperustjóri
Íslensku óperunnar tilkynnti
í vikunni að hann myndi láta
af störfum sem óperustjóri
þegar núverandi starfsári lýkur,
í byrjun júní. Bjarni hefur gegnt
starfi óperustjóra frá árinu 1999
og mun hann nú hverfa á vit
nýrra verkefna í listinni. Bjarni
sagði við vefinn opera.is að sér
hafi fundist árin í Óperunni afar
skemmtileg, en átta ár í starfi sé
mátulega langur tími.
Brúðuleikhús
í Gerðubergi
Leikbrúðuland frumsýnir
brúðuleikritið Vináttu í Gerðu-
bergi um næstu helgi. Sýn-
ingin samanstendur af fjórum
ævintýrum, sem öll fjalla um
vináttu á sinn hátt. Brúðuleik-
ritin fjögur heita Vökudraumur,
Regnbogafiskurinn, Risinn eig-
ingjarni og Prinsessan og frosk-
urinn. Örn Árnason sér um
leikstjórn verksins ásamt því að
semja vísur og söngtexta. Vin-
átta verður sýnd í leikskólum,
grunnskólum
og sam-
komu-
húsum
um allt
land á
næstu vik-
um.
ListiR
Kjarvalsstaðir opna
Að loknum endurbótum verða Kjarvalsstaðir opnaðir á morgun.
ný kaffitería er í miðrými hússins, sem prýdd er húsgögnum
Prologuss og guðrúnar lilju gunnlaugsdóttur. Þrjár ólíkar sýningar
verða opnaðar af þessu tilefni en allar eiga þær það sameiginlegt að
leiðarstef þeirra hvílir á tengslum náttúru og listar.