Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Page 42
föstudagur 9. febrúar 200742 Helgarblað DV Menningarþorp á útsöluverði „Mér fyndist tilvalið að nota aðstöðuna sem varn- arliðið skilur eftir sig fyrir til dæmis menntamál. Þar væri hægt að vera með kennsluaðstöðu fyrir út- lendinga sem koma til landsins til lengri dvalar.“  TraustiValssonarkitekt „Ég myndi vilja hafa sem fjölbreyttasta starfsemi þarna með öllu sem lýtur að nýsköpun. Mér skilst að google og Microsoft séu að koma hingað, þannig að þetta væri fín aðstaða til að koma upp hugbúnaðarfyrirtækjum, þau gætu meira að segja geymt einkaþoturnar sínar í flugskýlunum. svo er auðvitað fullt af íbúðum þarna þannig að þetta væri kjörið fyrir skólastarf af einhverju tagi. Ég held að það ætti líka að virkja íbúana til þess að koma með hugmyndir að skipulagningu og vinna að öllu sem heitir nýsköpun á sviði atvinnu og menningarlífs. ríkisstjórnin mætti gjarnan setja peninga í þetta og bjóða fólki ókeypis aðstöðu og smá fjármagn með, samt ekki eins og í byrginu, það verður að vera eitthvað eftirlit með þessu.“  SigríðurDóraSverrisdóttirmenningarviti „fyrsta skrefið er að hreinsa svæðið og ég held að það sé talsverð vinna fyrir hendi í því. annars held ég að það verði enginn hörgull á fyrirtækjum sem vilja fara þarna inn, enda mjög stutt í alþjóðaflugvöllinn. annars eru flest söfn í verulegri klemmu með geymsluhúsnæði, þarna væri hægt að koma upp alhliða geymsluaðstöðu fyrir söfn landsins.“  StefánPálsson,sagnfræðingur  ogherstöðvaandstæðingur „Þetta væri náttúrulega gríð- arlega flott kvikmyndaver, en það sem hamlar því er senni- lega nálægð við flugvöllinn, þótt það væri vissulega flott. Það væri líka hægt að skipta á Keflavík og varnarsvæð- inu, flytja alla Keflvíkinga yfir og nota bæinn sjálfan sem kvikmyndaver. Þar væri hægt að gera stríðsmyndir og líka myndir sem gerast í ljótu rúss- nesku sjávarplássi, Keflavík minnir dálítið á það.“ SigurjónKjartanssongrínari „Þetta er ekki fyrrverand varnarsvæði heldur herstöð. Þarna á að skilja eft- ir eitthvað lítilræði til minningar um niðurlægingu íslensku þjóðarinnar. öllu öðru á að moka burt!“  BirnaÞórðardóttir  herstöðvaandstæðingur Varnarsvæðið á Miðnesheiði stendur nú autt og yfir- gefið. Fjölmargar byggingar bíða þess að fá nýtt hlut- verk og þjóðin veltir vöngum yfir því hvað eigi að gera við þær. DV spjallaði við nokkra Íslendinga og fékk þeirra álit á því hvað ætti að gera við varnarsvæðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.