Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Page 43
„Mér er sagt að það séu ein- tómir kakkalakkar þarna og þess vegna sé þetta ekki sér- lega góð íbúabyggð. Það væri náttúrulega hægt að breyta þessu bara í fangelsi fyr- ir barnaperra, geyma þá alla þarna á sama stað og búa til Perrabæ. Mér sýnist vera allt of mikið af þeim hvort eð er.“  JónasÖrnHelgasonnemi Menningarþorp á útsöluverði „Ég vil gera varnarsvæðið að alþjóðlegu menningarsvæði, eiginlega bara að stóru menningarþorpi. Þarna er öll aðstaða fyrir hendi, bíósalir, leikhússalir og ég myndi vilja nota þá aðstöðu til þess að veita listamönnum góða þjónustu. Við eigum ekki að flokka svæðið fyrir ákveðinn hóp heldur að gera það að algjörum suðupunkti fyrir menningu í mjög breiðum skilningi. Til þess að verða betra fólk þurfum við að sinna listunum vel og þarna er upplagt tækifæri til þess að búa til menningarþorp á heimsmælikvarða, sem verður sameign allrar þjóðarinnar.“  ÁsaHauksdóttir,hjáHinuhúsinu „Íbúðirnar á að selja ungu fólki á útsöluverði. Þarna ætti að reyna að mynda þorp með torgi og tilheyr- andi. Það reyndar yrði svolítið næðingssamt þar, þótt kannski væri hægt að finna leið til að koma í veg fyrir það.“  BryndísSchram „Við eigum að hugsa stórt og nýta það tækifæri sem brottför hersins hefur skapað okkur. Við eigum að nýta aðstöðuna hérna til uppbyggingar á menntunar- og þekkingarstarfsemi í tengslum við alþjóðaflugvöllinn. Atvinnulífið, samfélagið og framtíð okkar liggur í hinu alþjóðlega þekkingarsamfélagi og þar eigum við að sækja fram. Keflavík er frábær kostur til þess.“  RunólfurÁgústsson,lögfræðingur ogfyrrverandirektor „Ég tel sjálfsagt að nýta þetta fyrir landsmenn í stað þess að láta bara valta yfir þetta. Það má ým- islegt gera, bæði í heilbrigðis- og félagslegu til- liti. Það væri hægt að koma upp einhvers konar heilbrigðisaðstöðu þarna og svo væri hægt að byggja upp einhvers konar ferðamannasvæði, jafnvel minjasafn um herstöðina eða þess háttar. Það þarf bara að skoða þetta ofan í kjölinn og sjá hvað er hagkvæmast að gera.“  HalldórHermannssonskipstjóri fösTudAgur 9. febrúAr 2007 43DV Helgarblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.