Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Side 54
Fyrstu sýnishornin úr leikn-um God of War II hafa nú litið dagsins ljós en eftirvæntingin hefur verið mikil meðal leikja- unnenda. God of War sem kom
út árið 2005 náði gríðarlegum vin-
sældum og sópaði að sér verðlaun-
um. Hann er jafnan talinn besti has-
arleikur sem komið hefur út á PS2.
Helstu kostir fyrri leiksins voru
virkilega góð grafík, stórbrotið um-
hverfi og góður söguþráður en hann
gerist í Grikklandi til forna. Líkt og
í fyrri leiknum er það hinn illvígi,
helmassaði og grjótharði Kratos frá
Spörtu sem er söguhetjan. Kratos,
sem guðirnir höfðu yfirgefið, vann
sér sæti á Ólympsfjallinu sem hinn
nýi stríðsguð eftir að hafa sigrað þann
fyrri, Ares. En seta hans á topnum var
ekki varanleg.
Í því sýnishorni sem gefið hefur
verið út situr Kratos í hásæti sínu og
fylgist með þegar samborgarar hans
frá Spörtu leggja undir sig hverja
borgina á fætur annarri. Gyðjan Aþ-
ena er brjáluð af reiði vegna aðgerða
Spartverja og biður Kratos um að
binda enda á blóðbaðið. Kratos held-
ur nú ekki og ákveður að fara sjálfur
til jarðar og taka þátt í brjálæðinu.
Kratos, sem er risastór í guðalíki, tek-
ur út reiði sína á borginni Rhodes.
Gyðjan Aþena er aldeilis ekki ánægð
með það og refsar Kratos með því að
breyta honum og minnka hann aftur
í mannsmynd. Síðan gefur hún risa-
vaxinni styttu líf sem Kratos þarf að
kljást við.
Svona er fyrsta sýnishornið af God
of War II en leikurinn sjálfur er settur
á 13. mars vestanhafs. Það var ákveð-
ið snemma í vinnslu leiksins að ekki
yrði beðið eftir PS3 heldur kæmi leik-
urinn út á PS2 og sú verður raunin.
Allir helstu eiginleikar God of War
eru til staðar í framhaldinu og verð-
ur spennandi að sjá hvaða nýjungar
leikurinn hefur upp á að bjóða í heild
sinni. asgeir@dv.is
Sú ímynd sem Vesturlönd hafa
dregið upp af ninjum er alveg ofsa-
lega töff og spennandi. Hins veg-
ar eru engar sögubækur sammála
þessari ímynd. Ninjan var ekki al-
klædd svörtu, ekki svo lævís að það
jaðraði við galdra og bardagaíþrótt-
in ninjutsu á sér heldur stutta sögu.
Ninjur voru morðingjar og dónar.
Þess vegna ráðlegg ég engum sagn-
fræðingi að spila Shinobido: The
Way of the Ninja. Leikmenn stíga
inn í sagnaheim ninjunnar, sem þarf
að vernda þorp sitt og gildi frá illum
lénsherrum sem hafa eigin ninjur á
sínum snærum, samúræja og aðra
bardagakappa. Leikmenn geta valið
á milli persóna, en best er að halda
sig við eina, því með hverju verkefni
bætir ninjan sig á ýmsum sviðum.
Verkefnin eru mjög skemmtileg og
verða enn skemmtilegri, því betur
sem maður lærir á leikinn. Allt frá
því að drepa einhvern einn eða
ganga frá heilu hersingunum
yfir í mannrán, rán, þjófnað eða
skemmdarverk. Það er hrein-
lega æðislegt að laumast á húsþaki,
narra vörð í burtu með vel heppn-
uðu steinvölukasti, læðast inn um
bakdyr og snúa þar einhvern jap-
anskan herra úr hálslið. Leikur-
inn gengur eiginlega allur út á það
að læðast og það er frábært. PSP
er kjörinn til þess að spila þennan
leik og eru stýringarnar þægilegar.
Það eina sem ég hef í raun að setja
út á Shinobido er það að sum verk-
efnin geta verið aðeins of stremb-
in og maður-á-mann bardagakerf-
ið mætti vera betra. Annars hvet ég
alla til að feta veg ninjunnar.
Dóri DNA
dóri dna segir:
&
U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s
föstudagur 9. febrúar 200754 Helgarblað DV
leikirtölvu
Dan aykroyD í
Ghostbusters-leik
Hinn góðkunni og gamalreyndi
leikari Dan Aykroyd sagði
nýlega í viðtali að hann myndi
ljá væntanlegum Ghostbusters-
tölvuleik rödd sína. Aykroyd,
sem lék Dr. Raymond Stantz eftir-
minnilega í myndunum, sagðist
hafa staðfest þátttöku sína en
vinnan hæfist ekki fyrr en á
næsta ári. Ekki hefur komið fram
hvaða fyrirtæki hannar leikinn
eða framleiðir en hann mun
koma út á Xbox360.
syphon filter dark Mirror (PSP)
sims 2 Open for business (PC)
Chronicles of Narnia (GAMEBOY)
shinobido:
the way of the ninja (PSP)
rogue trooper (Xbox)
Kíkið á þessa
Lævísi, Lénsherrar og háLsbrot
H H H H H
Shinobido:
The Way of the Ninja
PS2
Ævintýra-/
bardagaleikur
stríðsGuðinn
kratos
mættur aftur
TölvuleiKur
god oF war ii Kemur út 13. mars 2007 TölvuleiKur
spilaðu
á Gítar á Ds
Væntanlegur er gítarleikur á
Nintendo DS. Með því að nota
snertiskjáinn slær spilandinn á
strengi og spilar þannig lag.
Strengirnir birtast sem línur á
svörtum bakgrunni. Hægt er
að spila á allt að 16 strengi í
einu en hægt er að velja
úr 120 strengjum í
leiknum.
Einnig fylgja
20 lög
leiknum sem
hægt er
hlusta á og
spila eftir.
Sýnishorn af leiknum God of
War II lofar góðu en hann kemur
út 13. mars. Fyrri leikurinn er að
jafnaði talinn einn sá besti sem
komið hefur út á PS2.
Tónlistin úr icon komin út
Væntanlegur eru leikurinn def Jam: Icon en það er
þriðji leikurinn sem rappútgáfufyrirtækið sendir
frá sér í samvinnu við electronic arts. Í leiknum
þurfa spilarar að slást við frægustu rappara banda-
ríkjanna, til þess auðvitað að stofna eigið
útgáfufyrirtæki. Í vikunni gerði def Jam lagalista
leiksins opinberan, en hann er með glæstara móti.
Á meðal þeirra rappara sem eiga lög í leiknum eru
fat Joe, Ludacris, M.O.P, Method Man & redman,
Mike Jones, Nas, t.I og fleiri góðir. eru tölvuleikja-
og tónlistarunnendur á sama máli og segja að
sjaldan ef nokkurn tíma hafi tölvuleikur boðið upp
á jafn sterka hljóðrás. Leikurinn kemur út á
Xbox360.
Glíman
kemur á Wii
Nú þegar þriðja kynslóð
leikjatölva er að stimpla sig inn
keppast fyrirtækin um að koma
leikjum sínum á 360, Wii eða Ps3.
Ljóst er að fjölbragðaglíman fær
að fylgja með, en fyrirtækið tHQ
hefur tilkynnt að samningar hafi
náðst við Nintendo og sony og
því séu WWe-leikir væntanlegir á
Ps3, Nintendo Wii og Nintendo
ds. enn hefur ekki verið tilkynnt
hvort leikirnir sem koma út á
Nintendo verði undir merkjum
smackdown eða raw, en hingað
til hefur tHQ skipt glímuleikjum
sínum í tvennt með þeim hætti.
„Ekki klifra upp tréð, hlauptu
upp það,“ er fræg ninja-speki.
NINjAN GOH
ein af aðalpersónum
leiksins.