Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Qupperneq 62
FÖSTUDAGUR 9. FebRúAR62 Helgarblað DV að lokum Toppur hverfis 101 Ferska smárétti að japönskum hætti úr hrá- um fiski fæ ég á Maru í aldna Ísafoldarhúsinu í Aðalstræti. Annars staðar í borginni eru þeir forsniðnir og geymdir, sigla á færibandi klukkustundum sam- an í Iðu. Stílhreinn naumhyggju- salurinn hefur verið í rúmlega sex ár í Aðalstræti, síðustu þrjú árin undir heitinu Maru. Í tilefni löggildingar sem gamlingja bauð konan mér á þennan alvörusal að japönskum hætti. Fyrst miso sojasúpa, síðan nokkur eintök af sashimi hráfiski, af sushi (nigiri) hráfiski á hrísgrjónum og af maki hrognum í þangrúllum. Þetta er toppurinn á hverfi 101. Hláturs er von Héraðsdómur hefur sýknað útlending, sem fannst með þýfið í bíl sömu nótt og innbrotin voru framin í Reykjavík og á Selfossi. Mað- urinn sást líka á eftirlitsmynd- um á innbrots- stað. Á sér hafði hann uppdrátt af staðnum. Hann neitaði hins vegar öllu, sagðist til dæmis aldrei hafa komið til Selfoss. Neitaði meira að segja að gefa upp heimilisfang. Því virðist löggan ekki hafa vitað, hver maðurinn var, og ekki getað leitað heima hjá honum. Það eru tröllheimskar löggur, sem klúðra svona einföldu dómsmáli. Maður- inn er auðvitað enn að hlæja. Að vísu án herfangsins. Burt með krónuna Við þurfum fremur að losna við krónuna en að fá evruna. Við tölum stíft um evru, af því að mikið af út- flutningi greiðist í evr- um. En við þurfum frjálsa notkun alls gjaldmiðils. Fyrirtæki geta nú haft bókhald í erlendri mynt og eiga að greiða starfsmönnum laun í sömu mynt. Þannig fáum við kosti traustra gjaldmiðla án þess að binda okkur við evru. En stórmarkaðir eiga að taka við evr- um á daggengi til jafns við krónur. Smám saman skiljum við, að það er afnám krónunnar, sem skiptir mestu. Hagkerfi, sem vill vera ríkt, notar ekki gjald- miðil, sem skekst í and- vara. Betra er að hafa engan. jonas@hestur.is veðrið um Helgina ritstjorn@dv.is Laugardagur 3 5 2 2 5 Sunnudagur Vetrarkuldi í kjölfar veðurfarsskýrslu Vill Jónas krónuna burt, ekki mína einu, takk fyrir! „Veðurfar og spár um heimshita næstu öld hafa verið á hvers manns vörum í vikunni. Það er nokkuð skond- ið að þessi ágæta skýrsla IPCC um hlýnun lofthjúps sé í umræðu manna í millum og í fjölmiðlum á sama tíma og beggja vegna Atlantshafs er sannkallað vetrarríki. Fimbulkuldi í Finnlandi og Quebeq í Kanada og síðan hér á landi þar sem frostið hefur farið í 20°C inn til landsins,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Um horfurnar segir Einar útlit fyr- ir ágætasta veður um mest allt land um helgina. „Þó mun hvessa af austri með suðurströndinni og þar er jafnframt gert ráð fyrir að muni rigna á sunnu- dag. Svipað verður uppi á teningnum suðaustanlands og á Austfjörðum.“ Einar segir að vægt frost verði annars staðar, úrkomulaust og sums staðar skýjað af háskýjum. „Í höfuðborginni verður úrkomu- laust, meinlítið veður og líkast til hiti rétt ofan frostmarks þegar líður á helgina. Á Vestfjörðum og vestan til á Norðurlandi er hins vegar útlit fyrir að sólin skíni glatt fram á mánudag. Þar verður því fyrirtaks skíðaveður. Næsta vika gæti boðið upp á hláku með rigningu fyrst framan af og síð- an aftur kólnandi. Sú spá er þó meira í ætt við getsakir,” segir Einar Svein- björnsson. 3 0 1 5 6 1 0 3 3 15 1 1 3 3 4 5 5 5 3 8 3 5 5 18 7 8 10 8 15 10 5 5 13 23 ...ragnheiði Eiríksdóttur að hafa verið í hljómsveitinni unun. Heiða á það sameiginlegt með... ...Jóni Jósepi Snæbjörnssyni að syngja í Söngvakeppni Sjónvarps- ins. Jónsi á það sameiginlegt með... ...Birgittu Haukdal að hafa tekið þátt í Eurovision. Birgitta á það sameiginlegt með... ...arnari Björnssyni að vera frá Húsavík. arnar á það sameigin- legt með... ...Þorkeli Mána Péturssyni að halda með Leeds. Þorkell Máni á það sameiginlegt með... ...Ingu Lind Karlsdóttur að búa í garðabæ. Inga Lind á það sameiginlegt með... ...Steinunni Camillu að vera með eldri manni. Steinunn á það sameiginlegt með... ...Klöru Ósk Elíasdóttur að vera í stúlknasveitinni nylon. Klara á það sameiginlegt með... ...dr. gunna að hafa spilað á tónleikum á Wembley-leikvang- inum. Tengsl dr. gunni á það sameiginlegt með ... Hugmyndin kviknaði hjá Guðjóni Sigurðssyni, formanni MND-félags- ins, þegar hann hitti mongólskan MND-sjúkling á ráðstefnu í Japan. Gríðarlegur skortur er á hjálpar- tækjum í Mongólíu, en MND-sjúk- lingar komast illa af án hjálpar- tækja. „Ég skil varla hvernig þeir fara að í Mongólíu, þeir hafa fæstir einu sinni hjólastóla. Með þennan sjúk- dóm þarf fólk mjög fljótt á hjólastól að halda,“ segir Kristín Einarsdótt- ir, yfiriðjuþjálfi á Landspítalanum, sem hefur liðsinnt Guðjóni við skipulagninguna. „MND er tauga- hrörnunarsjúkdómur sem leggst á hreyfitaugunga og dregur fólk yfir- leitt til dauða á einu til sex árum. Því miður er engin lækning til við hon- um en það eru miklar rannsóknir í gangi.“ Tollstjórinn í steininn Gámurinn er á leið út til Mong- ólíu og kemur til höfuðborgarinnar Ulan Bataar í byrjun mars. „Við för- um þangað strax í vikunni á eftir til að taka úr gámnum og kenna fólki á hjálpartækin,“ segir Kristín en bætir við að skipulagningin hafi ekki geng- ið snurðulaust fyrir sig. „Við þurftum að vera í sambandi við svissneska hjálparstofnun til þess að koma gámnum inn í landið og leysa hann út úr tollinum. Þetta er allt orðið svo miklu flóknara á síðustu vikum, eft- ir að nýr tollstjóri tók við. Þeim síð- asta var nefnilega stungið inn vegna spillingar.“ Þá hefur reynst þraut- in þyngri að fá vegabréfsáritanir og hefði varla náðst, nema fyrir tilstilli dyggra bakhjarla. annað tímaskyn Samskiptin hafa líka gengið hæg- ar fyrir sig en Íslendingar eru vanir. „Við erum svo vön því að það ger- ist allt helst í gær. Mongólarnir eru með nettengingu og tölvupóst en það er meira verið að kíkja á tölvu- póstinn kannski einu sinni í viku,“ segir Kristín. „Við reynum samt að passa að missa ekki sjónar á mark- miðinu, sem er að bæta hag MND- sjúklinganna. Það hefur líka verið mjög lærdómsríkt og spennandi að takast á við þessar óvæntu hindr- anir og hjálpa til við að byggja upp heilbrigðisþjónustuna.” Kristín Einarsdóttir, yfiriðjuþjálfi á Landspítalanum, og Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins, eru að flytja fullan gám af hjálpartækjum til MND-sjúklinga í Mongólíu. Þörfin er mikil í Asíulandinu en spilltir tollstjórar og vegabréfavandræði hafa ekki auðveldað verkið. „við þurftum að vera í sambandi við svissneska hjálparstofnun til þess að koma gámnum inn í landið og leysa hann út úr tollinum.“ Heill GámUR Senda hjálpartæki til Mongólíu Gámurinn var sendur af stað í janúar. Kristín og Guðjón hafa þurft að yfirvinna ýmsar hindranir til að hann komist alla leið til mongólíu. AF HJálpARTæKJUm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.