Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Blaðsíða 14
Emil Hallfreðsson lék
á vinstri kantinum í gær.
Hann var einna sprækast-
ur af íslensku leikmönn-
unum sóknarlega og átti
tvö af þremur skotum Ís-
lands í leiknum.
“Maður sættir sig
aldrei við tap en við verð-
um að horfa til þess að við
vorum að mæta feykilega
sterku liði sem er fullt af
stórstjörnum. Það hefði verið frá-
bært ef leikurinn hefði endað 0-0 en
þeir sóttu stíft á okkur í seinni hálf-
leik og Árni Gautur varði ótrúlega vel
í nokkur skipti,” sagði Emil skömmu
eftir leikinn.
“Við spiluðum betur í fyrri hálf-
leik þar sem okkur gekk betur að
halda boltanum. Þar náðum við ein-
hverjum fyrirgjöfum og tveimur til
þremur skotum en seinni
hálfleikurinn var mun erf-
iðari. Það var svekkjandi
að fá þetta mark á okkur.
Ég hélt að við værum að
fara að ná stiginu,” sagði
Emil.
Hann var þokka-
lega sáttur við sína eigin
frammistöðu, sérstaklega
í ljósi þess hve lítið hann
hefur spilað síðustu mán-
uði. Hann segist ekki finna fyrir mikl-
um mun að mæta stórstjörnum eins
og eru innanborðs í spænska liðinu
eða “minni” spámönnum.
“Maður hugsar ekkert út í það
þegar í leikinn er komið. Maður legg-
ur sig bara allan fram. Auðvitað tekur
maður samt eftir því þegar við mæt-
um svona rosalega sterkum liðum,”
sagði Emil Hallfreðsson. elvar@dv.is
fimmtudagur 29. mars 200714 Sport DV
Emil Hallfreðsson:
Hélt að við næðum stiginu
Undankeppni HM
A-riðill
Aserbaidsjan - Finnland 1-0
1-0 (83.) imamaliev.
Pólland - Armenía 1-0
1-0 (26.) Zurawski.
Serbía - Portúgal 1-1
0-1 (5.) tiago, 1-1 (37.) Jankovic.
Staðan
lið l U J T M S
Pólland 7 5 1 1 12:5 16
Portúgal 6 3 2 1 13:4 11
finnland 6 3 2 1 7:3 11
serbía 6 3 2 1 8:4 11
Belgía 6 2 1 3 4:6 7
Kasakstan 6 1 2 3 3:8 5
aserbaid. 6 1 1 4 2:13 4
armenía 5 0 1 4 0:6 1
B-riðill
Georgía - Færeyjar 3-1
1-0 (25.) siradze, 2-0 (45.) iashvili, 2-1
(57.) Jacobsen, 3-1 (90.) isahvili víti.
Ítalía - Skotland 2-0
1-0 (12.) toni, 2-0 (70.) toni.
Úkraína - litháen 1-0
1-0 (47.) gusev.
Staðan
lið l U J T M S
skotland 6 4 0 2 11:6 12
frakkland 5 4 0 1 12:2 12
Úkraína 5 4 0 1 8:4 12
Ítalía 5 3 1 1 9:5 10
georgía 6 2 0 4 13:12 6
Litháen 5 1 1 3 3:5 4
færeyjar 5 0 0 5 0:20 0
C-riðill
Malta - Grikkland 0-1
1-0 (66.) Basinas víti.
Tyrkland - Noregur 2-2
0-1 (31.) Brenne, 0-2 (40.) andresen,
1-2 (72.) altintop, 2-2 (90.) altintop.
Ungverjaland - Moldóva 2-0
1-0 (9.) Epureanu sjálfsmark, 2-0 (63.)
gera.
Staðan
lið l U J T M S
tyrkland 5 4 1 0 14:3 13
grikkland 5 4 0 1 8:4 12
Bosnia-H. 5 2 1 2 10:12 7
Noregur 5 2 1 2 9:6 7
ungverjal. 5 2 0 3 7:8 6
malta 5 1 1 3 5:10 4
moldóva 6 0 2 4 3:13 2
D-riðill
Írland - Slóvakía 1-0
1-0 (13.) doyle.
Tékkland - Kýpur 1-0
1-0 (22.) Koller.
Wales - San Marínó 3-0
1-0 (3.) giggs, 2-0 (20.) Bale, 3-0 (63.)
Koumas víti.
Staðan
lið l U J T M S
Þýskaland 5 4 1 0 21:3 13
tékkland 6 4 1 1 15:4 13
Írland 7 4 1 2 12:8 13
slóvakía 6 3 0 3 15:11 9
Wales 5 2 0 3 8:9 6
Kýpur 6 1 1 4 1:6 4
san marínó 5 0 0 5 1:30 0
Árni Gautur Arason
Lék sinn besta landsleik í
töluverðan tíma og var
klárlega besti maður
Íslenska liðsins og hefði
fengið 10 ef hann hefði
haldið hreinu.
Kristján Örn Sigurðsson
Eins og venjulega var hann
í erfiðleikum með
sendingar á samherja en
varnarleikurinn hans var
góður.
Ívar ingimarsson
Einn besti landsleikur Ívars
frá því hann snéri aftur í
liðið. Batt vörnina saman
og voru heimsfrægir
framherjar Spánar í
vasanum á honum.
Ólafur Örn Bjarnason
Eins og Ívar átti hann
afbragðs leik. Gerði fá
mistök og samvinna hans
og Ívars var til fyrirmyndar.
Brynjar Björn
Gunnarsson
Sinnti varnarhlutverkinu
vel og lét finna vel fyrir sér.
Baráttuhundur sem skilar
alltaf sínu.
Grétar rafn Steinsson
Lét finna vel fyrir sér en sást
þó ekki á löngum köflum í
leiknum. Sinnti varnarhlut-
verki sínu af kostgæfni og
leysti það vel.
Gunnar Gunnarsson
Leisti sinn fyrsta landsleik
með miklum sóma og
greinilegt að þarna er
framtíðarleikmaður á ferð.
Komst ágætlega frá sínu.
Arnar Þór Viðarsson
Samvinna hans og
Brynjars sem djúpir
miðjumenn var til
fyrirmyndar og slapp Arnar
þolanlega frá sínu.9 7 6 6
6 7 7 6
Íslenska landsliðið komst nálægt því
að ná fram óvæntum úrslitum gegn
sterku liði Spánverja á Mallorca í
gær.
Aðeins eitt mark leit dagsins ljós
á Ono Estadi vellinum en það skor-
aði Andres Iniesta tíu mínútum fyrir
leikslok. Seinni hálfleikur var algjör
einstefna heimamanna en íslenska
liðið barðist vel og Árni Gautur Ara-
son átti frábæran leik og sýndi stór-
kostleg tilþrif.
Það var svo sannarlega ekki boð-
ið upp á “Mallorca-veður” á leiknum
í gær. Algjör úrhellisrigning steypt-
ist niður af himnum og aðstæður til
knattspyrnuiðkunar voru erfiðar á
blautum vellinum. Sáust oft skond-
in tilþrif þegar leikmenn reyndu að
leika fótbolta og menn voru lengi að
finna fótfestu.
Það voru fáir sem höfðu búist
við þessu veðri á leiknum en aðeins
hluti af áhorfendasvæði Ono Estadi
vallarins hefur þak. Veðrið hefur
haft sín áhrif á mætinguna á leikinn
en þessi 23.500 manna völlur var
ekki fullur.
Það var um fjörtíu manna hópur
íslendinga sem var mættur á völlinn
og hjálpaði til að lita stúkuna.
Talverð brottföll urðu úr lands-
liðshópi Íslands fyrir leikinn og sterk-
ir leikmenn sem ekki gátu tekið þátt í
honum. Þeir leikmenn sem í staðinn
fengu tækifæri stóðu sig vel og sönn-
uðu gömlu klisjuna að maður kemur
í manns stað.
Eyjólfur stillti upp í 4-4-2 í byrjun
þar sem fyrirliðinn Eiður Smári Guð-
johnsen var frammi ásamt Veigari
Páli Gunnarssyni.
Fyrsta skot leiksins var íslenskt,
Emil Hallfreðsson tvínónaði ekkert
við hlutina en skot hans fór fram-
hjá. Hurð skall nærri hælum þegar
David Villa átti fyrirgjöf sem reyndist
síðan vera hin ágætasta marktilraun
og boltinn hafnaði í slánni á átjándu
mínútu.
Fram að því hafði Spánverjum
gengið mjög illa að skapa sér al-
mennileg færi. Ólafur Örn Bjarnason
komst næst því að skora í fyrri hálf-
leiknum en Árni Gautur, sem hafði
áður þurft að taka á honum stóra sín-
um í hálfleiknum, sýndi stórbrotna
markvörslu og Ólafi var greinilega
létt.
Ekki mörgum mínútum áður
hafði Ólafur óvænt átt skot að mark-
inu hinumegin sem var ein af örfáum
marktilraunum Íslands í leiknum.
Lítið heyrðist í spænskum áhorfend-
um sem virtust hissa á hve illa þeirra
mönnum gekk að brjóta íslenska
varnarmúrinn.
Eftir úrhellið í fyrri hálfleik dró
talsvert úr rigningunni í þeim síð-
ari og heimamönnum gekk betur að
spila sín á milli. Seinni hálfleikurinn
“Þetta var nánast stórskotahríð í
seinni hálfleik og ekki oft sem mað-
ur upplifir svona,” sagði Árni Gaut-
ur Arason, landsliðsmarkvörður,
sem átti stórleik fyrir Ísland í leikn-
um og varði margsinnis frábærlega.
“Ég neita því ekki að ég er mjög
sáttur við mína frammistöðu. Sér-
staklega miðað við aðstæður enda
hættulegt fyrir markverði þegar
völlurinn er í svona ástandi. Það
er oft erfitt að halda boltanum og
því best að slá hann bara í burtu.”
Árni segist svekktur yfir að stig hafi
ekki náðst. “Það hefði kannski ver-
ið rán ef leikurinn hefði endað með
jafnfteflu en engu að síður svekkj-
andi að ná ekki að klára þetta þegar
svona lítið er eftir. Leikmenn lögðu
sig alla fram en við vorum að spila
við frábært lið og þegar þeir ná sér
svona á strik er erfitt að eiga við þá,”
sagði Árni Gautur.
Spánverjar erfiðir
í þessum ham
Spánn - Ísland 0-1
Andres Iniesta ´81
Stig var handan við hornið
Íslenska landsliðið í knattspyrnu velgdi
svo sannarlega því spænska vel undir ugg-
um í gær. Liðið lék sinn besta leik í langan
tíma og andinn í liðinu var góður.
Eyjólfur Sverrisson, landsliðs-
þjálfari, var ánægður með frammi-
stöðu liðsins.
„Varnarfærslan var góð, við lok-
uðum svæðunum vel og getum tek-
ið það með okkur í komandi verk-
efni. Það er hinsvegar svekkjandi
að hafa fengið mark á okkur þarna,”
sagði Eyjólfur.
“Við vorum alltaf að gæla við
það að ná stigi. Það fór hinsvegar
að draga virkilega af okkur í seinni
hálfleik. Við vorum að spila á móti
virkilega sterku spænsku liði, þeir
voru betri heldur en í leiknum gegn
Danmörku. Þeir voru ekkert að
missa boltann og hann gekk vel og
hratt á milli manna. Þar af leiðandi
tókst okkur ekki að vinna boltann
af þeim og komast í skyndisóknir.”
Eyjólfur segist ekki hafa getað beðið
um meira frá sínu liði. “Menn lögðu
sig alla fram og nú er bara að horfa
fram á veginn. Við höldum áfram
að þróa okkar leik,” sagði Eyjólfur.
varnarfærslan góð
ElVAr GEir MAGNÚSSoN
skrifar frá Spáni
liprir sprettir
íslenska liðið lá í
skotgröfunum lengst af en
átti þó lipra spretti.