Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Blaðsíða 15
DV Sport fimmtudagur 29. mars 2007 15 Norður-Írar unnu Svía í gær, 2-1, og komust þar með í efsta sæti F-riðils: David Healy getur ekki hætt að skora fyrir norður-írska landsliðið. Hann skorði bæði mörk Norður-Íra þegar þeir unnu Svía 2-1 á heima- velli í gær og hefur nú skorað 29 mörk í 56 landsleikjum. Með sigr- inum komust Norður-Írar á topp F- riðils. Svíar skoruðu þó fyrsta markið á 27. mínútu þegar Johan Elmander kom boltanum í netið eftir snarpa skyndisókn. David Healy jafnaði metin fjór- um mínútum síðar með góðu skoti yfir höfuðið á Andreas Isaksson, markvörð Svía. Healy rak svo smiðshöggið á 59. mínútu þegar hann afgreiddi fyrirgjöf frá Damien Johnson frá hægri kantinum snyrtilega í blá- hornið. Lawrie Sanchez, þjálfari Norður- Íra, var í sjöunda himni eftir leik- inn. „Það er frábært að vera á toppi riðilsins þegar keppnin er hálfnuð. Þrettán stig eftir sex leiki er ótrú- legt, en við þurfum að fá eins mörg eða ekki fleiri úr næstu sex leikjum. Það er enn löng leið fyrir höndum,“ sagði Sanchez. Aaron Hughes, fyrirliði Norð- ur-Íra, var ánægður með að geta kætt samlanda sína. „Það er langt í næsta leik og við vissum að við gætum kætt fólkið í nokkra mánuði með sigri. Það eru alltaf vonbrigði að fá á sig mark en þegar maður mæt- ir Svíum má alltaf búast við að þeir skapi sér fær,“ sagði kátur fyrirliða eftir leikinn. dagur@dv.is Ótrúlegur markaskorari david Healy hefur nú skorað 29 mörk í 56 landsleikjum. Undankeppni HM E-riðill Andorra - England 0-3 0-1 (54.) gerrard, 0-2 (76.) gerrard, 0-3 (90.) Nugent. Ísrael - Eistland 4-0 1-0 (19.) tal, 2-0 (29.) Colautti, 3-0 (77.) sahar, 4-0 (80.) sahar. Staðan lið l U J T M S Króatía 5 4 1 0 15:4 13 Ísrael 6 3 2 1 13:6 11 England 6 3 2 1 9:2 11 rússland 5 3 2 0 7:1 11 makedónia 6 2 1 3 5:5 7 Eistland 5 0 0 5 0:10 0 andorra 5 0 0 5 1:22 0 F-riðill liechtenstein - lettland 1-0 1-0 (17.) frick. Norður-Írland - Svíþjóð 2-1 0-1 (27.) Elmander, 1-1 (31.) Healy, 2-1 (57.) Healy. Spánn - Ísland 1-0 1-0 (81.) iniesta. Staðan lið l U J T M S N-Írland 6 4 1 1 10:7 13 svíþjóð 5 4 0 1 9:4 12 spánn 5 3 0 2 9:6 9 danmörk 4 2 1 1 7:2 7 Lettland 4 1 0 3 4:3 3 Ísland 5 1 0 4 4:9 3 Liechtenst. 5 1 0 4 3:15 3 g-riðill Búlgaría - Albanía 0-0 Slóvenía - Holland 0-1 0-1 (86.) van Bronckhorst. rúmenía - lúxemborg 3-0 1-0 (26.) mutu, 2-0 (50.) Contra, 3-0 (90.) marica. Staðan lið l U J T M S Holland 6 4 2 0 8:2 14 rúmenía 5 3 2 0 10:3 11 Búlgaría 5 2 3 0 7:3 9 H-rússl. 5 2 1 2 9:11 7 slóvenía 5 1 1 3 4:8 4 albanía 5 0 3 2 3:6 3 Lúxemb. 5 0 0 5 1:9 0 DANir UNNU ÞJÓðvErJA Þjóðverjar tóku á móti dönum í gær. um var að ræða æfingaleik milli þessara nágrannaþjóða. danir fóru með sigur af hólmi með einu marki með engu. Nicklas Bendtner, leikmaður arsenal, skoraði sigurmarkið. morten Olsen, þjálfari dana gagnrýndi Joachim Loew, þjálfara Þjóðverja, fyrir að hvíla marga af sínum sterkustu leikmönnum í leiknum. MArk Í FyrSTA lANDSlEik Karim Benzema skoraði mark í sínum fyrsta landsleik þegar frakkar unnu austurríkismenn, 1- 0, í París. Benzema kom inn á sem varamaður í hálfleik og skoraði eina mark leiksins átta mínútum síðar eftir sendingu frá samir Nasri, sem einnig lék sinn fyrsta landsleik í gær. ÍÞRÓTTAMOLAR veigar Páll gunnarsson Barðist, en sást lítið á löngum köflum í leiknum. Var ekki að finna sig með Eið í framlínunni en fékk úr litlu að moða. Stefán gíslason Kom inná í staðinn fyrir Veigar og var lengi að koma sér í takt við leikinn. Emil Hallfreðsson Frábær fyrri hálfleikur, áræðinn og alls óhræddur við að taka Ramos á. Dró af honum í seinni hálfleik en skilaði sínu. Eiður Smári guðjohnsen Fyrirliðin var í þeirri stöðu að vera að reyna búa eithvað til og fær plús fyrir að reyna. Fékk þó líkt og Veigar úr afar litlu að moða. indriði Sigurðsson Kom inná í stað Emils og náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Sinnti þó sinni varnarvinnu vel. Hannes Þ Sigurðsson Kom inná fyrir Arnar Þór Viðarsson og lítið hægt að segja um hans frammi- stöðu. Barðist þó eins og alltaf. David Healy getur ekki hætt að skora 7 5 6 6 5 5 maður leiksins árNi gAUTUr ArASoN var algjör einstefna Spánverja. Eyj- ólfur Sverrisson tók Veigar Pál af velli snemma í seinni hálfleik og fjölgaði á miðjunni með því að setja Stefán Gíslason inn. Íslenska liðið barðist vel, lá mjög langt til baka og Eiður Smári Guð- johnsen fékk úr litlu að moða í seinni hálfleik eftir að hafa haldið boltan- um vel og valdið smá usla í þeim fyrri. Fernando Torres kom inn sem varamaður í spænska liðinu og sýndi falleg tilþrif. Hann og Villa voru mjög sprækir í sókninni en illa gekk að reka smiðshöggið. Spánverjar voru að spila mun bet- ur í þessum leik en þeir gerðu gegn Dönum og því skiljanlega á bratt- ann að sækja. Tvívegis í seinni hálf- leik vildi Torres fá víti en í bæði skipt- in lét franski dómarinn það ógert að benda á punktinn. Þá náðu Spán- verjar að koma boltanum í netið í eitt skipti en dæmt var sóknarbrot við litla hrifningu heimamanna og markið stóð því ekki. Markið lá í loftinu en Íslend- ingar þó farnir að sjá glitta í stig- ið og vonuðu að markið kæmi ekki. En þeim varð ekki að ósk sinni því þegar um tíu mínútur voru til leiks- loka gleymdi íslenska vörnin sér og Iniesta var einn og óvaldaður refsaði með því að skora með skoti við nær- stöng eftir sendingu og góðan undir- búning frá Villa. Þegar þetta mark kom má segja að úrslitin hafi verið ráðin enda all- ur vindur úr okkar mönnum. Lít- ið markvert gerðist á lokamínútun- um og augljóst að Spánverjar voru ánægðir með að hafa náð að landa inn þremur stigum því svo sannar- lega þurftu þeir að hafa fyrir því. Íslenska liðið sýndi mjög góða baráttu gegn einu sterkasta lands- liði heims og frammistaðan til fyrir- myndar. Besti leikmaður Íslands, ef ekki besti leikmaður vallarins, var hinsvegar klárlega markvörðurinn Árni Gautur Arason sem sýndi oft- ar en einu sinni heimsklassamark- vörslu og heimamönnum gekk bölv- anlega að sigrast á honum. Gunnar Þór Gunnarsson var að spila sinn fyrsta landsleik og var í byrjunarliði í vinstri bakverðinum. Hann átti erfitt uppdráttar í byrjun en fór síðan að finna sig betur. Vörn íslenska liðsins var annars sterk. Lið- ið spilaði ekki skemmtilegan fótbolta, enda erfitt að gera það gegn Spáni og í aðstæðum sem þessum, en barátt- an var til staðar. Menn lögðu sig alla fram og ekki er hægt að fara fram á meira. Íslensku landsliðsmennirnir geta borið höfuðuð hátt eftir þessa frammistöðu. Hún breytir því þó ekki að staða liðsins í riðlinum er alls ekki góð og menn líklegast búnir að gera sér vonir um betri árangur. Ef leikmenn verða hinsvegar jafn ákaf- ir í næstu leikjum eins og þeir voru í gær þá ætti nú stigunum að fara að fjölga. STig vAR hAndAn við hORnið 8 Eins og hellt hefði verið úr fötu Það var ekkert mallorca veður þegar leikurinn fór fram. Barátta íslenska liðið barðist hetjulega og enginn skömm af því að tapa 1-0 fyrir spáni. Missir af Chelsea fernando morientes meiddist í leiknum og missir af leiknum við Chelsea í meistardeildinni. léttir andres iniesta skoraði sigurmarkið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.