Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Blaðsíða 23
DV Lífsstíll fimmtudagur 29. mars 2007 23 LífsstíLL Tveir fyrir einn í bíó allir sem versla í Kringlunni á fimmtudögum fá tvo miða á verði eins í Kringlubíó. Verslanir Kringlunnar afhenda viðskiptavinum afsláttarmiða þegar við- skipti eiga sér stað og hann er hægt að nota í bíó um kvöldið eða eitthvert annað fimmtudagskvöld. Ekki slæmt fimmtudagstilboð þetta. Páskaeggin skreytt Það lítur kannski ekki út fyrir að vera svo flókið að mála á hænuegg en það er þó ekki eins auðvelt og margir halda. Fyrir það fyrsta þarf að blása innan úr eggjunum. Það er gert með því að stinga gat á eggið í sitthvorum enda, til dæmis með stoppunál. Síð- an er innihaldinu einfaldlega blás- ið út úr eggjunum með því að blása létt inn um annað gatið. Þegar egg- ið er orðið tómt er það afar brothætt og því þarf að handleika það af mik- illi varúð. Ef föndrað er með litlum börnum er betra að hafa eggin harð- soðin því slík egg handleika þau auð- veldlega. Leikskólar hafa verið dug- legir við að bjóða upp á slíkt föndur en harðsoðin egg geymast auðvitað ekki eins vel og þau sem blásið hefur verið innan úr. Margir foreldrar eru reyndar ekki sérlega hrifnir af því að láta börn sín mála á harðsoðin egg þar sem þau fúlna eftir nokkur tíma. Að vera með slík fúlegg í íbúðinn alla páskana get- ur verið erfitt og enn erfiðara er oft að láta þau hverfa sérstaklega ef börnin eru sérlega ánægð með þau. Þá eru frauðegg eða plastegg betri kostur til að láta börnin mála á en þau fást til dæmis í versluninni Litir og föndur. Litur úr lauk og pappír Sumir hafa tekið upp þann sið að láta börnin sín mála eitt egg á hverju ári og merkja það síðan með nafni og ártali. Þetta er skemmtilegur sið- ur og gaman er að halda upp á eggin og taka þau fram á hverjum páskum og skreyta húsið með þeim. Börnin hafa líka afar gaman af því að skoða eggin þegar þau verða eldri. Hægt er að nota allar gerðir föndurlita þegar málað er á egg. Sumir nota tússpenna til að teikna mynstur og útlínur og mála svo inn í. Einnig má líma allskonar skraut á eggin eins og glansmynd- ir, límmiða, fjaðrir, unga og annað skraut. Á heimasíðunni www.ismennt. is/vefir/ari/paskar er að finna frá- bærar leiðbeiningar á því hvern- ig best sé að bera sig að í páska- eggjaföndrinu. Þar má til dæmis finna lýsingar á því hvernig hægt er að nota laukhýði til þess að lita eggin og hvernig litur er búinn til úr kreppappír. Þar er einnig stungið upp á því að nota sand til skreytingar og gefnar eru uppskriftir af leireggj- um, filteggjum og vaxbatíkeggj- um. Á síðunni, sem Svalvör Gissur- ardóttir á heiðurinn af, er einnig að finna uppskrift af heimatilbún- um súkkulaðipáskaeggjum. Kynning á Kabbalah var haldin í síðustu viku í Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi. Engar fregnir hafa borist um hversu vel fundurinn var sótt- ur, en sögusagnir eru um það á Net- inu að þar hafi verið selt vígt vatn á 6.500 krónur lítrann. Þær tölur hafa ekki fengist staðfestar en hitt er þó vitað að Kabbalah miðstöðv- ar selja margar vörur sem eiga að auðvelda tengingu fólks við æðri anda. Þannig er hægt að kaupa rauða bandið, sem sagt var frá í grein hér í DV á föstudaginn var og er sagt vera vernd gegn hinu „illa auga”. Með bandinu fylgir bók um það, sem heitir því einfalda nafni: „Rauða bandið – máttur verndar- innar” (The Red String: The Power of Protection). Kostar bókin með bandinu fjórtán bandaríkjadali eða um eitt þúsund íslenskar krónur. Þá er einnig hægt að kaupa á DVD námskeið um hvernig auðveldast er að meðtaka fræði Kabbalah. Slíkur diskur kostar 199 dollara, eða rétt rúmar 13.000 krónur. Sennilega ger- ir því ekki sama gagn að kaupa rautt garn í næstu prjónabúð og binda um úlnliðinn eða hvað? Kabbalah-gripir vinsælir: rauða bandið á þúsund kall Tími páskaföndursins er runninn upp í allri sinni litadýrð. Tilvalið er að eyða helginni í fjölskylduföndur og skreyta húsið hátt og lágt enda einungis vika í páska. Gaman saman Það getur verið mjög gaman að hóa fjölskyldumeðlimum saman í páskaeggjaföndur. Ef menn vilja ekki mála á hænuegg fást frauðegg og egg úr plasti í föndurvöruverslunum sem auðvelt er að mála á. Rauða bandið veRndaR sennilega er ekki nóg að kaupa venjulegt prjónagarn til að fá vernd gegn hinu illa auga... ekki henda farsímanum gamlir farsímar geta öðlast nýtt líf í höndum Vodafone sem yfirfer þá og lagfærir og sendir til þróunarríkja. Þó síminn sé illa farinn og talinn ónýtur er alltaf hægt að endurvinna hluti úr honum og nota á nýjan leik. Í þróunarríkjunum koma farsímarnir að sérlega góðum notum þar sem þeir eru ekki álitnir munaðarvara heldur nauðsynlegt öryggis og samskiptatæki. Þeir sem skila inn gamla farsímanum sínum þegar þeir kaupa sér nýjan fá þar að auki afslátt. LífsförunauTur- inn fundinn Nýr stefnumótavefur sem hefur það að markmiði að fólk finni sinn lífsförunaut opnaði nýverið á slóðinni www.forunautur- inn.is. Það er rannveig guðlaugsdóttir sem stendur á bak við þennan nýja vef sem flokkar fólk niður í hópa eftir ákveðnum spurningarlista. allir þáttakendur fara síðan á fræðandi fyrirlestur um samskipti kynjanna og táknmál líkamans. fyrirlesturinn er á virkum degi og síðan er farið saman í dagsferð á laugardegi. fulltrúi frá Lífsförunautinum er alltaf með í för sem kemur í veg fyrir vandræðleg augnablik. Næsti fyrirlestur er áætlaður þann 17. apríl svo það er um að gera að skrá sig. að vera veL girTur margar konur sem ganga mikið í skyrtum kannast við það vandamál að þurfa endalaust að vera að girða sig þar sem skyrtan virðist alltaf vera á fleygiferð. Versluin sautján selur góða lausn á þessu vandamáli en þar fást nú kvenn- mannsskyrtur frá bæði imperial og Please sem er óvenjugott að girða ofan í buxur. skyrturnar eru í samfelluformi og eru smelltar í klofinu. Þetta gerir það að verkum að skyrtan hoppar aldrei upp úr buxnastrengnum og maður er vel girtur allan daginn. ókeypis bridgekennsLa garðsapótek við sogaveg gefur þeim sem heimsækja apótekið ókeypis bækling um brigde. Bæklingurinn er settur saman af apótekaranum Hauki inga og kennir reglurnar í þessarri skemmtilegu íþrótt. Þar að auki inniheldur hann einfalt en árangurs- ríkt bridgekerfi til að nota í heima- húsum og í keppnum. Þess má líka geta að apótekið býður upp á heimsendingarþjónustu fyrir þá sem búa í hverfum 103,104,105 og 108.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.