Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Blaðsíða 27
Zack Snyder leiksstjóri myndarinnar 300 og Dawn of the Dead ætlar að gera aðra mynd um uppvakninga: Vill gera epíska uppvakningamynd Zack Snyder sem sló gegn árið 2004 með endurgerðinni af Dawn of the Dead og leikstýrði núna síðast epísku myndinni 300 ætlar að snúa sér aftur að uppvakning- unum. Myndin ber nafnið Army of the Dead og verður byggð á sögu eftir Snyder sjálfan. Fyrirtækið Cruel & Unusal Films sem er í eigu Snyder og eiginkonu hans mun framleiða myndina ásamt Warner Brothers. Snyder segist vilja gera uppvakn- ingamynd sem hefur epíska eig- inleika líkt og hin sjónræna 300. „Mér finnst að það hafi ekki ver- ið gerð uppvakningamynd á þeim skala sem ég vill gera hana,“ segir Snyder um myndina. Söguþráð- ur myndarinnar mun snúast um föður sem reynir að bjarga dótt- ur sinni frá nánast vissum dauða í heimi fullum af hungruðum upp- vakningum. Þessa dagana vinnur Snyder að myndinni Watchmen sem á að koma út á næsta ári. Myndin er byggð á samnefndum verðlauna- teiknimyndasögum. Sagan segir frá lífi ofurhetja á annan hátt en áður hafði verið gert. Hún gerist í Bandaríkjunum sem er á barmi kjarnorkustyrjaldar við Sovétrík- in. Ætla má að vinnsla Army of the Dead hefjist að henni lokinni. asgeir@dv.is Zack Snyder Leikstjóri 300 og Dawn of the Dead snýr sér aftur af uppvakningunum. Mixar fyrir Happy Mondays Söngkonan Björk Guðmundsdóttir er ein þeira listamanna sem að sjá um að hljóð- blanda eða mixa tónlistina á nýjustu plötu Happy Mondays. Platan hef- ur en ekki hlotið nafn en hljóm- sveitin hefur náð samkomu- lagi við útgáfu- fyrirtækið Sanctuary. Efni af plötunni verður frum- flutt á Coachella-hátíðinni í Bandaríkjun- um í lok apríl. Happy Mondays var stofnuð 1985 en hefur ekki sent frá sér plötu síðan 1992. Shaun Ryder söngvari sveitarinnar sem hætti þá hefur nú snúið aftur. Leikur í Indiana Jones 4 Breski leikarinn Ray Winstone hefur bæst í leikarahóp myndarinnar Indiana Jones 4. Winstone mun leika hjálpar- mann Harrisons Ford í myndinni en söguþræði hennar er hald- ið leyndum. Fyrir hafði Cate Blanchett bæst í leikarahóp myndarinnar en ekki hefur verið sagt frá hvert hlutverk hennar verður. Þá hafa einnig verið uppi sögu- sagnir um að Sean Connery muni snúa aftur í hlutverk sitt sem faðir Indiana. Tökur hefjast í júní og verður myndin frumsýnd þann 22. maí 2008. Xið 977 ásamt Ölgerðinni og Pravda heldur veglega plötusnúðakeppni í Apríl. Keppn- in verður með öðruvísi fyrirkomulagi en gengur og gerist, en eru plötusnúðar beðnir um að taka upp „mix-teip“, og senda það á X-ið. Heppnir komast í undanúrslit en fjög- ur undanúrslitakvöld verða haldin á Pravda og að lokum úrslitakvöld. Frosti Loga- son rokkari og dagskrárstjóri X-ins vill fá fjölbreyttar tónlistarstefnur. „Þetta er svona mixteip-keppni og við óskum eftir mixteipum frá ungum, efnilegum og gröðum plötusnúðum,“ segir Frosti Loga- son dagskrárstjóri X-in 977, en útvarpsstöðin stendur fyrir veg- legri plötusnúðakeppni í samstarfi við Ölgerðina og Pravda. Sérstakt kynningarkvöld fyrir keppnina verður haldin í kvöld á Pravda, en þá geta þeir plötusnúðar sem hafa áhuga á því að taka þátt, kynnt sér dæmið betur. „Þetta á ekki að snú- ast bara um hiphop eða danstón- list eins og dj-keppnir hafa gert hingað til. Við viljum fá sem fjöl- breyttastar tónlistarstefnur,“ seg- ir Frosti og ítrekar að ef einhverjir rokk-plötusnúðar leynast á land- inu eiga þeir ekki að hika við að senda inn sitt eigið mix. „Það er líka komið nóg af þessu rapp- ógeði,“ bæti hann keikur við. Sér- þættir útvarpsstöðvarinnar munu taka virkan þátt í að kynna keppn- ina og á það að tryggja að fulltrúar frá breakbít, raftónlist, hiphoppi, danstónlist og jafnvel þungarokki skrái sig til keppnis. Mixteipin eiga að sendast á X-ið, sem er í Skafta- hlíð 24. Sérstök dómnefnd þar sér um að velja þau mixteip sem fara í undanúrslit. Fjögur undanúrslita- kvöld verða svo haldin þar sem að eitt teip kemst áfram hverju sinni. Á úrslitakvöldi mun svo dómnefnd sjá um að velja sigurvegarann en í dómnefndinni sitja þeir Dj Marg- eir, Gísli Galdur og Benni B-Ruff. Í fyrstu verðlaun er 150 þúsund króna úttekt úr versluninni HljóðX á Grensásvegi, en það ætti að koma öllum plötusnúðum vel. Kynning- arkvöldið er í kvöld á skemmti- staðnum Pravda við Austurstræti. Það er plötusnúðurinn Dj Cacoon sem sér um tónlistina ásamt fleir- um og opnar húsið um tíu leytið. Army of the Dead Mun mynd Snyders heita en hún verður byggð á sögu hans. Graðir plötusnúðar óskast Frosti Logason Segir keppnina vera fyrir plötusnúða úr öllum áttum, ekki bara rappi og danstónlist. Heiti heiti Ætli það leynist plötusnúður á landinu sem er jafn heitur og þessi. Dj Benni B-Ruff Formaður dómnefndar sem velur þann plötusnúð sem fær 150 þúsund króna úttekt úr HljóðX. !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á MIÐASALA Í BORGARBÍÓ Á SCHOOL FOR SCOUNDRELS kl. 5.45, 8 og 10.15 THE ILLUSIONIST kl. 5.45, 8 og 10.15 THE HITCHER kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA VENUS kl. 6 og 8 B.I. 12 ÁRA THE LAST KING OF SCOTLAND kl. 10 B.I. 16 ÁRA SCHOOL FOR SCOUNDRELS kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 SCHOOL FOR SC. SÝND Í LÚXUS kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 THE HITCHER kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA EPIC MOVIE kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 7 ÁRA THE NUMBER 23 kl. 8 og 10.15 B.I. 16 ÁRA NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5.40 THE HITCHER kl. 8 og 10.15 B.I. 16 ÁRA EPIC MOVIE kl. 6 og 10 * B.I. 7 ÁRA NORBIT kl. 6 HOT FUZZ MASTERCARD SÝNING kl. 8 * SÝÐASTA SÝNING FRÁ FRAMLEIÐENDUM TEXAS CHAINSAW MASSACRE OG THE AMITYVILLE HORROR MEÐ SOPHIA BUSH ÚR ONE TREE HILL OG SEAN BEAN (NATIONAL TREASURE & LORD OF THE RINGS). „FRÁBÆR LEIKUR OG EFTIRMINNILEG MYND!“ - B.S., FRÉTTABLAÐIÐ STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA 2 fyrir 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.