Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Blaðsíða 25
DV Sviðsljós fimmtudagur 29. mars 2007 25 Fyrirsætan Paris Hilton Hótelerfinginn og tískuspír- an Paris Hilton skellti sér á sýningarpallinn á dögun- um. Paris sem er vön að sitja á tískusýningum og berja módelin augum stóð sig vel og var aðalnúmerið á 2 B Free tískusýningunni á tískuviku í L.A. P.Diddy tekur Beckham hjón- in undir sinn verndarvæng Enn ein stórstjarnan í Hollywood hefur bæst í hóp þeirra sem segjast ætla að taka Beckham hjónin undir sinn verndarvæng þegar þau flytja til Bandaríkjanna næsta sumar. Það er enginn annar en rapparinn með mörgu nöfnin, P. Diddy sem er eins og er staddur á tónleikaferðalagi í Bretlandi. P. Diddy sagði nýlega að David Beckham væri svo merkilegur maður að það að hann væri að flytja til Bandaríkjanna væri jafnt merkilegt og ef Bítlarnir hefðu flutt þangað. Breski grínistinn og leikarinn Ricky Gervais mun leika aðalhlut- verkið í myndinni Ghost Town. Þetta hefur eflaust komið aðdáend- um kappans í opna skjöldu þar sem myndin er sögð vera rómantísk gamanmynd en Gervais hefur hafnað fjölmörgum kvikmyndatil- boðum frá Hollywood undanfarin ár. Myndin mun fjalla um tannlækni sem er leikinn af Gervais. Kauði lendir í slysi og týnir næstum lífinu. Eftir það getur hann séð og tal- að við anda framliðinna sem eiga eitthvað eftir ógert meðal hinna lifandi. Þetta hljómar ekki beint eins og rómantísk gamanmynd enda sagði Gervais í samtali við BBC að frekar en að vera sæt og til- finningarík væri myndin mun frekar kaldhæðin og brengluð. Gerv- ais tók það líka fram að mun meiri áhersla væri lögð á gamanið en rómantíkina í myndinni. David Koepp mun leikstýra myndinni en hann hefur meðal ann- ars skrifað handrit fyrir Jurassic Park og Spider-Man. Þá mun Greg Kinnear leika í myndinni en hann sló síðast í gegn í myndinni Little Miss Sunshine. Nicole Kidman ólétt Það er allt útlit fyrir því að Keith Urban hafi tekist það sem Tom Cruise tókst ekki en það er að gera Nicole Kidman ólétta. Ástralska leikkonan á fyrir tvö börn sem hún ættleiddi ásamt fyrrum eigin- manni sínum Tom Cruise. Nicole og núverandi eiginmaður hennar, Keith Urban hafa reynt að eignast barn síðan þau giftu sig í júní í fyrra og er leikkonan er sögð vera í skýjunum eftir að hún fékk fregnir af því að vera þunguð. Litríkar buxur Paris skartaði mörgum mismunandi múndering- um á sýningunni. Með göngu- Lagið á hreinu Paris þótti standa sig vel á sýning- arpallinum. Eigin fjölskylda verður helsta afrekið Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen segir að sitt helsta afrek verði þegar hún eignast sína eigin fjölskyldu. Gisele hefur lengi verið ein heit- asta fyrirsæta í heimi, en hún segir afrek í fyrirsætubransanum blikna í samanburði við fjölskyldulíf. Ný- lega var orðrómur á kreiki um að Gisele væri ólétt eftir eiginmann sinn Tom Brady en hún neitar því alfarið. „Ég er svo gamaldags, ég vil vera gift í smá tíma og segja síðan við eiginmann minn, eignumst barn,“ segir hin 26 ára Gisele, sem hlakkar til þess að verða móðir. ricky gervais fyrsta Hollywood-mynd kappans verður rómantísk gamanmynd með áherslu á gamanið. Gervais í rómantískri gamanmynd Breski grínistinn ricky gervais mun leika aðalhlutverkið í Hollywood-myndinni ghost town ásamt greg kinnear greg kinnear Leikur ásamt gervais í ghost town. Á frumsýningu myndarinnar grindhouse eftir tarantino og rodriguez Töffarar og fagrar meyjar Föngulegar Leikkonurnar í grindhouse- myndunum eru stórglæsilegar. Leikstjórarnir tarantino og rodrigez gera sína myndina hvor sem sameinast í grindhouse. bestur í boltanum Lifandi körfuboltagoð- sögnin Kobe Bryant mætti á frumsýninguna ásam kærustu sinni. Stórkallalegir gömlu brýnin, Kurt russel, tarantino, danny trejo og robert rodriguez skemmtu sér vel. brosmildar systur Leikkon- urnar og systurnar Electra og Elise avellan voru kátar. Þokkagyðjur Þær rose mcgowan og rosario dawson leika ein af aðalhlutverk- unum í myndunum. eli roth og leikkonan Zoe bell Íslandsvinurinn og góðvinur tarantinos lét sig ekki vanta. eitur svalir Quentin tarantino ásamt góðvini sínum rZa úr Wu- tang Clan og shavo Odadjian bassaleikara system of a down.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.