Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2007, Blaðsíða 32
„Við þurftum að vísa fjörutíu fjöl-
skyldum frá,“ segir Ásgerður Jóna
Flosadóttir, formaður Fjölskyldu-
hjálparinnar. Páskaúthlutunin fór
fram í gær og fengu 110 fjölskyldur
matar- og nauðsynjagjafir frá félag-
inu. Mjög margar þurfandi fjölskyld-
ur neyddust þó til þess að hverfa tóm-
hentar heim. Vikulega gefur félagið
eitt tonn af mat en í kringum jól og
páska eykst þörfin mikið og í gær gáfu
samtökin eitt og hálft tonn af mat.
„Það er alls konar fólk sem leitar
til okkar. Þetta eru öryrkjar og eldri
borgarar, einstæðir foreldrar, fólk án
atvinnu og fólk sem hefur lent í slys-
um og misst fótanna fjárhagslega.
Það kemur til okkar fólk alls staðar að
af landinu og við reynum að láta fólk
sem býr á landsbyggðinni fá aðeins
meira.“
Ásgerður Jóna segir félagið hafa
reynt að hafa matargjafirnar veg-
legri en venjulega í tilefni páska. „Við
keyptum bayon-skinku frá Norð-
lenska, mjólk og nýjan fisk frá Akra-
nesi. Mörg fyrirtæki aðstoða okkur
að auki með matargjöfum. Okkur er
gefin jógúrtvara frá Mjólkursamsöl-
unni, Ölgerðin styður okkur alltaf fyr-
ir jól og páska með því að gefa okkur
malt og appelsín. Við fáum nýtt brauð
frá Myllunni og flatkökur frá Ömmu-
bakstri. Karl Ólafsson kartöflubóndi
hefur gefið okkur kartöflur og Pap-
co gefið klósettpappír og eldhúsrúll-
ur. Þar að auki keyptum við mjög fínt
hátíðarkaffi frá O. Johnson & Kaa-
ber,“ segir Ásgerður. Hún segir þá sem
komust að í úthlutuninni í þetta sinn,
hafa fengið um það bil fimm poka af
matvælum og öðrum nauðsynjum.
Góa gaf Fjölskylduhjálpinni 48
páskaegg, sem dugðu þó alls ekki fyr-
ir alla. „Við reyndum að úthluta þeim
eins vel og við gátum. Ef fjölskylda
með þrjú börn kom til okkar, þá fékk
hún eitt páskaegg.“
Ásgerður Jóna telur þörfina fyrir
matarhjálp aukast á milli ára og bend-
ir á að biðröðin hafi náð langt út fyrir
húsið. „Öryrkjum er alltaf að fjölga og
eins og staðan er í dag, þá hefur þetta
fólk sama og ekkert á milli handanna.
Margt af þessu fólki var búið að bíða
eftir mat frá því það fékk síðast úthlut-
að hjá okkur og var auðvitað sársvekkt
að komst ekki að. Það eru margir sem
koma vikulega og stóla á okkur.“
Þeir sem ekki komust að í páskaút-
hlutuninni, fengu númer sem tryggja
þeim forgang í næstu úthlutun. Ás-
gerður Jóna bendir þó á að þetta fólki
fái afar lítið að borða næstu vikuna.
„Við höldum utan um fólk alveg upp
í sex mánuði,“ segir hún.
Nýjung er að bjóða skjólstæðing-
um að taka þátt í sjálfboðavinnu fé-
lagsins. „Nú erum við komin með sex
skjólstæðinga sem vinna með okk-
ur og það er alveg frábært. Þetta ger-
ir þeim virkilega gott, þeir verða virk-
ari félagslega, auk þess sem þetta er
hörkuvinna.“
Starfsmaður á vegum dóms-
málaráðuneytisins mun sjá um
vegabréfsáritanir inn á Schengen-
svæðið í sendiráði Íslands í Peking.
Málið var afgreitt á síðasta ríkis-
stjórnarfundi. Jörundur Valtýsson,
sendiráðunautur á skrifstofu ut-
anríkisráðherra, segir að um sé að
ræða tilraun sem standa eigi í tvö og
hálft ár.
„Þessi starfsmaður er á vegum
dómsmálaráðuneytisins, en mála-
flokkurinn heyrir undir það. Hann
mun sjá um að útbúa vegabréfs-
áritanir fyrir Íslands hönd. Þetta er
þjónusta sem danska sendiráðið í
Kína hefur hingað til sinnt fyrir Ís-
lands hönd,“ segir Valtýr. Hann seg-
ir að ábendingar hafi borist til ráðu-
neytisins um að hagræðing gæti
hlotist af þessu, í ljósi sífellt aukinna
viðskipta landanna á milli.
Utanríkisráðuneytið kemur til
með að bera þriggja milljóna króna
stofnkostnað, sem hlýst af breyt-
ingum á skrifstofuhúsnæði í sendi-
ráðinu í Peking. Kostnaður við
starfsmanninn nemur um átján
milljónum króna á ári, en dóms-
málaráðuneytið borgar þann reikn-
ing.
Útgjöld utanríkisráðuneytisins
hafa aukist um 75 prósent á kjör-
tímabilinu sem nú er að ljúka. Þetta
er hlutfallslega meiri aukning en hjá
hinum ráðuneytunum. Á síðasta ári
kostaði 2,5 milljarða að reka sendi-
ráð og aðalskrifstofur ráðuneytisins.
Heildarútgjöld ársins 2006, sam-
kvæmt fjárlögum, voru sjö og hálfur
milljarður. Nýverið var ákveðið að
opna ræðismannsskrifstofu Íslands
í Færeyjum. Það er fyrsta sendiskrif-
stofa erlends ríkis í Færeyjum.
Mest hafa þó útgjöld utanríkis-
ráðuneytisins aukist til þróunarað-
stoðar, en það er talið mikilvægt að
ríki sem býður sig fram til setu í ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna hafi
lagt sitt af mörkum til þróunarað-
stoðar. sigtryggur@dv.is
FIMMTUdagUr 29. Mars 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910
Fréttaskot
5 1 2 7 0 7 0
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur.
Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins.
Laugavegur 53b • 101 Reykjavík • 5 11 3350 • www.hereford.is
HerefordBorðapantanir í síma 511 3350
2 fyri
r 1 á
drykk
jum
hússi
ns 17
-19
Íslenska nautakjötið
klikkar ekki.
Notum eingöngu sérvalið
íslenskt nautakjöt á
Hereford steikhúsi
Átján milljónir. Hvað ætli
hann stimpli oft..
Hlutfall efnis, unnið af ritstjórnum, í dagblöðum þriðjudag-
inn 13. mars. Dregið hefur verið frá innsett efni, selt efni og
auglýsingar.
Efni blaðanna
d
v v
ið
sk
ip
ta
b
la
ð
ið
m
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Fr
ét
ta
b
la
ð
ið
80%
72%
66%
38%
Sló mann
með álstöng
Maður var, í Héraðsdómi
Reykjavíkur, dæmdur í sex mán-
aða fangelsi skilorðsbundnu til
þriggja ára fyrir stórhættulega
líkamsárás, en hann sló mann í
andlitið með álstöng á þjóðhá-
tíð í Vestmannaeyjum árið 2005.
Maðurinn var sýknaður af annari
líkamsárás sem hann var ákærð-
ur fyrir.
Tvær tennur brotnuðu og vör
skarst á þeim sem hann barði
með álstönginni og var maðurinn
dæmdur til þess að greiða fórnar-
lambi sínu tæpar fjögur hundr-
uð þúsund krónur í skaðabætur.
Maðurinn segist ekki muna eftir
árásinni. Hann hefur áður gerst
brotlegur við lög.
Vegabréfastimplari í Kína
40 SVÖNGUM FJÖLSKYLDUM
VÍSAÐ FRÁ MATARGJÖFUM
bryggjan
að gefa sig
Hálfrar aldar gömul bryggja í
Flatey á Breiðarfirði er að sligast
undan nýrri Baldursferju. Nú er
svo komið við að rekstaraðilar
flateyjarferjunnar Baldurs óttast
ástand bryggjunnar og hafa þurft
að sleppa því að leggja að bryggju.
Er talið brýnt að lagfæringar á
bryggjunni fari fram hið allra
fyrsta til að auka öryggi farþega
áður en ferðamannastraumur-
inn eykst verulega með sumr-
inu. Siglingastofnun ber ábyrgð á
framkvæmdinni og þar er stefnt á
viðgerð síðla sumars.
Fjölskylduhjálp Íslands veitti 110 þurfandi fjölskyldum aðstoð í páskaúthlutun:
valgeir Örn ragnarsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Starfsmaður bætist við sendiráðið í Kína fyrir átján milljónir:
Það var kátt í Höllinni Aðdáendur Cliff Richards voru ekki sviknir af framgöngu stjörnunnar á fjölum Laugardalshallar í gærkvöld. Gleðin
skein úr andlitum fólks og var ljóst að aðdáendurnir skemmtu sér vel.
lenti á
þjóðveginum
Flugmaður neyddist til að
lenda flugvél sinni, Super Decat-
hlon, á Eyjafjarðarbraut, skammt
frá Melgerðismelum, í gær. Hann
sá þann kost vænstan eftir að vél-
in drap á sér. Lendinging heppn-
aðist vel en loka þurfti veginum
um skeið.
Hundur bjargar
eiganda með
Heimlich
Bandarísk kona segist sannfærð
um að hundurinn Toby hafi bjargað
lífi sínu með Heimlich aðferðinni.
Epli stóð í konunni og náði hún ekki
að hósta því upp og lagðist því á
bakið og barði á bringu sér. Það bar
heldur engan árangur og þá greip
hundurinn inn í. Hann steig ofan á
brjóstkassa konunnar og hoppaði
þar sem óður væri með þeim afleið-
ingum að eplið losnaði og hún náði
andanum á ný. Hann sleikti svo and-
lit eiganda síns svo hún myndi ekki
missa meðvitund að hennar sögn.
Mega heimsækja
hermennina
Írönsk stjórnvöld ætla að veita
Bretum leyfi til að heimsækja her-
mennina fimmtán sem þeir hand-
tóku í síðustu viku. Einu konunni
í hópnum verður sleppt úr haldi.
Utanríkisráðherra landsins segir að
hinum föngunum verði ekki sleppt
fyrr en Bretar viðurkenni það einnig.
Því neitar breska ríkisstjórnin stað-
fastlega.
páskaúthlutun Miklu færri fengu
aðstoð en vildu. Ásgerður Jóna
Flosadóttir segir marga stóa á matar-
hjálpina.