Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 2
þriðjudagur 10. apríl 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „Við getum ekki annað en tekið þessu persónulega en ég hafna því algjör- lega að ég eigi í persónulegum erjum við séra Hjört Magna. Það er of langt gengið hvernig hann hagar málflutn- ingi sínum,“ segir Magnús Björnsson, prestur í Digraneskirkju. Hann og sjö aðrir prestar innan þjóðkirkjunn- ar hafa ákært Hjört Magna Jóhanns- son, prest Fríkirkjunnar í Reykjavík, til siðanefndar prestafélagsins vegna ummæla hans um þjóðkirkjuna og biskup hennar. Prestarnir eru ósáttir við ummæli Hjartar Magna um Þjóðkirkjuna í fréttaskýringaþættinum Kompási um miðjan febrúar. Í ákærunni er talað um tæpitungulaus viðhorf Hjartar um stöðu trúfélaga og þá sérstaklega skoðun hans á Þjóðkirkjunni. Þar tal- ar Hjörtur Magni meðal annars um að ríkisfyrirkomulagið sem við búum við sé búið að missa allan trúverðuleika. Fyrirkomulagið í dag segir hann ekki kristilegt heldur byggi það á forræð- ishyggju sem sé tímaskekkja. Þá seg- ir hann að hver sú trúarstofnun sem telur sig hafa höndlað sannleikann verði stórhættuleg ef ekki djöfulleg. Stofnunin eigi að breytast því það sé guð einn sem sé óbreytnalegur og ef hún geri það ekki og láti fólk dýrka sig í stað Guðs sé fyrsta boðorðið brotið. Þá eru líka kærð ummæli Hjart- ar í fjórum predikunum. Þar á með- al er predikun þar sem Hjörtur Magni gagnrýnir að samkynhneigðir fái ekki hlutdeild í hjónabandinu. Biskup segi þann hóp vanhelga hjónabandið þar sem hann stundi ekki kynlíf í réttum tilgangi og leggur Hjörtur til, að því er virðist á léttum nótum, að sett verði á laggirnar eftirlitssveit sem gangi úr skugga um að hjón stundi örugglega kynlíf í réttum tilgangi og hugsi rétt á meðan á því standi. „Við erum orðin fullsödd af þess- um ítrekuðu fullyrðingum sem stand- ast ekkert,“ segir Magnús. Þjónaði í Fríkirkjunni Magnús Björnsson þjónaði í af- leysingum í Fríkirkjunni í Reykjavík í fimm mánuði og sótti um starfið sem Hjörtur Magni síðan fékk. „Ég var á þessum tíma að leita mér að starfi og fannst gott að starfa í Fríkirkj- unni sem er frábær söfnuður,“ seg- ir Magnús. Hann er ekki sá eini af þeim átta sem kvitta undir kæruna sem starfað hefur fyrir Fríkirkjuna heldur einnig Bryndís Malla Elídótt- ir. Magnús segir ekki annað hægt, fyrir presta Þjóðkirkjunnar, en að taka ummæli Hjartar Magna til sín því gangrýnin á kirkjuna falli líka á presta hennar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir Magnús og Hjörtur Magni eru ósammála því fyrir nokkru síðan deildu þeir í fjölmiðlum um ferming- arfræðslu fríkirkjubarns innan þjóð- krikjunnar. „Ég vísaði einni konu á að tala við sóknarprestinn í Kárs- neskirkju um fermingarfræðslu fyrir barnið sitt, því þau bjuggu í því presta- kalli. Því fannst Hirti Magna eðlilegt að slá upp,“ segir Magnús. Í Digranes- kirkju er það samt svo að fermingar- börn þurfa að vera í þjóðkirkjunni til að fermast í sókninni og fá fermingar- fræðslu. „Magnús er ríkisstarfsmaður og samkvæmt sinni köllun og siðregl- um prestafélagsins er hann skyldug- ur að þjóna öllum sem til hans leita,“ segir Hjörtur Magni. „Það var alltaf gott samstarf á milli Fríkirkjunnar og Þjóðkirkjunnar eða þar til Hjörtur Magni kom til starfa. Það er sérkennilegt að síðan þá hef- ur verið stöðug úlfúð í garð þjóðkirkj- unnar,“ segir Magnús. Draga athyglina frá meginefninu Hjörtur Magni segist standa fylli- lega við öll ummæli sín. Hann hafi verið að gagnrýna stofnunarumgjörð og þá hróplegu mismunun sem er á milli trúfélaga hér á landi þar sem þjóðkrikjan fái tvo milljarða króna umfram sinn lýðræðislega hlut. „En þessir menn vilja snúa þessu upp í einhver persónuleiðindi og eru stór- lega móðgaðir fyrir það að ég skuli gagnrýna stofnunina. Ég held að þetta sé leið til þess að forðast að horfa á megininntak málflutnings míns. Leiða athyglina frá meginefninu eins og Þjóðkirkjan hefur áður gert í stór- um málum,“ segir Hjörtur Magni. Hjörtur bendir á að líka séu kærð ummæli hans um málefni samkyn- hneigðra í predikunarstól. Þar seg- ist Hjörtur ekki tala óvarlega heldur sé hvert einasta orð ígrundað. „Það er athyglisvert að þjóðkirkjuprestar kæri að fjallað sé um málefni sam- kynhneigðra í predikunarstól í ev- angelískri kirkju. Ég er hræddur um að þeir sem skrifa undir kæruna séu mikið bókstafstrúarfólk,“ segir Hjört- ur Magni. HjörDís rut sigurjónsDóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Átta prestar hafa kært Hjört Magna jóhannsson Fríkirkjuprest í Reykjavík til siða- nefndar Prestafélags Íslands fyrir ummæli hans um þjóðkirkjuna. Tveir prestanna hafa áður starfað í afleysingum við Fríkirkjuna í Reykjavík. Hjörtur Magni segist standa við öll sín ummæli og telur þá sem kæra mikið bókstafstrúarfólk. Magnús vildi verða Fríkirkjuprestur „Það var alltaf gott samstarf á milli Fríkirkjunnar og Þjóðkirkjunnar eða þar til Hjörtur Magni kom til starfa.“ Magnús Björnsson prestur í Digraneskirkju Magnús segir prestana átta fullsadda af ítrekuðum fullyrðingum Hjartar Magna sem ekki eigi við rök að styðjast. Hjörtur Magni jóhannsson prestur í Fríkirkjunni í reykjavík Hjörtur Magni bendir á að ummæli hans um samkyn- hneigða í predikunarstól séu meðal ákæruefna. Fjöldi manns í Hallgrímskirkju „Við erum mjög ánægð með kirkjusókn um hátíðarnar,“ segir séra Jón Dalbú Hróbjartsson, prestur í Hallgrímskirkju. Á föstudaginn langa bauð kirkjan upp á upplestur passíu- sálma í fimm klukkustundir og komu að sögn séra Jóns um 1100 manns til að hlusta. Síðar um kvöldið var frumflutt verk eftir Sigurð Sævarsson, Hallgríms- spassía, sem er byggð á passíu- sálmum Hallgríms Péturssonar og hlýddu um fimm hundruð manns á. Alls komu á þriðja þús- und manns í Hallgrímskirkju yfir hátíðarnar og sagðist séra Jón vera sérlega ánægður með þann fjölda í ljósi þess hve margir séu farnir að njóta frísins utan höf- uðborgarinnar. Fjórir á ofsahraða Fjórir ökumenn voru teknir í fyrrinótt fyrir of hraðan akstur á Reykjanes- brautinni. Allir ökumennirn- ir voru ungir að árum og sá sem hraðast ók mældist á 145 kílómetra hraða. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu. Lögreglan á Suðurnesjum þurfti einnig að hafa afskipti af tíu ökumönn- um mótorhjóla og einum ökumanni bifreiðar sem allir voru kærðir fyrir akstur utan vega þar sem þeir óku um Sandvík á Reykjarnesi. eimskip í svikamyllu Eimskip hefur varað við- skiptavini sína og starfsmenn við svikapósti sem gengið hefur á milli þeirra undanfarið. Póst- urinn er merktur fyrirtækinu og er einnig á nafni Yong Lee sem þykist vera starfsmaður fyrir- tækisins. Í póstinu er fólki boðið starf og himinhá laun. Í kjölfar- ið er þess krafist að fólk gefi upp helstu upplýsingar um sig sjálft og að lokum er beðið um banka- númer. Slíkir póstar eru alls ekki óalgengir. Ólöglegar veiðar Varðskip Landhelgisgæsl- unnar stóð lítinn handfæra- bát að verki við meintar ólöglegar veiðar inni á frið- unarsvæði í Faxaflóa í gær. Löggæslumenn frá varð- skipinu fóru um borð í bát- inn og athuguðu skipsskjöl og afla og tóku skýrslu af skipstjóranum. Í framhaldi þurfti skipstjórinn að halda til hafnar í Reykjavík þar sem lögregla höfuðborgarsvæðis- ins tók á móti honum. Hann á von á kæru frá Landhelgis- gæslunni vegna veiðanna. Á þriðja hundrað fjölskyldur leituðu til Fjölskylduhjálpar Íslands fyrir páskáhátíðina: Gátu ekki gefið öllum páskaegg „Við gátum hjálpað öllum þeim sem til okkar leituðu. Því miður þurft- um við að velja vel hverjir fengu egg og þær fjölskyldur sem fengu afhent fengu aðeins eitt. Við náðum bara að gefa fyrstu fjölskyldunum páska- egg því við fengum ekki nóg,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. 250 fjölskyldur leituðu til Fjöl- skylduhjálpar Íslands fyrir páskahá- tíðina og fengu afhentar matargjaf- ir. Fjörutíu fjölskyldum var vísað frá í fyrstu umferð en á endanum náðist að afgreiða alla. Helst skorti páskaegg því innan við fimmtungur þess sem þörf var fyrir fékkst gefins. Það er ein- göngu sælgætisgerðin Góa sem hefur styrkt Fjölskylduhjálpina og að þessu sinni með fjörtíu og átta páskaeggj- um. Aðrar sælgætisgerðir hafa ekki gefið páskaegg. Aðspurð segir Ásgerð- ur Jóna það hafa verið miður að geta ekki gefið öllum páskaegg. Í sumum tilvikum fengu fjölskyldur með mörg börn eitt egg og sumar barnafjölskyld- ur fengu ekkert. „Okkur var bara gefið ákveðið magn af páskaeggjum. Þörfin var langt umfram það sem við náð- um að anna því það sem við áttum var aðeins brotabrot af því sem vant- aði. Við höfum beðið Nóa og Síríus en þeir harðneituðu. Við erum bara mjög ánægð hversu vel gekk hjá okkur í ár og erum mjög þakklát Helga í Góu fyrir páskaeggin undanfarin ár,“ segir Ásgerður Jóna. Ingibjörg Þórðardótt- ir, fjögurra barna móðir, er ein þeirra sem þáði aðstoð Fjölskylduhjálpar Ís- lands fyrir páskana. Hún segir þetta í fyrsta sinn sem hún hafi þurft á aðstoð að halda. „Ég er mjög þakklát fyrir allt sem við fengum. Þessi matargjöf gerði páskana skemmtilegri fyrir okkur og bjargaði þessu alveg. Því miður fyr- ir krakkana fengum við engin páska- egg og það þótti þeim leiðinlegt,“ segir Ingibjörg. trausti@dv.is Fjölskylduhjálpin í Kolaporti Meðlimir Fjölskylduhjálparinnar hafa selt hluti í Kolaportinu til að fjármagna starfsemi sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.