Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 11
DV Sport þriðjudagur 10. apríl 2007 11 Sport þriðjudagur 10. apríl 2007 sport@dv.is Ensku liðin verða að skora Njarðvík tók forustu í eiNvígiNu um íslaNdsmeistaratitiliNN í körfubolta með því að leggja kr að velli 99-78. bls. 14-15 Fengu ferð á NBA leik Stjarnan endaði í fimmta sæti í 1. deild karla í körfubolta og urðu síðasta liðið sem komust í úrslita- keppnina í fyrstu deild. Þeir unnu Breiðablik 2-1 í fyrstu umferð og mættu Valsmönnum um laust sæti hvort liðið fylgdi Þór frá Akureyri upp í Iceland Express deild karla. Eftir tap í fyrsta leiknum unnu Garðbæingar tvo leiki í röð og komust aftur meðal þeirra bestu eftir fimm ára fjarveru. Aðalstjórn Stjörnunar ákvað fyrir nokkru að verðlauna liðið kæmist það upp í deild þeirra bestu. Gunnar Sigurðs- son formaður körfuboltadeildar Stjörnunar viðurkennir að loforð stjórnarinnar hafi kveikt neista sem varð að stóru báli. „ Það er reyndar óráðið hvenær við förum og hvert, þetta var bara þannig að aðalstjórninn bauð liðinu að fara með þá á NBA leik ef liðið myndi klára dæmið og fara upp. Það er verið vinna í því að finna sæmilegan leik og góða tímasetn- ingu sem henntar öllu liðinu.“ Ekki eru margir leikir eftir af NBA tíma- bilinu en mjög erfitt er að fá miða á úrslitakeppnina sem hefst innan skamms. „Það er spurning hvort við förum á leik í úrslitakeppninni eða lokaleikina í deildinni, það er svo erfitt að fá miða í úrslitakeppninna. Ég veit ekki betur en að allir leik- menn fari, það er allir mjög spennt- ir. Stefnan var að komast upp og vera meðal þeirra bestu og stjórnin ákváð að setja smá spennu í þetta.“ Stjarnan var síðast í efstu deild árið 2002. Liðið stoppaði stutt við og tapaði öllum leikjum sínum. Gunnar býst við að Stjarnan leiti að nýjum mönnum en alltof snemmt sé að velta sér upp úr þeim vanga- veltum. „Það þarf nú örugglega að styrkja liðið eithvað en það er ekk- ert komið á það stig. Við ætlum bara að klára þessa NBA ferð, fagna og njóta þess að vera til. Það er tölu- verður styrkleikarmunur á þesum deildum og eflaust bætast einhverj- ir menn í hópinn til þess að styrkja liðið frekar.“ benni@dv.is Allt um leiki næturinnar í NBA NBA Njarðvík 1 kr 0 Lakers Hugsanlega fá leikmenn Stjörnunar í körfubolta að berja leikmenn lakers augum von bráðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.