Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 7
Áróðursstríð í uppsiglingu Á sama tíma og sumir sjóliðanna nýta sér fengið leyfi og selja frásögn sína halda félagar þeirra að sér hönd- um. Sumir þeirra eru jafnvel gagn- rýnir á ákvörðun félaga sinna og Fel- ix Carman lautinant finnst ógeðfellt að þeir selji frásagnir sínar. Einnig hafa ættingjar hermanna sem týnt hafa lífi í Írak gagnrýnt ákvörðunina. „Ef þú ert hluti af hernum, þá er það skylda þín að þjóna ættjörð þinni. Þú ættir að gera skyldu þína og ekki vænta greiðslu fyrir að selja sögur,“ sagði Sally Veck. Nítján ára dóttir hennar týndi lífi sínu í Írak. Heseltine lávarður krefst nú ítar- legrar rannsóknar á leyfinu og Des Brown varnamálaráðherra Bretlands hefur afturkallað það. En eftir standa viðtöl sem þegar hafa verið veitt. Hvað er satt og hvað er logið? Á sama hátt og bresk yfirvöld höfnuðu full- yrðingum Írana í upphafi deilunn- ar, segja Íranar frásagnir bresku sjó- liðanna nú rakalausan þvætting. Við spyrjum að leikslokum. DV Fréttir þriðjudagur 10. apríl 2007 8 Meðlimir tyrknesku pönkhljóm- sveitarinnar Deli og umboðsmaður þeirra eiga á hættu að vera dæmdir í allt að átján mánaða fangelsi. Saka- refnið er texti við eitt laga hljómsveit- arinnar þar sem umdeildum inntöku- prófum í þarlenda háskóla er mælt í mót. Þetta kunnu skriffinnar í tyrk- nesku stjórnsýslunni illa við og hafa fengið úrskurð saksóknara í Ank- ara um að textinn brjóti gegn lögum landsins. Réttarhöld hefjast 2. maí sam- kvæmt frétt breska blaðsins The Guar- dian. Texti lagsins var saminn fyrir sjö árum síðan og segist söngvari hljóm- sveitarinnar ekki trúa því að hann verði dæmdur fyrir kveðskapinn sem hann líti á sem hefðbundið bernsku- brek uppreisnarfulls unglings. Viðkvæmir fyrir gagnrýni Fyrir tveimur árum fór forsæt- isráðherra Tyrkja í mál við skop- myndateiknara sem líkti honum við kött. Hafði hann sigur og voru dæmdar rúmar tíu milljónir króna í bætur. Samkvæmt frétt breska blaðsins er það mál lýsandi fyrir það litla umburðarlyndi fyrir gagnrýni sem ríkir í landinu. Í síðasta mánuði fór svo tyrkneskur dómari fram á að lokað yrði fyrir aðgang landsmanna að vefsíðunni YouTube. Sú vefsíða er einmitt ástæðan fyrir því að þetta gamla pönklag skítur upp kollinum á nýjan leik. Myndbandi við lagið var hlaðið þar inn daginn áður en þessi umdeildu inntökupróf fóru fram síðasta sumar. Naut það mjög mikilla vinsælda, hljómsveitarmeð- limunum og tyrkneskum kerfiskörl- um til mikillar mæðu. Istanbúl í Tyrklandi Meðlimir tyrkneskar pönkhljómsveitar kærðir fyrir sjö ára gamalt lag. Meðlimir tyrkneskrar pönkhljómsveitar eiga yfir höfði sér 18 mánaða fangelsi: KÆRÐIR FYRIR LAG UM INNTÖKUPRÓF Ensk sveit Eigendur margra sveitajarða skrá ekki eignir sínar Engin gögn eru til um eigendur nærri helmings allra jarða í Eng- landi og Wales. Stjórnvöld hyggj- ast bæta úr þessu og hrinda af stað veigamesta landskráningarátaki Bretlands í nærri þúsund ár til að fá heildarsýn yfir hverjir eigi jarð- ir landsins. Upplýsingar um eign- arhald á sveitajörðum eru af mun skornari skammti en um eigend- ur borgarlands samkvæmt frétt blaðsins The Independent í gær. Til að átakið skili tilætluðum ár- angri verða elstu fjölskyldur lands- ins að veita upplýsingar um eignir sínar í fyrsta skipti í hundruð ára. Konungsfjölskyldan, sem er meðal stærstu landeigenda, hefur heitið því að vinna með stjórnvöldum að þessu máli og það sama gildir um tvær af elstu ættum landsins. Viðkvæmar upplýsingar Ástæðunar fyrir því að margir jarðeigendur skrá ekki eignir sín- ar eru mismunandi. Sumir ótt- ast að með skráningunni gefi þeir öðrum fjölskyldumeðlimum færi á að gera tilkall til jarðarinnar. Aðr- ir vilja í lengstu löð komast hjá því að til verði opinber gögn um eign- ir þeirra. Eigendur verða nefnilega að veita fullkomnar upplýsingar um allar fjárhagslegar skuldbind- ingar sem á jörðunum hvíla, þær tekjur sem þeir hafa af þeim og svo framvegis. Þessi gögn geta haft já- kvæð eða neikvæð áhrif á verðmæti eignanna samkvæmt frétt blaðsins. Ávinningur landeigenda af skrán- ingu er hins vegar sá að jörðin verð- ur lögvernduð eign þeirra. HVER Á BRETLAND? Bresk stjórnvöld vilja að jarðeigendur skrásetji eignir sínar: Börn ódýrari en buffalóar Það er ódýrara að kaupa barn en buff- alóa á Indlandi. Þetta er haft eftir bar- áttumanni barnaverndunarsamtaka í landinu í breska blaðinu The Times. Samkvæmt fréttinni kostar buffalói sem samsvarar rúmum tuttugu þús- und íslenskum króna á meðan verð á börnum fer allt niður í þúsund krónur. Flest barnanna koma frá Nepal eða Bangladesh og enda mörg í vinnu í vændishúsum. Barnaverndunarsam- tök krefjast harðari aðgerða frá ind- verskum stjórnvöldum til að ráða bót á vandanum. Hækkar um 160 prósent Símakostnaður sjúklinga í Bretlandi mun hækka um hundrað og sextíu prósent á næstu misserum. Einkafyrirtæki sem rekur síma-, int- ernet- og sjónvarpsþjónustu fyrir sjúklinga segir þessar miklu verð- skrárhækkanir óumflýjanlegar eigi fyrirtækið að vera rekið með hagnaði. Talsmaður þess bendir á að sjónvarps- þjónustan, sem flestir sjúklingar nýti sér muni hins vegar lækka. Samkvæmt frétt BBC líta stjórnvöld á þessa þjón- ustu sem munað sem sjúklingar verði sjálfir að borga fyrir. Danir drepa í Reykinganámskeið í Danmörku eru flest uppbókuð þessa dagana. Yfirvof- andi reykingabann á dönskum vinnu- stöðum er helsta ástæðan samkvæmt fréttavef Politiken í gær. Bannið gengur í gildi þann 15. ágúst og sjá margir Danir fram á að geta ekki lengur reykt innandyra í vinnunni og reyna því að komast yfir tóbaksfíknina með hjálp sérfræðinga. Tæpur helmingur sveit- arfélaga í Danmörku býður upp á frí reykinganámskeið. Fjöldi reyklausra heimila í landinu fer einnig fjölgandi og þá aðallega þar sem börn búa. SJÓLIÐASÖGUR VALDA DEILUM Grét í klefa sínum Hinn tvítugi arthur Batchelor lýsti því í daily Mirror hvernig hann grét eins og barn í klefa sínum. Komnir til Bretlands Sjóliðarnir voru vart komnir til Bretlands þegar þeir komu fram á blaðamannafundi. þar drógu þeir til baka margt sem þeir höfðu sagt í írönskum fjölmiðlum. Í R A N © GRAPHIC NEWS Staðsetning Bretanna Breska varnarmálaráðuneytið hefur sent frá sér upplýsingar um hvar skip bresku sjóliðanna voru þegar Íranski byltingarvörðurinn handtók þá og fyrir að vera innan íranskrar lögsögu. Heimild: Breska varnarmálaráðun. Shatt al Arab skipaskurður Í R A K Al Faw Írönsk lögsaga Írösk lögsaga Kúveisk lögsaga 8 sjómílur 15km 1. Skip sjóliðanna: 1,7 sjómílur innan íraskrar lögsögu 2. Fyrsta staða sem Íranar gáfu upp 3. Önnur staða sem Íranar gáfu upp HMS Cornwall 1 2 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.