Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 10
Menning þriðjudagur 10. apríl 200710 Menning DV Málstofa um börnin og kerfið Þriðja málstofa í þriggja funda málstofuröð verður mið- vikudaginn 11. apríl í Árnagarði stofu 301, kl. 12.20-13.15. Yfirskriftin er Börn kerfis- ins; hvernig efla megi mennt- un og fagmennsku í umönn- un barna til framtíðar, hvað má gera betur í forvarnar- og fræðslumálum foreldra og fagfólks og aðkomu sveitarfé- laga að mennntun og umönn- un barna. Einnig verður fjallað um uppeldismenntun í skól- um, menntun, fagmennsku og launakjör uppeldisstétta. Fund- arstjóri er Guðný Guðbjörns- dóttir, skorarformaður. Ófrumlegur frumleiki Jafnvel í heimi bókmennta og lista getur enginn sem reynir að ómaka sig við að vera frumlegur verið frumlegur. Ef þú aftur á móti reynir einfaldlega að segja sannleikann (og lætur þér standa á sama hversu oft hefur verið fjallað um sama efni) tekst þér í níu tilfellum af tíu að vera frumlegur án þess að taka eftir því sjálfur. C.S.Lewis (1989-1931). Handverk bókmenntir Errósafnið- Gleymd fortíð Nú fer hver að verða síðast- ur að skoða sýningu á vatnslita- myndum Errós í Lista- safni Íslands, en sýning- unni lýkur 15. apríl. Myndirnar eru málaðar á árunum 1981- 2005 og eru, líkt og málverk Errós, byggðar á klippimyndum sem listamaðurinn vinnur upp úr hinum ýmsu prentmiðlum samtímans, aðallega mynda- sögum. Uppistaða sýningarinn- ar kemur frá sýningu sem hald- in var í Galerie Lous Carré & Cie í París en einnig eru nokk- ur verkanna í eigu Listasafns Reykjavíkur. Viltu vinna fimmtíu þúsund? Samkeppni um nafn á menningarhúsið á Stokkseyri er í fullum gangi. Húsið hefur gengið undir ýmsum nöfnum: Hólmastrandarhúsið, menn- ingarhúsið, lista- og menn- ingarhúsið, frystihúsið o.fl. Nú finnst þeim sem í húsinu starfa tímabært að finna eitt ákveðið nafn á húsið og verður það merkt nafninu. Margþætt starfsemi er í húsinu, nokk- ur listagallerí, Draugasetrið, orgelsmíðaverkstæði, Lista- og menningarstöðin, álfa-, trölla- og norðurljósasafnið og fisk- vinnslufyrirtækið Krossfiskur. Tillögur skal senda á menn- ingarsalir@gmail.com fyrir 15. apríl. Verði fleiri en einn aðili með vinningsnafnið verður dregið á milli þeirra. Sérfræðingar Þjóðminjasafnsins ausa úr viskubrunnum sínum: Snikkaraverk fyrri alda Hádegisleiðsagnir sérfræðinga í Þjóðminjasafninu njóta mikilla vinsælda og í dag, kl. 12.10, mun Arndís S. Árnadóttir listsagnfræð- ingur ausa úr visku- brunni sínum þar sem hún þræðir slóð timbursmíða og handverks og les með gestum í nokkra nytjahluti á biskupstólum, höfðingjasetrum og í lágreistum húsakosti þorra fólks á Íslandi. Frá fyrstu tíð þótti það hið veglegasta starf að vera smiður og að smíða, skapa og gera hluti merkti oft hið sama. Víða um land bjó listfengt fólk sem smíð- aði nytjahluti úr járni, kopar, silfri, beini, horni og tré. ,,Þeir smíða alls konar búsgögn, sem vel eru nothæf, þótt eigi séu þau jafnsnot- urlega gerð og af lærðum hand- verksmönnum“, segir í Ferðabók Eggerts og Bjarna frá 18. öld. Í Þjóðminjasafninu eru varðveitt- ir lausir húsmunir eins og kistur, bekkir og sæti. Í þeim birtast ýmis fagurfræðileg einkenni sem gefa til kynna tengsl við útlönd og fyr- irmyndir eru sóttar í tíðaranda og stíl sem ríkir í nágrannalöndun- um. Kistur skipuðu lengi mikil- vægan sess á íslenskum heimilum en þær viku smátt og smátt fyrir fjölbreyttari gerðum húsgagna í kjöllfar þéttbýlismyndunar. Arn- dís S. Árnadóttir er listsagnfæð- ingur og starfar á miðlunarsviði Þjóðminjasafns Íslands auk þess að stunda doktorsnám í sagn- fræði. Rannsóknarefni hennar tengist sögu húsgagna og híbýla- hátta á Íslandi frá iðnbyltingu til samtímans. Í bráðum 30 ár hefur Sigrún Eld- járn skrifað og myndskreytt bækur fyrir börn og ungmenni. Frá því hún skrifaði sína fyrstu bók árið 1980 hefur hún sent frá sér á fjórða tug barnabóka. Hún hefur þar að auki myndskreytt bækur annarra barnabókahöfunda, eins og Guð- rúnar Helgadóttur og Þórarins Eldjárns. Sigrún hlaut á alþjóðleg- um degi barnabókarinnar þann 2. apríl, Sögusteininn, barnabóka- verðlaun IBBY-samtakanna á Ís- landi og Glitnis. Þau voru þá veitt í fyrsta skipti, en markmið þeirra er að heiðra rithöfund, myndlistar- mann eða þýðanda sem með höf- undaverki sínu þykir hafa auðgað íslenskar barnabókmenntir. Það er því vel við hæfi að rithöfundur, sem jafnframt er myndlistarmað- ur, hljóti verðlaunin. Í umsögn valnefndar segir meðal annars: „Framlag Sigrúnar til íslenskra barnabókmennta liggur jafnt í hennar eigin textum og myndlýs- ingum við þá, sem og myndlýs- ingum við texta annarra höfunda. Bækur hennar, sem nálgast bráð- um fjórða tuginn, um brjálaða vís- indamenn, geimeðluegg og geðilla kirkjuverði, skilja eftir sig lifandi myndir sem börn kalla auðveld- lega fram í huganum.“ Ennþá barn „Ætli ég hafi ekki bara hald- ið áfram að vera barn sjálf - þótt ég sé orðin fullorðin,“ segir Sigrún þegar blaðamaður spyr hana hvað heilli hana svo mjög við barnabók- menntir. „Annars reyni ég nú bara að búa til skemmtilegar sögur og þá helst sögur sem bæði börnum og fullorðnum þykja skemmtileg- ar. Eiginlega skrifa ég bara það sem mér dettur í hug,“ segir hún. Draugasúpa, Drekastappa og Geimeðluegg Bækur Sigrúnar einkennast oftar en ekki af býsna ótrúleg- um aðstæðum, sem börn lenda í, eins og bókatitlar hennar gefa til kynna. Draugasúpan, Drekastapp- an, Geimeðlueggin, Málfríður og tölvuskrímslið, Teitur tímaflakk- ari og svo margir fleiri titlar gefa til kynna þann undarlega og óvenju- lega heim sem bækur Sigrúnar geyma. Enda segist Sigrún ekki vera mikið að eltast við raunsæi í sögunum sínum, heldur sé mark- miðið fyrst og fremst að hafa þær skemmtilegar. Annað einkenni á sögum Sigrúnar er að gamalt fólk og krakkar eiga þar gjarnan sam- leið og eru þá jafnvel bestu vinir. „Mér finnst gaman að láta gamla fólkið sprella svolítið. Sem er erf- iðara að láta foreldrakynslóðina gera, því foreldrar þurfa að vera svo ábyrgðarfullir,“ segir hún. Rétt að byrja Sigrún segir mikla uppörvun og gleði fylgja verðlaunum sem þess- um og verðlaunaféð kemur sér vel fyrir rithöfund sem helgar sig barnabókaskrifum. „Það er svosem ekkert mjög auðvelt að verða ríkur af því að skrifa barnabækur á Íslandi,“ seg- ir Sigrún. Hún segist þó enn eiga eftir að skrifa fullt af sögum. „Jájá, ég er með ýmsar hugmyndir sem ég á eftir að útfæra, þannig að ég er ekkert að hætta. Ég er rétt að byrja“. Sigrún Eldjárn hlaut nýverið barnabókaverðlaunin Sögusteininn fyrir framlag sitt til barnabókmennta. Hún segir markmið sitt fyrst og fremst vera að skrifa skemmtilegar sögur. „Það er svosem ekk- ert mjög auðvelt að verða ríkur af því að skrifa barnabækur á Íslandi,“ Litríkar persónur Kuggur er ein af fjölmörgum sögupersónum Sigrúnar. Hann er gjarn á að lenda í undarlegum ævintýrum. „Skrifa bara það Sem mér dettur í hug“ Sigrún Eldjárn Fyrsti handhafi „Sögusteins- ins,“ barnabókaverðlauna iBBY og glitnis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.