Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 25
DV Sviðsljós þriðjudagur 10. apríl 2007 25 Björk Guðmundsdóttir hélt tónleika fyrir troð- fullu húsi í Laugardalshöllinni í gærkvöldi en tón- leikarnir voru þeir fyrstu í heimstónleikaferðalagi söngkonunnar til kynningar á nýjustu plötu henn- ar, Volta. Þetta voru fyrstu tónleikar hennar hér á landi í sex ár og var stemmningin í höllinni frábær . Fólk á öllum aldri og alls staðr að úr heiminum var mætt til að hlýða á Björk sem var stórglæsileg að vanda uppáskveruð í gylltum samfesting með vængjum. Með Björk á sviðinu var blástursleikara- hópur sem samanstóð af tíu glæsilgeum stúlkum ásamt Mark Bell og Damien Taylor sem sáu um raftæknina og Chris Corsano sem sló á trommur. Auk þess birtist söngvarinn Anthony úr Anthony And The Jonhsons í einu laginu og söng ástar- dúett með Björk. Að loknum tónleikum Bjarkar mættu dúllulegu nördarnir í Hot Chip á sviðið og skemmtu tónleikagestum sem dilluðu sér í takt við hressandi tónlist hljómsveitarinnar sem sveik engann og voru flottir á sviðinu. Kormákur Geirharðs og Helgi Björns Voru manna hressastir í andyrinu. Aldís Snorradóttir og Margrét Theódóra létu sig ekki vanta. Valdís og Salóme Þorkellsdætur Valdís er í stúlknasveitinni sem leikur með Björk. Í góðra vina hópi Kristján arason og þorgerður Katrín bíða spennt eftir frumfluttningi Volta. Hera, Páll Óskar og Monika gæddu sér á veitingum fyrir tónleikana. Hot Chip Spiluðu á eftir Björk. Gotti, Edda og Árni Pétur ræddu nýstárlegu armani buxurnar hans Árna. Heimsfrumflutningur á V l a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.