Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 14
Í kvöld og annað kvöld ræðst hvaða fjögur lið munu leika í undanúr-slitum Meistaradeildar Evrópu en þá fara fram síðari viðureignirnar í átta liða úrslitum. Tveir leikir verða í kvöld og búast má við mikilli spennu. Valencia og Chelsea eigast við á Spáni en fyrri viðureignin endaði með 1-1 jafntefli á Stamford Bridge. Valencia er því í fínum málum með mark á útivelli en reikna má með að Englandsmeistar- arnir mæti dýrvitlausir til leiks. Manchester United tek- ur á móti Roma á Old Trafford en fyrri leikurinn á Ítalíu end- aði 2-1. Þar sem United náði marki á útivelli þá dugar liðinu að vinna 1-0 á heimavelli til að komast áfram. Chelsea kemur af krafti Jose Mourinho, hinn lit- ríki knattspyrnustjóri Chelsea, hefur lofað því að hans menn muni koma af krafti í leikinn á Mestalla vellinum. Hann ætl- ar að sýna Spánverjunum að hans lið líti ekki svo á að þeir eigi eitthvað minni mögu- leika en Valencia á að komast áfram. Það er í leikjum sem þessum sem Mourinho hefur oft á tíðum sýnt taktíska og sál- fræðilega snilli sína sem knatt- spyrnustjóri. Mourinho hefur sagt að hann líti svo á að hans lið sé alls ekki í verri stöðu en Valencia fyrir þennan leik. „Mér finnst möguleikar okkar alls ekkert minni en þeirra. Strax eft- ir fimm mínútur munu þeir sjá að við erum ekki minni máttar í þess- ari viðureign. Valencia á magnaða stuðningsmenn sem eiga eftir að láta vel í sér heyra en þeir munu sjá leik sem verður opinn frá upphafi til enda,“ sagði Mourino. „Ég sá viðureign Valencia og Inter og þar var Valencia í svipaðri stöðu eftir að hafa náð að skora á útivelli. Þeir ætla sér að leika þenn- an leik á samskonar hátt og gegn Inter. Þá léku þeir upp á jafnteflið og náðu því á endanum með mikilli baráttu,“ sagði Mourinho. „Inter átti leikinn og skapaði sér fín færi. Svo maður sé sanngjarn þá voru Inter-menn óheppnir. Þeir gátu alveg skorað og unnið. Miðað við þann leik þá held ég að Valenc- ia ætli að endurtaka leikinn og spila upp á markalaust jafntefli. Þeir hafa mjög gott lið en við getum vel sótt stig til þeirra. Ef við náum að skora eitt mark þá erum við í betri stöðu. Lykillinn er að verjast vel og fá ekki fleiri en eitt mark á okkur. Við viljum halda hreinu og ná sjálfir að skora. Ég vona að okkur takist það.“ Varnarmaðurinn Ricardo Car- valho skoraði eina mark Chelsea um helgina þegar liðið vann 1-0 sigur á Tottenham. Hann segir að fyrsta markið í leiknum í kvöld muni reynast dýrmætt. „Chelsea hef- ur betri leikmenn en Porto þeg- ar ég vann Meistaradeildina með þeim. Það er mikilvægt að hafa gæðaleikmenn með reynslu. Í Meistaradeildinni þarf einnig smá heppni til að vinna leiki. Ég man eftir því þegar ég spil- aði með Porto gegn Manchester Unit- ed á útivelli, þá var heppnin með okk- ur á lokamínútunni,“ sagði Carvalho. „Jose veit það manna best hve mikilvægur þessi leikur er. Við munum gera allt sem við getum til að komast áfram.“ Chelsea vonast til að Michael Essien verði búinn að jafna sig af meiðslum og geti tekið þátt í leiknum en hann hefur ekkert leikið síðan um miðjan mars. Arjen Robben er áfram á meiðslalistanum. Hjá Val- encia skýrist ekki fyrr en rétt fyrir leik hvort Fernando Mor- ientes verður leikfær en ljóst er að Vicente Rodriguez getur ekki tekið þátt vegna meiðsla. Spenna á Old Trafford Giuseppe Rossi er sóknar- maður í eigu Manchester Uni- ted sem spilar með Parma á Ítalíu á lánssamningi. Hann hefur þó ekki gleymt því hvaða félag á samning hans. „Ég mun styðja Manchester United í leiknum gegn Roma, það er engin spurning.“ Rossi skoraði glæsilegt mark um helgina og tryggði Parma 1-0 sigur á Li- vorno. „Ég lít á mig sem leikmann Manchester Un- ited og vona innilega að mitt lið slái Roma út. United er sterkt lið með fáa veik- leika. Ég er ekki í vafa um að þetta verði frábær leikur. Roma verður án Simone Perrotta og það eru góð tíð- indi fyrir United. Perrotta er góður leikmaður sem er sérlega hættuleg- ur í skyndisóknum,“ sagði Rossi. Rossi hefur skorað fjögur mörk í þeim ellefu leikjum sem hann hef- ur spilað fyrir Parma og átt stóran þátt í því að liðið er komið af botni deildarinnar og er nú aðeins stigi frá öruggu sæti í deildinni. Hann mun þó snúa aftur til enska liðsins eftir tímabilið. Það voru mikil læti í kringum fyrri leikinn í þessu einvígi og lét Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, dómar- ann heyra það eftir leikinn. Hann var alls ekki sáttur við rauða spjald- ið sem Paul Scholes fékk og lét hafa eftir sér að Rómverjar hafi verið tólf gegn tíu á vellinum. Slóvakinn Lubos Michel mun dæma þennan seinni leik en hann var valinn besti dómarinn í Ev- rópu árið 2006. Mikill hiti ríkir fyrir þennan leik en allt sauð upp úr á áhorfendapöllunum í Róm þar sem ítalska lögreglan þótti taka full harkalega á stuðnings- mönnum Manchester United. Meiðsli hafa herjað á Manchester United síðustu vik- ur og er breiddin hjá liðinu ekki mikil sem stendur. Lið- ið saknar Henrik Larsson og hefði haft gott af því að hafa hinn sænska ennþá meðal leik- manna. Paul Scholes verður í leikbanni í kvöld og líklegt að Darren Fletcher taki stöðu hans. Simone Perrotta verður í banni hjá liði Roma en Francesco Totti, Daniele De Rossi, Alessand- ro Mancini, Cristian Chivu og Christian Panucci snúa aftur í liðið eft- ir að hafa verið hvíldir um helg- ina. elvar@dv.is þriðjudagur 10. apríl 200714 Sport DV © G RA PH IC N EW S Meistaradeild Evrópu 2006-07 Leikir 10. apríl Leikdagur 10.67 359.56 4.33 7.56 16.22 10.00 308.78 4.67 10.22 15.44 11.56 326.33 5.00 10.78 17.33 9.56 312.33 4.78 8.11 18.44 Meðaltal skota í leik Heppnaðar sendingar Hornspyrnur Heppnaðar tæklingar Brot 1-2 1-1 PSV Eindhoven Markatala Innbyrðis viðureignir 1 Jafntei AC Milan Meðaltal skota í leik Heppnaðar sendingar Hornspyrnur Heppnaðar tæklingar Brot 13.00 324.33 4.44 10.33 18.00 14.11 405.11 6.78 7.11 14.11 11.67 269.89 4.00 9.11 15.33 7.89 359.67 4.22 9.44 12.89 Markatala Innbyrðis viðureignir 3 Jafntei S4 J3 T2 11-6 5 Sigrar Bayern München 2-2 3-0 S4 J4 T1 16-9 1 Sigur S4 J2 T3 8-10 0 Sigrar Liverpool S6 J1 T2 16-7 2 Sigrar Leikir 11. apríl Úrslit úr fyrri leik S5 J2 T2 12-5 1 Sigur Markatala Innbyrðis viðureignir 0 Jafntei Roma S6 J0 T3 13-7 0 Sigrar Manchester Utd Chelsea Markatala Innbyrðis viðureignir 1 Jafntei S5 J3 T1 14-7 0 Sigrar Valencia S4 J4 T1 15-9 0 Sigrar 10 Öruggar hendur markvarða (sem enn eru með í keppninni) Markvarsla að meðaltali í leik Járnvilji Unnar tæklingar Auga arnarins Heppnaðar sendingar Dida Doni Van der Sar Kahn Cañizares Gomes Reina Cech Alex Carvalho Albiol Mendez Sagnol da Costa Diarra van Bommel 3.2 3.2 AC Milan Roma Man. Utd Bayern Valencia PSV Liverpool Chelsea 3.2 2.9 2.9 2.8 2.2 1.2 14 13 13 12 12 12 11 11 Chelsea Valencia PSV PSV Bayern PSV Chelsea Bayern Carrick Pirlo Seedorf Scholes Lahm de Rossi Simons Sagnol Man. Utd AC Milan AC Milan Man. Utd Bayern Roma PSV Bayern 410 404 402 399 374 372 371 330 Kaka Drogba Crouch Morientes Totti Pizarro Saha Villa AC Milan Chelsea Liverpool Valencia Roma Bayern Man. Utd Valencia 7 6 5 5 4 4 4 4 Gullskórinn Markahæstu leikmenn Ensku liðin vErða að skora Mikil spenna er í herbúðum liðanna sem leika í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Englending- ar gætu átt þrjú lið í fjög- urra liða úrslitum eftir leikina í dag og á morgun. Baráttuleikur framundan Frank lampard í baráttu við vængmanninn joaquin í fyrri leik Chelsea og Valencia. john Terry, fyrirliði Chelsea, fylgist grannt með. Í sviðs- ljósinu Cristiano ronaldo náði sér ekki á strik um helgina en verður í sviðsljósinu í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.