Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 9
DV Neytendur þriðjudagur 10. apríl 2007 9 neytendur Samþykkja tilmæli Icelandair hefur fallist á tilmæli talsmanns neytenda þess efnis að nefna ekki hluta heildarverðsgjöld nema um sé að ræða annað hvort valkvæða aukaþjónustu fyrir flugfarþega eða gjöld sem skylt er að greiða í hlutfalli við fjölda farþega. Flug- félagið hefur óskað eftir fresti til þess að bregðast við tilmælun- um og hefur nú fengið frest til 13. apríl til þess að bregðast við tilmælunum. Bannað að nota umbúðir Neytendastofa hefur úrskurðað að Eggert Kristjáns- son hf. hafi með notkun umbúða utan um rautt royal gingseng brotið gegn 12 grein laga númer 57/2005 og með vísan til þeirra er fyrirtækinu bannað að nota umbúðir sínar um vöruna, sem þykja líkjast of mikið umbúðum rauðs Eðal gingsens. Séu vörumerki og umbúðir of líkar og hætti við ruglingi. ÓSka eftir upplýSingum Fjöldi ábendinga hafa borist Neytendastofu vegna verð- lagningar á mat til skólabarna í mötuneytum grunnskóla, eftir að lækkun á virðisaukaskatti á matvælum tók gildi 1. mars síðast liðinn. �á hefur komið fram að skilmálar grunnskóla um verðmyndun og verðlagninu á þjónustunni eru mjög óljósir eða skortir alveg. Í tilefni þess hefur Neytendastofa sent sveita- stjórnum bréf þar sem óskað er eftir því að upplýsingar um hver sé hlutfall annars kostnaðar en hráefniskostnaðar í gjaldtöku fyrir seldan mat í grunnskólum lansins. Flugfarþegar eiga rétt á skaðabótum og aðstoð frá flugfélögum ef tjón verður á far- angri þeirra vegna tafa og skemmda. Þeir eiga jafnframt rétt á skaðabótum upp á, að hámarki 416 þúsund krónur, ef tjón verður af því að flugi er aflýst, eða af mikilli töf. mælingar í mat- vöruverSlunum Lágvöruverslunarkeðjur hafa skilað verðlækkun til neytenda í samræmi við útreikninga Hag- stofunar á tilætluðum áhrifum lækkana á virðisaukaskatti á matvöru sem tóku gildi 1. mars síðast liðinn. �etta kemur fram í viðamiklum verðmælingum verðlagseftirlits ASÍ í matvöru- verslunum á tímabilinu. Verð á matvörum lækkaði á bilinu 6,4 - 11% eftir lækkunina. Vegin verðlækkun var minnst í verslun- um Nettó en mest í verslunum Krónunnar. Flugfarþegum sem vísað er frá borði í flugvél vegna yfirbókunar eiga rétt á endurgreiðslu flugmiðans og skaða- bóta frá flugfélaginu. �etta er meðal þess sem fram kemur í reglum um réttindi flugfarþega sem Neytenda- stofa birti í síðustu viku. Farþegar eiga völ á því að fá flugmiða endur- greidda og flug til baka til fyrsta brott- fararstaðar eða fá flugleiðinni til loka- áfangs breytt. �á er kveðið á um að ef flugfélag býður farþega flug til annars flug- vallar en hann var skráður til, er fé- laginu gert að greiða allan ferða- kostnað milli flugvallanna. Enfremur verða flugfélög að bjóða farþegum um endurgjaldslaust upp á máltíð- ir og hressingu, hótelgistingu þegar þess er þörf, flutning á milli flugvallar og gistiastöðu og kost á tveimur sím- tölum, þegar þörf krefur. Skaðabætur eftir lengd tafar �egar flugfélög neyðast til þess að aflýsa flugi með stuttum fyrir- vara, eiga farþegar einnig rétt á aðstð og skaðabótum. Réttur farþega til skaðabóta fer eftir því hve löngu fyrir áætlaða brottför honum er tilkynnt um að flugi sé aflýst og hve mikill munur er á brottfarar- og komutíma þess flugs sem honum er boðið og upphaflega fluginu. Ef tilætlað flug er styttra en 1500 kílómetrar og biðin allt að tvær klukkustundir eiga flugfarþegar rétt reglum samkvæmt rétt á bótum upp á rúmlega 11 þúsund krónur. Eftir því sem ætluð flugferð og töf á því að farþegi komist á afangastað lengjast, hækka bæturnar. �annig eiga flug- farþegar rétt á 35 þúsund krónum í bætur ef flugið er lengra en 3500 kílómetrar og tafir allt að fjórum klukkustundum. Flugfarþegar eiga rétt á 53 þúsund krónum í bætur ef ætlað flug er 3500 kílómetrar og tafir eru fjórar klukkustundir. Flugfélög- um er jafnframt gert að greiða hótel- gistingu og flutning, ásamt máltíð án endurgjalds, ef töf á flugi er yfir nótt eða lengur. Hámark bóta vegna hvers farþega nemur 416 þúsund krón- um. Standi flugfélag ekki við skyld- ur sínar geta flugfar- þegar sent kvörtun til flugmála- stjórn- ar Íslands, eða ef flug- ið er hluti af pakka- ferð, tilúrskurðarnefndar í ferðamál- um og Neytendastofu. Þekkir ekki dæmi um brot á reglum Hjördís Björk Hjaltadóttir lög- fræðingur á stjórnsýslusviði Neyt- endastofu, segir að engar kvartanir hafi borist vegna flugfélagana. „�að skiptir hins vegar máli fyrir neytend- ur að þekkja rétt sinn, því það koma oft upp aðstæður í tenglsum við flug og þess vegna ákváðum við að gera þessar reglur aðgengilegar á heimasíðu okkar. Fólk veit að það á rétt á einhverju, en þekkir ekki ná- kvæmlega hvað það er. Við teljum að þessar reglur eigi að vera auglýstar,“ segir hún. Hjördís segir enga sérstaka ástæðu liggja að baki því að Neyt- endastofa birti þessar reglur og hún segist ekki geta sagt til um það hvort flugfélög hafi brotið á réttind- um flugfarþega. „�etta átak er lið- ur í því að upplýsa neytendur um réttindi sín.“ Reglur um réttindi flugfarþega á finna á vefsíðu Neytenda- stofu. Fyrir helgi féll dómur sem stað- festir að fyrirtæki ber ríkari ábyrgð á því að tryggja sér skriflega sönn- un um efni samnings við neyt- anda. Að öðrum kosti er rétmætur vafi túlkaður neytanda í hag, sér í lagi ef um íþyngjandi ákvæði ræð- ir. Sönnunarbyrði í umdeildum málum er því frekar á fyrirtækj- um, heldur en neytendum. Sé samningur munnlegur ber verk- taki ríkari ábyrgð á því að sanna efni samnings en neytandi og það er í höndum verktaka að tryggja að samningur sé gerður skriflega. �að sama á við ef samningur er skriflegur en umdeilt er hvort efni hans sé rétt, sé réttmætur vafi á því, hvílir sönnunarbyrðin á fyrir- tækjum. Í dómnum, þar sem neytandi var sýknaður af kröfum fasteigna- sölu, er þetta staðfest og segir í dómsorðinu : „Söluumboð það sem um er deilt í þessu máli er rit- að á staðlað eyðublað sem kem- ur frá fasteignasölunni. Eins og áður er lýst ræðst efni sölusamn- ingsins alfarið af því í hvorn reitnn eða kassann á söluumboðinu er hakað, eins og áður er lýst. Af samningnum verður því ekki ráð- ið hver eða hvenær hakað var í viðkomandi reit. Ekki liggur fyrir í málinu að neytandinn hafi fengið í hendur afrit eða ljósrit af samn- ingnum þegar hún hafði undirrit- að hann. “ Talsmaður neytenda greinir frá þessu og telur hann dóminn for- dæmisgefandi fyrir mál af þessu tagi sem kunni að koma upp í framtíðinni. FlugFarþegar eiga rétt á skaðabótum Fordæmisgefandi dómur féll í héraðsdómi í síðustu viku: Vafaatriði neytendum í hag Fordæmisgefandi Talsmaður neytenda telur dóminn fordæmisgefandi. DV2908040407 Neytendur þekki rétt sinn Flugfarþegar geta átt heimtingu á skaðabótum frá flugfélögum. Hjördís Björk Hjaltadóttir lögfræðingur hjá Neytendastofu segir farþega vita að þeir hafi réttindi, en þekki þau ekki nákvæmlega. Valgeir ÖrN ragNarSSoN blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.