Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Qupperneq 12
þriðjudagur 10. apríl 200712 Sport DV Chelsea minnkaði forystu Manchester United niður í þrjú stig: Erum Enn í góðri stöðu Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, segir að liðið sé enn í mjög góðri stöðu þrátt fyrir áfallið um páskahelgina þeg- ar liðið beið lægri hlut fyrir Port- smouth. Sama dag vann Chelsea 1-0 sigur á Tottenham og minnkaði bilið í United niður í aðeins þrjú stig. Sjálfsmark frá Rio Ferdinand tryggði Portsmouth 2-1 sigur á Un- ited en í blálokin náðu Rauðu djöfl- arnir hinsvegar að læða inn marki eftir mistök markvarðarins David James. „Við erum enn þremur stigum á undan Chelsea og ef einhver hefði fyrir tímabilið boðið mér þessa stöðu á þessum tímapunkti hefði ég tek- ið við henni strax. Allir leikirnir sem eru eftir eru bikarúrslitaleikir, sama hverjir andstæðingarnir eru. Eft- ir undanúrslitaleikinn í FA bikarn- um kemur tíu daga hlé hjá okkur og það gæti komið á alveg réttum tíma,” sagði Ferguson. „Við mættum Portsmouth milli leikja í Evrópukeppninni og það er aldrei auðvelt. Leikjaálagið hjá Chel- sea er einnig mikið og ég hef trú á því að þeir muni einnig rekast á stein í sínum vegi. Ég tel það allavega mjög líklegt að þeir fái að kynnast því í ein- hverjum af þessum sex leikjum sem þeir eiga eftir,” sagði Ferguson. Næstu tveir leikir Manchest- er United eru á heimavelli og segir Ferguson það alveg líklegt að úrslit- in í baráttunni um meistaratitilinn ráðist ekki fyrr en í lokaumferðinni. „Ég reikna með að mínir menn jafni sig strax á þessu áfalli. Svo að mað- ur hrósi Pompey þá var þetta þeirra besta frammistaða í langan tíma,” sagði Ferguson en næsti leikur Manchester United er gegn Roma í Meistaradeildinni í kvöld. Forystan minnkar Vonbrigði leikmanna Manchester united leyndu sér ekki á Fratton park. Úrslit helgarinnar Enska úrvalsdEildin leikir laugardagsins Chelsea - Tottenham 1-0 Arsenal - West Ham 0-1 Blackburn - Aston Villa 1-2 Middlesbrough - Watford 4-1 Reading - Liverpool 1-2 Sheffield United - Newcastle 1-2 Wigan - Bolton 1-3 Portsmouth - Man. Utd. 2-1 leikir mánudagsins Watford - Portsmouth 4-2 0-1 (16.) Taylor, 1-1 (28.) Bouazza víti, 2-1 (45.) Mahon, 3-1 (58.) Priskin, 4-1 (73.) Bouazza, 4-2 (81.) Mvuemba. Aston Villa - Wigan 1-1 0-1 (21.) Emile Heskey, (34.) Rautt spjald: Valencia (Wigan), 1-1 (50.) Agbonlahor. Bolton - Everton 1-1 1-0 (18.) Davies, 1-1 (33.) Vaughan. Fulham - Manchester City 1-3 0-1 (21.) Barton, 0-2 (36.) Beasley, 0-3 (58.) Vassell, 1-3 (76.) Bocanegra. Newcastle - Arsenal 0-0 Charlton - Reading 0-0 staðan Lið L U J T M S 1 Man. Utd 32 25 3 4 75:23 78 2 Chelsea 32 23 6 3 56:19 75 3 Liverpool 32 18 6 8 50:22 60 4 Arsenal 32 16 8 8 52:29 56 5 Bolton 33 16 6 11 40:40 54 6 Everton 33 13 12 8 44:29 51 7 Tottenh. 32 14 6 12 44:45 48 8 Portsm. 33 12 10 11 41:37 46 9 Reading 33 13 6 14 44:41 45 10 Newc. 33 11 8 14 36:41 41 11 Blackb. 32 12 4 16 38:47 40 12 Man City 32 11 7 14 26:35 40 13 Middlesb 32 10 9 13 36:39 39 14 Aston V. 33 8 15 10 33:38 39 15 Fulham 33 7 14 12 34:52 35 16 Wigan 33 9 7 17 32:49 34 17 Charlton 33 8 8 17 29:49 32 --------------------------------------------------- 18 Sheff U. 32 8 7 17 26:47 31 19 West H. 32 8 5 19 26:51 29 20 Watford 33 4 11 18 24:53 23 spænska úrvalsdEildin Real Zaragoza - Barcelona 1-0 1-0 (58.) Diego Milito. Athletic Bilbao - Valencia 1-0 1-0 (28.) Gabilondo. Deportivo - Gimnastic 1-0 1-0 (58.) Iago. Espanyol - Real Sociedad 1-0 1-0 (58.) Coro. Sevilla - Racing Santander 0-0 Levante - Real Betis 1-1 1-0 (34.) Descarga, 1-1 (80.) Robert. Mallorca - Getafe 2-0 1-0 (64.) Nunes, 2-0 (90.) Trejo. R. Huelva - Celta Vigo 4-2 1-0 (37.) Vázques víti, 1-1 (74.) Nene víti, 2-1 (85.) Rosu, 3-1 (88.) Rosu, 3-2 (90.) Nene, 4-2 (90.) Cheli. Real Madrid - Osasuna 2-0 1-0 (12.) Raul, 2-0 (80.) Robinho. Villareal - Atlético Madrid 0-1 0-1 (32.) Fabiano Eller, (86.) Rautt spjald: Pires (Villareal), (88.) Torres klúðrar víti. staðan Lið L U J T M S 1 Barcelona 29 16 8 5 59:27 56 2 Sevilla 29 16 7 6 48:24 55 3 Real M. 29 16 6 7 41:25 54 4 Zaragoza 29 14 8 7 43:29 50 5 Valencia 29 15 5 9 40:29 50 6 A.Madrid 29 13 8 8 34:24 47 7 Recreat. 29 13 6 10 40:38 45 8 Racing 29 11 11 7 35: 34 44 9 Espanyol 29 10 11 8 32 31 41 10 Getafe 29 10 9 10 25:23 39 11 Depor 29 10 9 10 22:30 39 12 Villarreal 29 10 8 11 29:36 38 13 Mallorca 29 10 6 13 31:40 36 14 Osasuna 29 10 5 14 34:35 35 15 Betis 29 7 12 10 29:35 33 16 A.Bilbao 29 7 8 14 32:45 29 17 Levante 29 6 11 12 24:39 29 --------------------------------------------------- 18 Celta 29 6 9 14 30:44 27 19 Socied. 29 4 9 16 20:37 21 20 Tarrag. 29 5 6 18 29:52 21 watford steinlá og sigraði svo Sex leikir fóru fram í ensku úrvals- deildinni í gær. Tekið var frá titilbar- áttunni og var það baráttan í neðri helmingnum sem var í sviðsljósinu. Leikmenn Portsmouth mættu kæru- lausir til leiks gegn Watford og fengu skell. Deyfðin hjá Arsenal heldur áfram en liðinu gengur erfiðlega að skora mörk. Í gær gerði liðið marka- laust jafntefli gegn Newcastle. Portsmouth hrapaði Það er skammt stórra högga á milli hjá Portsmouth. Eftir að hafa lagt topplið Manchester United að velli um helgina tapaði liðið fyrir botnliði Watford 4-2 í hádegisleiknum í gær. Gavin Mahon og Tamas Priskin skor- uðu sín fyrstu mörk í úrvalsdeildinni og þá var Hameur Bouazza sjóðandi heitur og skoraði tvö mörk. Watford á því enn veika von um að ná að bjarga sér frá falli niður í 1. deild. Watford byrjaði leikinn í gær illa og Matthew Taylor kom Portsmouth yfir. En við það vöknuðu heimamenn og náðu 4-1 forystu. Mark frá Arnold Mvuemba minnkaði muninn fyrir Portsmouth en lengra komust gest- irnir ekki. David James, markvörður Portsmouth, vonaðist til að að halda marki sínu hreinu í 142 skipti og setja þar með nýtt met í ensku úrvalsdeild- inni en honum varð ekki að ósk sinni. „Þetta eru hreint frábær úrslit og ég er mjög ánægður. Við höfum orðið fyr- ir miklum áföllum á leiktíðinni en náð að koma til baka. Við lékum hræðilega um helgina en allt annað var að sjá til liðsins núna. Þrjú stig bætast í hópinn og nú getum við farið að einbeita okk- ur að leiknum gegn Manchester Un- ited,“ sagði Adrian Boothroyd, knatt- spyrnustjóri Watford, eftir leikinn en næsti leikur liðsins er gegn United í undanúrslitum bikarkeppninnar um komandi helgi. Harry Redknapp, knattspyrnu- stjóri Portsmouth, var ekki eins hress og kollegi hans. „Mér fannst þeir ekk- ert ógnandi fyrr en eftir að þeir fengu vítaspyrnuna og jöfnuðu. Allt skipu- lag okkar var sundrað. Eftir að hafa sigrað Manchester United um helg- ina átti sjálfstraustið að vera í botni og við getum ekki afsakað svona frammi- stöðu,“ sagði Redknapp. Tilþrifalítið í Newcastle Newcastle og Arsenal gerðu mar- kalaust jafntefli í tilþrifalitlum leik þar sem hvorugt liðið virtist vilja vinna. Bæði lið voru langt frá sínu besta en litlu mátti muna að Arsenal næði að ræna þremur stigum undir lokin þeg- ar heimamenn björguðu á marklínu. Shay Given, markvörður Newcastle, fór af velli eftir 25 mínútur vegna nárameiðsla. Áhorfendur hefðu ósk- að þess að þeir hefðu yfirgefið völlinn á sama tíma. „Okkur gekk illa að skapa okkur færi en andinn var til staðar. Við vild- um ná sigri en það mikilvægasta í dag var að tapa ekki. Þegar þreyta er í lið- inu og það er ekki að skora eins mörg mörk og það vildi þá minnkar sjálfs- traustið. Markalaust jafntefli er ekki slæm úrslit fyrir okkur, sérstaklega ekki eftir öll vinbrigðin síðustu vikur,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal. Manchester City tók stórt skref í átt að því að tryggja sæti sitt í deildinni með því að leggja lánlaust lið Fulham 3-1 á útivelli. Vandræðagemlingurinn Joey Barton kom City yfir og DeMar- cus Beasly og Darius Vassell bættu við mörkum áður en Carlos Bocan- egra minnkaði muninn. Þriðji sigur Manchester City í röð. Heiðar Helgu- son var í byrjunarliði Fulham en komst aldrei í takt við leikinn og var tekinn af velli á 58. mínútu. Hinn stórefnilegi Gabriel Agbon- lahor heldur áfram að vera þyngd- ar sinnar virði í gulli fyrir Aston Villa en hann jafnaði gegn Wigan í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Kvöldleikurinn var Íslendinga- slagur Charlton og Reading en hann endaði með markalausu jafntefli. Ívar Ingimarsson var að vanda í byrjun- arliði Reading og spilaði allan leik- inn en Brynjar Björn Gunnarsson sat allan tímann á varamannabekknum. Hermann Hreiðarsson var í byrjun- arliði Charlton en fór af velli vegna meiðsla á 24. mínútu. Eftir þessi úrslit er Reading í níunda sæti deildarinnar en Charlton í því fjórða neðsta, stigi á undan Sheffield United sem er í fall- sæti. elvargeir@dv.is Watford gerði sér lítið fyrir og skellti Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þrátt fyrir að hafa sigrað Man- chester United á laugardag var sjálfs- traust Portsmouth hvergi sjáanlegt. Watford í ham Hameur Bouazza, leikmaður Watford, fagnar öðru marka sinna um helgina. Markaleysi Emre og abou diaby eigast við í markalausum leik Newcastle og arsenal. Fann sig ekki Heiðar Helguson er hér að kjást við richard dunne en Heiðar fann sig ekki í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.