Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 8
Skynsamleg hagstjórn felst í að ríkisstjórn hagi efnahagsstefnu í samræmi við þróun hagsveiflunn- ar. Ríkið á að halda að sér höndum á uppgangstím- um, til að auka ekki á verðbólguþrýsting og leitast við að draga úr opinberum framkvæmdum sem geta beðið. Á samdráttartímum skiptir með sama hætti miklu að ríkið hrindi í framkvæmd arðbærum verk- legum framkvæmdum og hlutist til um kerfisbreyt- ingar sem örvað geti hagkerfið. Þetta er grunnur hins blandaða hagkerfis sem jafnaðarmenn hafa þróað á Vesturlöndum á und- anförnum áratugum. Þessi hugmyndafræði lá að baki þjóðarsáttinni á sínum tíma og var fylgt hér á landi allt fram á síðustu ár. Undanfarna áratugi hefur verið samstaða með- al helstu stjórnmálaafla hér á landi um að stöðug- leiki í efnahagsstjórn væri mikilvægasta markmiðið. Núverandi ríkisstjórn hefur horfið frá þeirri stefnu- mörkun. Það er þeim mun alvarlegra þegar haft er í huga að sú stefnubreyting verður á sama tíma og mjög reynir á í efnahagsstjórninni í kjölfar aukinnar alþjóðavæðingar íslensks atvinnulífs og óheftra fjár- magnsflutninga. Óvitar með eldfæri Ríkisstjórnin hefur sýnt fádæma lausatök í rík- isfjármálum á kjörtímabilinu. Allir vissu í upphafi kjörtímabilsins að fyrir dyrum væru stærstu fram- kvæmdir Íslandssögunnar og því myndi reyna mjög á agaða stjórn á ríkisfjármálum. Ríkisstjórnin hefur hins vegar kynt undir þenslu með stórfelldri aukn- ingu ríkisútgjalda og skattalækkunum, sem eng- in innistæða er fyrir. Að því leyti hafa Geir Haarde og Davíð Oddsson minnt á óvita með eldspýtur og bensínbrúsa. Ríkisstjórnin hefur heykst á því að leggja í sjóð til seinni tíma. Við sölu Landssímans gafst ríkinu ein- stakt tækifæri til að draga úr þenslu með því að taka það fé úr umferð, til dæmis með því að nýta féð til að greiða inn á skuld ríkisins vegna ófjármagnaðra lífeyrisskuldbindinga. Það var ekki gert. Þvert á móti var lofað eyðsluveislu með fyrirheiti um framlög í ýmis misarðbær og misskynsamleg verkefni. Kjaraskerðing er afleiðingin Lausatök ríkisstjórnarinnar á efnahagsmálun- um hafa verið mikið áhyggjuefni öllum þeim sem vit hafa á og fylgst hafa með. Sérfræðingar OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa ítrekað gert athuga- semdir við þessi lausatök árum sama. Sérfræðingar innlendra greiningardeilda hafa tekið í sama streng. Aðilar vinnumarkaðarins tóku fram fyrir hend- ur ríkisstjórnarinnar með endurnýjun kjarasamn- inga í upphafi síðasta árs og komu þannig í veg fyrir verðbólgubál – að sinni að minnsta kosti. Nú síðast lækkaði matsfyrirtækið Fitch lánshæfismat íslenska ríkisins og vísaði í niðurstöðu sinni til skorts á trú- verðugleika í hagstjórn ríkisins. Almenningur fær að finna fyrir afleiðingum þess- ara mistaka með rýrnandi kaupmætti vegna hækk- andi verðtryggðra skulda og hækkandi íbúðaverðs. Einstöku góðæri hefur verið sólundað með agaleysi í efnahagsstjórn. Eftir standa heimilin skuldsettari en nokkru sinni fyrr og atvinnulíf í fjötrum ofurvaxta. Við eigum betra skilið. þriðjudagur 10. apríl 20078 Umræða DV Sjálfstæðisflokkurinn er merkilegt fyrirbæri. Eini flokkurinn sem segist vera hægri flokkur en fórnar samt nánast öllu til að efla og treysta tak ríkisins þar sem einstaka núverandi og fyrrverandi for- ystumönnum flokksins þykir henta, eða þegar verjast þarf þeim frjálsu einstaklingum sem eru forystufólkinu ekki að skapi. Þá er ríkisvaldið eflt. Með sama hætti hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið forystu í bitlingaútdeilingu, sem sést best þegar litið er til hversu marga sendiherra Davíð Oddsson skipaði þá fáu mánuði sem hann var utanríkisráðherra, með veitingum í stöður seðlabankastjóra og hæstaréttardómara. Þrátt fyrir að hafa gengið gegn flestu sem flokkurinn segist standa fyrir þá virðast kjósendur ætla að gera sérstaklega vel við þennan stærsta flokk landsins. Það er í raun ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi gengið eins langt og raun bar vitni þegar Ríkisútvarpið var eflt á kostnað frjálsra fjölmiðla. Það er með sama hætti merkilegt að þegar flokkurinn hefur nýver- ið gengið gegn eigin markmiðum styrkist hann í skoðanakönnun- um. Eftir að hafa verið ráðandi í landsmálunum í sextán ár er eðli- legt að staða Sjálfstæðisflokks- ins veki sérstaklega athygli. Samstarfsflokkurinn síðustu tólf árin er í sárum eftir samstarfið. Þau eru viðbrögð kjósenda við undir- lægjuhætti Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur þol- að niðurlægingu en fengið sárabætur, bita af borði þess sem hefur öllu ráðið. Sjálfstæðisflokkurinn eftirlét Framsóknarflokknum Búnaðar- bankann og annað og fleira smærra. Bestu synir Framsóknar högn- uðust vel og fyrir greiðann hefur flokkurinn þurft að kyngja bæði stolti og reisn. En hvers vegna kemst Sjálfstæðisflokkurinn upp með að gera allt annað en hann lofar og hvers vegna sækir hann á þegar finna má að svo mörgu sem flokkurinn hefur haft ótal tækifæri til að laga og breyta? Svarið er svo sáraeinfalt. Það er hræðsla sem er árangur af hræðsluáróðri Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur verið sam- fellt í ríkisstjórn í sextán ár og hefur nánast án undantekninga borið ábyrgð á ríkisfjármálum. Þau hafa sennilega aldrei verið eins traust eins og nú. Sjálfstæðisflokkurinn mun gera mikið úr þeim árangri sem hefur náðst og þeirri staðreynd að núverandi fjármálaráðherra hefur lækkað skatta meira en dæmi eru til um. Hræðsluáróðurinn verður mest notaða vopn Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni. Íslendingar vilja eðlilega ekki missa þá velsældina og þess vegna er eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn flaggi núverandi stöðu og segi henni ógnað takist ekki vel til í kosningunum. Með þannig sókn verður Sjálfstæðisflokkurinn ekki sektaður fyrir að hafa eflt ríkisfjölmiðilinn, skipað endalaust á bekki bitlinganna og fært ríkisbanka sem fórn til stuðningsflokksins. Minni kjósenda er takmarkað og Sjálfstæðisflokkurinn er í góðum málum. Sigurjón M. Egilsson Sjálfstæðisflokkurinn Kjallari Það er með sama hætti merkilegt að þegar flokkurinn hefur nýverið gengið gegn eigin mark- miðum styrkist hann í skoðanakönnunum. Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson Umbrot: dV. Prentvinnsla: prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð Hagstjórnarklúðrið hjá geir Haarde og Davíð oddssyni Landsfundir Áhugamenn um stjórnmál hafa í nægu að snúast næstu daga og fram yfir helgi. Hvort tveggja Sjálf- stæðisflokkurinn og Samfylking- in efna til landsfunda sinna um næstu helgi og má búast við ein- hverjum tíðindum af þeim enda hafa flokksþing og landsfundir oft á tíðum skilað flokkum auknu fylgi í næstu mælingum á eftir. Þessir tveir stærstu stjórnmála- flokkar landsins halda landsfundi sína sömu helgi en við afar ólíkar kringumstæður. ..í blíðu ..Sjálfstæðismenn eru farnir að mælast með 40 prósenta fylgi sem þeir gátu árum saman gengið að sem vísu í könnunum þó það skil- aði sér ekki allt á kjördag. Veldi flokksins virðist því mikið eftir sex- tán ára samfellda stjórnarsetu. Því er verkefni Sjálf- stæðismanna fyrst og fremst að tryggja stöðu sína og treysta fylgi flokksins fyrir lokaslag- inn, þann mán- uð sem eftir er fram að kosn- ingum þegar landsfundi lýkur. ..og stríðu ..Samfylkingin virðist hins vegar vera í tómu tjóni á sama tíma. Fylgi flokksins mælist um eða undir tut- tugu prósent- um og sam- kvæmt því hefur rúmlega þriðji hver kjósandi flokksins frá 2003 snúið baki við flokknum. Samfylking- arfólk þarf því lífsnauðsynlega að koma sterkt út úr landsfundinum um næstu helgi. Þar verða flokksmenn að ná spjótum sínum ætli þeir sér að eiga mögu- leika á að snúa fylgistapinu við fyrir kosningar. SandKorn Árni PÁLL Árnason frambjóðandi skrifar „Ríkisstjórnin hefur kynnt undir þenslu með stórfelldri aukningu ríkisútgjalda. Að því leyti minna Geir og Dav- íð á óvita með eldspýtur og bensínbrúsa.“ Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is DV greiðir 2.500 krónur fyrir þau fréttaskot sem leiða til frétta. Fyrir besta fréttaskot hverrar viku eru greiddar 5.000 krónur og 10.000 fyrir besta fréttaskot mánaðarins. 512 7070 frettaskot@dv.is Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is DV greiðir 2.500 krónur fyrir þau fréttaskot sem leiða til frétta. Fyrir besta fréttaskot hverrar viku eru greiddar 5.000 krónur og 10.000 fyrir besta fréttaskot mánaðarins. 512 7070 frettaskot@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.