Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2007, Blaðsíða 13
Real Madrid færðist enn nær Barcelona í spænsku deildinni um síðustu helgi. Real Madrid vann 2-0 heimasigur á Osasuna á sunnudag og er nú aðeins tveimur stigum á eftir Börsungum sem trjóna í toppsætinu. Raul braut ísinn á 24. mínútu en Robinho gulltryggði síðan sigurinn í seinni hálfleik. Allt er nú opið upp á gátt í spænska bolt- anum en Madridingar hafa hlotið 54 stig. Bar- celona tapaði á laugardag 0-1 fyrir Real Zara- goza og Sevilla sem er í öðru sæti deildarinnar mistókst að skora gegn Racing Santander en sú viðureign endaði með markalausu jafntefli. Sevilla er með 55 stig, stigi á eftir Barcelona. Þar á eftir koma Valencia og Real Zaragoza en bæði liðin hafa hlotið 50 stig. „Það ríkir mikil gleði hjá okkur en við meg- um ekki gleyma því að við erum enn á eftir Barcelona og Sevilla. Bilið hefur þó minnk- að og sjálfstraustið hjá mínum mönnum er í botni í augnablikinu. Við spilum betur með hverjum leik og skiptir miklu máli fyrir okkur að halda því áfram. Næstu leikir eru algjörir úrslitaleikir í þessari baráttu,” sagði hinn um- deildi þjálfari Real Madrid, Fabio Capello, eft- ir sigurinn á Osasuna. Erfiðir tímar Talsverður vandræðagangur var á Real Madrid fyrr á leiktíðinni og skelltu flestir fjöl- miðlar á Spáni skuldinni á Capello sem tók við þjálfun liðsins fyrir tímabilið. Hann virð- ist hinsvegar vera að ná að rétta úr kútnum og Real Madrid hefur unnið þrjá leiki í röð. Miðjumaðurinn Emerson sem fylgdi Capello frá Ítalíu hefur orðið fyrir aðkasti frá stuðningsmönnum spænska liðsins en hann hefur ekki fundið sig í búningi liðsins. Þá hafa margir leikmenn félagsins verið orðaðir við önnur lið. Aðeins léttist á þeim orðrómi þegar Ronaldo fór til AC Milan en nú er meðal ann- ars mikið talað um að Raul sé á leið til Liver- pool í sumar. Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos opnaði sig í viðtali um helgina og greindi frá því að hann hefur verið að berjast við ýmis vandamál utan vallarins. „Síðustu tvö ár hafa verið erfið. Fyrst sveik umboðsmaður minn mig og svo fór ég í gegnum erfiðan skilnað við eiginkonu mína. Núna er dóttir mín hjá mér og þá líður mér betur,” sagði Carlos. Hann hefur þegar tilkynnt það að hann muni hætta hjá Real Madrid eftir tímabilið en ætlar þó ekki að ákveða næsta skref fyrr en eftir tímabilið. „Ég hef fengið tilboð frá Tyrk- landi, Katar, Dubai og Englandi en ætla ekki að ákveða mig fyrr en í sumar.” Eiður varamaður Sevilla hvíldi lykilmenn í leiknum gegn Racing en framundan hjá þeim er leikur gegn Tottenham í átta liða úrslitum UEFA bikars- ins. Þrátt fyrir það voru þeir mun betri í leikn- um en náðu ekki að nýta sér þau færi sem þeir fengu í leiknum. Tono, markvörður Racing, átti frábæran leik og þegar Sevilla tókst loks að koma boltanum framhjá honum fór skot Daniel Alves í þverslána. Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á vara- mannabekk Barcelona. Diego Milito skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu en fjórum mín- útum síðar var Eiður settur inná. Stuttu eftir að hafa komið inná fékk Eiður mjög gott færi en skot hans sigldi framhjá og Real Zaragoza hlaut öll stigin. Milito hefur nú skorað nítján mörk á tímabilinu. Athygli vakti að Frank Rij- kaard spilaði með þriggja manna vörn í leikn- um en það bragð hans virkaði engan veginn og mikil vandræði voru á öftustu línu. Leikirnir framundan Það er ljóst að mikil spenna verður á loka- kafla spænsku deildarinnar en úrslit síðustu umferðar voru aðeins til að auka hana til muna. Sevilla á erfitt verkefni fyrir hönum um næstu helgi en þá mætir liðið Valencia á úti- velli. Real Madrid heimsækir Racing Santand- er og verður fróðlegt að sjá hvort leikmenn Racing haldi áfram að hafa áhrif á titilbarátt- una og takist að sigra Madridinga. Næsti leik- ur Barcelona verður gegn Mallorka. elvargeir@dv.is DV Sport þriðjudagur 10. apríl 2007 13 Mikil spenna á spáni Spennan í spænska boltanum jókst enn frekar um Páskahelgina en Barcelona og Sevilla töpuðu stigum. Real Madrid virðist hinsvegar komið á beinu brautina og hefur nú unnið þrjá leiki í röð. Einn á kjammann Eiður Smári kom inn sem varamaður en náði ekki að finna leiðina að markinu. Á beinu brautinni real Madrid nálgaðist toppliðin með góðum sigri á Osasuna. Ekkert gekk renato, leikmaður Sevilla, greinilega orðinn pirraður á að ekkert gekk hjá hans liði að skora. West Ham fyrst liða til að leggja Arsenal á Emirates vellinum: Útlitið orðið bjartara hjá West Ham West Ham á skyndilega von um að ná að bjarga sér frá falli eftir að hafa fengið níu stig úr síðustu þrem- ur leikjum sínum í úrvalsdeildinni. Á laugardag vann West Ham ótrúlegan 1-0 útisigur á grönnum sínum í Ars- enal og varð þar með fyrsta liðið til að leggja Arsenal á nýjum leikvangi fé- lagsins, Emirates vellinum. Illa hefur gengið hjá Arsenal að undanförnu en leikmenn liðsins virðast hafa misst áhugann eftir að möguleikarnir á titli á þessu tíma- bili hurfu. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð en það hefur ekki gerst í tvö ár. „Þegar leikið er gegn einhverju af toppliðunum fjórum þarf mark- vörðurinn að fá 11 af 10 möguleg- um,” sagði Alan Curbishley, stjóri West Ham, eftir sigur liðsins á Arsen- al. Robert Green, markvörður, sýndi frábær tilþrif í rammanum og átti nokkrar heimsklassa markvörslur. „Ef Arsenal misnotaði ekki færin þá varði hann. Svo einfalt var það.” Næsti leikur West Ham verður gegn Sheffield United en það verður sannkallaður sex stiga leikur. „Leikmenn Arsenal eru særðir eftir áföllin á síðustu vikum og við ákváðum að nýta okkur það. Leik- menn lögðu sig alla fram í þetta verkefni og uppskáru eftir því. Þeir sem sáu leikinn eru kannski á þeirri skoðun að þetta hafi ekki verið sann- gjörn úrslit enda sótti Arsenal mun meira. Það skiptir okkur samt ekki máli því við berjumst bara fyrir stig- unum,” sagði Curbishley. Arsenal byrjaði leikinn af fullum krafti og átti sjö marktilraunir á fyrstu tíu mín- útum leiksins. Gestirnir náðu hins vegar að standa af sér storminn og skoruðu eina mark leiksins í við- bótartíma fyrri hálfleiksins en þar var Bobby Zamora að verki. Heima- menn sóttu stíft í seinni hálfleik en fundu ekki netmöskvana. „Ég veit ekki hvað segja skal,” sagði Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, eftir leikinn. „Við hefð- um átt að skora tíu mörk en töpum leiknum 1-0. Það er mjög erfitt að átta sig á því hvað gerðist. Hvernig getur lið sem hefur svona mikla yfirburði ekki tekist að skora? Þetta er vanda- mál sem við höfum glímt við í allan vetur,” sagði Wenger. elvargeir@dv.is Vonbrigði þessi áhorfandi hefur líklega ekki búist við að þurfa að horfa upp á tap. watford steinlá og sigraði svo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.