Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Síða 7
„Okkur er ekki einu sinni boðið neitt í staðinn, bara sagt að við eigum að pilla okkur í burtu,“ segir Þórður sem vill ekkert frekar en halda áfram að hlúa að tónlistarmönnum þjóð- arinnar með rekstri staðarins. Hing- að til hefur hann lagt áherslu á djass og blús. Þórður segir útskriftarnema FÍH oft haldið þar tónleika og aðr- ir sem spili ekki endilega popp fyrir fjöldann. Framtíðin óráðin Þórður fundaði með starfsfólki sínu á Litla ljóta andarunganum í gær. Hann segir alla starfsmenn hafa fengið vinnu á ný enda frábært starfs- fólk á ferð. „Við erum bara öll á félagsleg- um bömmer eftir eldsvoðann,“ seg- ir Þórður að lokum um þá erfiðu reynslu sem hann og starfsfólk á öllum stöðunum gengur í gegnum þessa dagana. Eldsvoðinn er enn í rannsókn hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Þá má búast við úttekt frá brunamála- stjóra í byrjun næsta mánaðar. Samtök atvinnulífsins segja yfirlýs- ingar þess efnis að fjölgun erlendra starfsmanna hér á landi undanfar- in ár hafi leitt til lækkunar launa úr lausi lofti gripnar. Þess í stað halda samtökin því fram að laun verka- fólks, þar sem erlendir starfsmenn eru hvað fjölmennastir, hafi hækkað tveimur prósentum meira en með- altalið. Enn frekar benda samtök- in á að laun hafi hækkað meira hér á landi en í nágrannalöndunum. Þannig hækkuðu laun á almenn- um vinnumarkaði um 17 prósent að meðaltali frá upphafi ársins 2005 til loka ársins 2006 en laun verkafólks um 19 prósent. Kristján Gunnarsson, formað- ur Starfsgreinasambands Íslands, er ekki hissa á þessum staðhæfingum Samtaka atvinnulífsins. Hann segir þetta gamalkunna formúlu frá þeim. „Í þessum útreikningum á við lög- málið að hinir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari. Ég óttast það því miður að þeir sem eru neðst í taxtakerfinu skynji ekki þessa aukn- ingu og því er myndin villandi. Með- altalið sýnir ekki ástandið á botn- unum því það dugar ekki að blanda einfaldlega saman 100 gráða heitu vatni og hundrað gráða köldu vatni og benda á að meðaltalið þar á milli sé gott,“ segir Kristján. Augljósir hagsmunir Magnús Þór Hafsteinsson, vara- formaður Frjálslynda flokksins, tek- ur undir og segir ljóst að launaþró- un erlendra verkamanna hafi ekki verið í samræmi. Hann telur ekki eðlilegt að miða við meðaltalsút- reikninga. „Laun í byggingariðnaði og verslun og þjónustu hafa ekki fylgt almennri launaþróun ann- arra starfstétta. Við höfum verið að benda á það lengi og þar er kjarni málsins. Þessar fullyrðingar stang- ast algjörlega á við allar aðrar töl- ur sem við höfum séð. Við stöndum algjörlega við okkar málflutning um að ákveðnar stéttir hafa orðið eftir í launaþróuninni,“ segir Magnús Þór. „Ég átta mig ekki á þeim forsendum sem þeir styðjast við. Hagsmunir Samtaka atvinnulífsins eru of aug- ljósir í því að halda áfram innflutn- ingi vinnuafls til að tryggja nægj- anlegt framboð. Þannig ná þeir að halda niðri launum og berjast þannig fyrir sínum hagsmunum. Þeir kokka því upp þær tölur sem þeim hentar og þetta útspil kemur mér ekkert á óvart hjá þeim.“ Fagna niðurstöðunni Guðlaugur Stefánsson, hagfræð- ingur hjá Samtökum atvinnulífsins, segir þessar niðurstöður sýna end- anlega fram á að erlent verkafólk hafi ekki slæm áhrif á launaþróunina hér á landi. Hann segir það einfaldlega bábylju að halda öðru fram. „Það er einföldun á málinu og beinlínis rangt að halda því fram að erlendir starfsmenn haldi laun- um niðri hér á landi. Í ljósi háværr- ar umræðu eru niðurstöður okkar mjög ánægjulegar og sýna að þessi mál eru í lagi. Vandinn var mun meiri þegar starfsmannaleigurnar voru með þessi mál á sinni hendi og án efa hefur það orðið til mikilla bóta varðandi jöfnuð starfskjara,“ segir Guðlaugur. „Við fögnum þess- um niðurstöðum. Um tíma voru ásakanir um lægri laun vegna er- lendra verkamanna ekki að ástæðu- lausu en sú staða hefur breyst. Nú eru menn ráðnir beint á samning hjá íslenskum fyrirtækjum. Launin hér á landi hafa óneitanlega hækk- að meira en í nágrannalöndun- um og frá sjónarhóli verkafólksins er staðan hér betri en víða annars staðar.“ Gamlir kunningjar Aðspurður segist Kristján sann- færður um að fjöldi erlendra verka- manna hafi það ekki nógu gott hér á landi. Hann bendir á að fullyrðing- ar Samtaka atvinnulífsins séu kunn- uglegar. „Þetta er hluti af varnarbar- áttunni fyrir því að útlendingar hafi komið hingað inn á sömu kjörum en sú barátta er ekki unnin. Því er ekki að leyna að þeir eru ráðnir inn mjög neðarlega í taxtakerfinu. Með þessu er ekki verið að brjóta lög beinlínis en útlendingarnir eru keyrðir nið- ur frá markaðslaunakerfinu. Margir hafa haft það gott en því miður eru ansi margir sem hafa það skítt, er- lendir verkamenn eru þar stórt hlut- fall,“ segir Kristján. „Þessar fullyrð- ingar samtakanna eru einfaldlega aðdragandi kjarasamninga. Ég hef mörgum sinnum séð þessi útspil frá þeim enda um gamla kunningja að ræða. Í mínum huga virðist þetta eft- ir bókinni og baráttan er greinilega byrjuð.“ DV Fréttir fimmtudagur 26. apríl 2007 7 Formaður Dýraverndarsambands Íslands um fuglaförgun Landbúnaðarstofnunar: Afskaplega óviðkunnanlegt Tvö þúsund og fimm hundruð fuglum var fargað á viðbragðsæf- ingu Landbúnaðarstofnunar vegna fuglaflensufaraldurs, sem haldin var á Selfossi í gær. Sigríður Ásgeirsdótt- ir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir samtökin ekki hrifin af slíkum aðgerðum. „Við getum svo sem ekki séð að þarna hafi verið framin brot á dýra- verndunarlögum,“ segir Sigríður. „Þetta virðist allt hafa farið fram með mannúðlegum hætti, þetta eru fuglar sem átti að farga og þarna voru bæði Halldór Runólfsson yfirdýralæknir og Sigurður Sigurðarson, sem eru menn sem við berum virðingu fyrir. Þeir staðhæfa við okkur að farið hafi verið að öllum reglum um skjóta og sárs- aukalausa mannúðlega aflífun. Við vorum þó ekki á staðnum og lásum aðeins um málið í fjölmiðlum,“ segir hún. „Mér finnst þetta óskaplega óvið- kunnanlegt og þetta kemur við mann á einhvern hátt. Þetta er mjög undarlegt mál, þessu er slegið upp í fréttum sem fjöldamorði á fuglum í æfingaskyni, það eru skrýtnar æfingar,“ segir hún. Sigríður gagnrýnir einnig frétta- flutninginn af æfingunni. „Það sem er villandi í fréttaflutningnum af atburð- inum er að fuglarnir voru urðaðir að af- lífun lokinni. Ef þeir hefðu verið sýktir af fuglaflensu hefði ekki mátt urða þá, heldur hefði þeim verið fargað.“ Hún segir förgunina minna að nokkru leyti á förgun fugla í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrir nokkru. Þar var hænsnum fargað svo uppi varð fót- ur og fit. „Þeir höfðu tekið sýni mörg- um mánuðum áður og hefðu fuglarnir verið sýktir hefðu þeir fyrir löngu verið búnir að smita alla í kringum sig og allt í einu förguðu þeir fuglunum.“ Sigríður Ásgeirsdóttir „mér finnst þetta óskaplega óviðkunnanlegt og þetta kemur við mann á einhvern hátt.“ Eðlileg laun Samtök atvinnulífsins segja laun erlendra verkamanna hafa fylgt launaþróun og gott betur síðustu tvö ár. Samtök atvinnulífsins benda á að laun erlendra verkamanna hafi hækkað umfram með- altal síðustu tveggja ára og umfram það sem gerist í nágrannalöndunum. Kristján Gunn- arsson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur heyrt þessar fullyrðingar áður sem lið í aðdraganda kjarasamninga. TrAuSTi hAFSTEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.isSTARFSFÓLK Í ÓVISSU EN TROMMUSETTIÐ BJARGAÐIST Stórbruni pravda, Café rosenberg og Café Ópera eyðilögðust í eldsvoðanum. tugir manna misstu vinnuna í kjölfarið. Starfsfólk rosenbergs Horfir vanmáttugt á gamla vinnustaðinn sinn brenna til kaldra kola. BARÁTTAN ER BYRJUÐ Drepnir í æfingaskyni 2.500 fuglum var fargað á æfingu gegn fuglaflensu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.