Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Qupperneq 8
fimmtudagur 26. apríl 20078 Fréttir DV Boris Jeltsín, sem borinn var til grafar í gær réði árið 1992 til sín fjölda ungra hagfræðinga til að móta landinu nýja stefnu sem átti fyrst og fremst að byggjast á frjálsræði í viðskipt- um. Í kjölfarið var verðmyndun gefin frjáls og markaðurinn opnaður fyrir samkeppni. Rússland hafði búið við haftabúskap í áratugi og lítil sem eng- in viðskipti áttu sér stað milli borga, bæja og svæða. Harðar refsingar lágu við viðskiptum með gjaldeyri. Frjáls verðmyndun leiddi til skyndilegrar verðbólgu sem gagnaðist ekkert hin- um fátækari og eignalausu, en versl- unar- og fjármagnseigendur græddu á tá og fingri. Upphafið gaf strax í skyn hvað verða vildi með frjálsræð- ishugsjónum Jeltsíns. Einkavæðing Jeltsín trúði á markaðinn og van- treysti miðstýringu í efnahagsmál- um sem um árabil hafði haldið rúss- neska hagkerfinu í heljargreipum. Óumflýjanlega leiddu hugsjónir hans til þess að ríkið seldi eigur sínar til sjálfstæðra atvinnurekenda. Sem fyrr var hugmyndin góð en fram- kvæmdin illa skipulögð. Rússland er auðugt af náttúruauðlindum, land- svæði er mikið og nægt vinnuafl til staðar. Við hrun Sovétríkjanna átti ríkið nokkurn veginn allt sem var einhvers virði í landinu. Þegar ljóst var að Jeltsín stefndi að sölu ríkis- eigna tíndust úlfarnir úr skógunum og röðuðu sér í kringum forsetahöll- ina. Sem dæmi þá fór fram uppboð á vegum ríkisins á Surgutneftegaz í síberísku borginni Surgut. Valda- menn á staðnum sáu til þess að þeir sætu einir til borðs við uppboðið og var eina flugvelli svæðisins lokað og öllum vegum sem lágu inn í borgina sömuleiðis. Nýir eigendur fengu fyr- irtækið á um milljarði króna, á nú- virði, undir væntingarverði ríkisins. Háttsettir flokksmenn í komm- únistaflokknum breyttust á stuttum tíma úr skúrkum gamla kerfisins í viðskiptajöfra nýja kerfisins. Gas- fyrirtæki, olíufyrirtæki, þungiðnað- urinn og þjónustufyrirtæki lentu í höndum á þeim sem þekktu kerfið áður en það hrundi. Þeir vissu við hverja átti að tala og hverjum átti að múta. Mafíur náðu fljótlega undir- tökunum í viðskiptalífinu og urðu strax illviðráðanlegar vegna gríð- arlegra auðæfa sem þeim tókst að safna á stuttum tíma. Jeltsín hafði breytt kommúnistum í viðskipta- jöfra og þar með viðhaldið spillingu gamla kerfisins. Tími viðskiptabar- ónanna, ólígarkanna, var hafinn. Ólígarkarnir „Rússland er risastór skógarbjörn sem þér finnst sætur. Þú heldur að hann sé að leika listir sínar fyrir þig en í raun er hann að leika sér að þér,“ segir rússneskt orðtak sem gæti lýst því hvernig ólígarkarnir starfa. Fljót- lega eftir efnahagsumbætur sínar áttaði Jeltsín sig á því að ríkið skorti fjármagn til að halda breytingunum til streitu án þess að skella skuldinni á neytendur. Bilið milli ríkra og fá- tækra jókst hratt og hinir verr settu sneru sér enn á ný til kommúnista sem óx fiskur um hrygg á stuttum tíma. Fyrir forsetakosningarnar árið 1996 stóð Jeltsín frammi fyrir því að missa völd til kommúnista sem hefði bundið endi á hinar frjáls- lyndu efnahagsumbætur sem hann stóð fyrir. Jeltsín neyddist því til að snúa sér til ólígarkanna til að fjár- magna framhald umbótanna gegn rausnarlegu gjaldi. Jeltsín varð því strax háður ólígörkunum um lánsfé og var þeim hægt um vik að aðstoða manninn sem færði þeim auðæfi á silfurfati. Ólígarkarnir voru aðallega bankamenn og lánuðu þeir ríkinu gríðarlegar fjárhæðir gegn því að fá hlutafé í olíu- og stáliðnaðinum í staðinn. Fljótlega sölsuðu banka- mennirnir undir sig mörg af verð- mætustu fyrirtækjum landsins og urðu því eins konar stjórnvald við hliðina á stjórnvöldum. Í dag eru mörg af þessum fyrirtækjum meðal þeirra stærstu í heiminum, sérstak- lega í ljósi hækkandi verðs á olíu og gasi á heimsmarkaði og aukinni orkuþörf Evrópuríkja. Bankamaðurinn Khodorkovsky Mikhail Khodorkovsky fyrr- verandi eigandi Yukos-olíurisans og fyrrum ríkasti maður Rússland hóf feril sinn sem dyggur meðlim- ur í Kommúnistaflokknum. Árið 1987, fjórum árum fyrir fall Sovét- ríkjanna, stofnaði hann Menatep- bankann. Khodorkovsky varð fyrst ríkur á því að kaupa stóra hluti í stórum fyrirtækjum fyrir slikk, þeg- ar einkavæðing Jeltsíns hófst. Síð- ar keypti hann Yukos fyrir rúm- lega 22 milljarða króna á núvirði. Khodorkovsky varð ekki milljarða- mæringur með heppnina eina að vopni. Árið 1998 stefndi hann að því að gera Menatep að einum Boris Jeltsín keyrði í gegn breytingar á hag- kerfi Rússlands. Eignir ríkisins voru seldar á vafasaman hátt til bankajöfra sem nefndir hafa verið ólígarkar. Fljótlega varð Jeltsín háður ólígörkunum sem urðu stjórnvald við hlið stjórnvalda. Jeltsín missti völdin, hinir ríku urðu ríkari og hinir fátæku fátækari. Bjó til Billjónamæringana Boris Jeltsín Efnahagsum- bætur hans stóðu ekki undir sér og hann varð háður billjónamæringunum. Í upphafi kom í ljós hvað verða vildi með frjálsræðishug- sjónum Jeltsíns. blaðamaður skrifar: skorri@dv.is SKorri GíSlaSon Ólígarkar roman abramovich og mikhail Khodorkovski þekktu Jeltsín vel. Eftirsjá um helmingur rússa telur Jeltsín hafa lagt grunninn að sterkari efnahag landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.