Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Side 12
Með nokkrum rétti má segja að með því að létta
skattbyrði af fyrirtækjum og efnafólki hafi stjórnar-
flokkarnir dregið athygli kjósenda að því að alls ekki
er sama hvernig skattkerfið er hugsað eða byggt upp.
Á það að hvetja til aukinna fjárfestinga í atvinnulíf-
inu? Er því ætlað að jafna kjör? Á það að stuðla að
sparnaði? Bæta heilsu almennings? Er ósamþýðan-
legt að láta skattkerfið vinna með fátæku og ríku fólki
og á sama tíma?
Á Norðurlöndum hafa skattar þótt háir bæði fyrir
einstaklinga og fyrirtæki. Íþyngjandi skattar eru jafn-
vel taldir hafa stuðlað að fjármagnsflótta úr atvinnu-
lífinu. Umfangsmikil félagsleg þjónusta er á sama
tíma talin hafa dregið úr hvata til vinnu og framtaks.
Lítið af miklu er meira...
Er þetta allskostar rétt? Norðurlöndin hafi spjar-
að sig vel vegna þess að á löngum tíma hafi þau fjár-
fest í mannauðnum; fjárfest í menntun, rannsókn-
um, vísindum og öðrum innviðum hins þróaða
lýðræðisþjóðfélags. „Þess vegna hefur þeim vegnað
vel. Það er ekki þrátt fyrir velferðarríkið heldur bein-
línis vegna þess,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson í
lesbók Morgunblaðsins
14. apríl. Mona Sahlin,
formaður sænska jafn-
aðarmannaflokksins, undirstrikaði þetta rækilega í
Silfri Egils degi síðar.
Það er auðvitað engin ástæða til þess að láta vel-
ferðarmálin sitja á hakanum þótt stjórnvöld telji
mest um vert að blása lífi í efnahagslífið meðal ann-
ars með skattalækkunum.
Eitt helsta boðorð nýfrjálshyggjumanna er einmitt
skattalækkun. Geir H. Haarde, leiðtogi Sjálfstæðis-
flokksins, réttlætti skattalækkunarstefnu í setningar-
ræðu á landsfundi flokksins um miðjan mánuðinn.
Hann sagði eitthvað á þá leið að allir vissu, að „lítið
af miklu væri meira en mikið af engu“. Og svo sam-
þykkti flokkurinn að enn skyldi fetuð skattalækkun-
arbrautin því þannig stækkuðu auðmennirnir þjóð-
arkökuna og mokuðu fé í ríkissjóð. „Lítið af miklu er
meira...“ og svo framvegis.
Hva... eiga ekki allir báta?
Kenneth Rogoff, hagfræðiprófessor við Har-
vard-háskóla í Bandaríkjunum, sagði fyrir réttu ári
í samtali við þýska tímaritið Spiegel, aldrei hafa ver-
ið betra að vera ríkur í Bandaríkjunum en nú. Enda
haldi Bush-stjórnin og fylgismenn hennar úr röð-
um íhaldsmanna því fram, að með því að ívilna auð-
mönnum, til dæmis með lækkun erfðaskatts, megi
stækka þjóðarkökuna. Eigendur auðmagns gleðjist
og flytji kjarabætur til allra með auknum fjárfesting-
um og fjölgun tækifæra á vinnumarkaði. Afl þeirra
verði sem aðfall sem lyftir öllum bátum.
„Hamfarirnar í New Orleans færðu okkur heim
bitran sannleikann um það hvað verður um fátækt
fólk. Það á ekki báta. Frekari skattalækkun væri röng
meðan ekki er til almennt sjúkratryggingakerfi fyrir
börn. Slíkt væri svívirðilegt,“ segir Rogoff.
Annar þekktur bandarískur hagfræðingur, Jeffrey
Sachs hjá Columbia-háskóla, ritaði grein í Daily �imes
fyrir réttu ári og hvatti til þess að betur yrði rannsakað
hvað raunverulega kæmi að gagni því þá yrði minna
rifist um hagstjórn. Sachs vitnaði í Friedrich von Hay-
ek, guðföður frjálshyggjunnar: „Hayek taldi að vax-
andi opinber umsvif væru ógnun við sjálft lýðræðið
og vísaði Evrópulöndum leið til ánauðar. Engu að síð-
ur hafa Norðurlöndin dafnað en ekki liðið fyrir rekstur
umfangsmikilla velferðarkerfa, með minni spillingu
í opinberri stjórnsýslu og miklu meiri kosningaþátt-
töku en gerist í Bandaríkjunum.“
Hva... halli strax á næsta ári?
Þetta er stórmerkilegt, vegna þess að bandarísk-
ir íhaldsmenn halda fram, að mikil skattheimta, til
þess að standa undir ríkisumsvifum, dragi úr skil-
virkni hagkerfisins og auki líkur á stjórnunarmis-
tökum og spillingu. En spilling og óskilvirkni fylg-
ir einnig þjóðum sem lækkað hafa skatta verulega.
Guðfinna Bjarnadóttir, frambjóðandi fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, hrópaði til að mynda ekki húrra fyr-
ir sóun og óskilvirkni í bandarískri stjórnsýslu í áð-
urgreindum útvarpsþætti. Hefur hún þó búið vestra
og rekið þar fyrirtæki og ætti að vita hvað hún er að
tala um. Sem er algerlega í takt við það sem Sachs
hefur um þetta að segja: „Það er kaldhæðnislegt, að
í Bandaríkjunum, þar sem lausnir einkamarkaðar-
ins eru í fyrirrúmi, er kerfið svo óskilvirkt, að Banda-
ríkjamenn greiða 14 prósent af þjóðartekjum sínum
til heilbrigðismála en Norðurlöndin aðeins 11 pró-
sent... Bandaríkin verja minna til opinberra umsvifa
en Norðurlöndin. Skattar hafa einnig lækkað svo
mikið að þeir hrökkva ekki lengur fyrir velferðarút-
gjöldunum.“ Varla merkir þetta annað en hallarekst-
ur á ríkissjóði Bandaríkjanna.
Kannast einhver við hneigðirnar og mynstrið? Var
einhver að spá halla á ríkissjóði íslenska lýðveldis-
ins árið 2008? Verður árið 2008 hægt að greiða tann-
lækningar fyrir börn að fullu úr sameiginlegum sjóð-
um landsmanna óháð fjárhag og stéttarstöðu?
fimmtudagur 26. apríl 200712 Umræða DV
Margrét Ómarsdóttir, talsmaður Barnageðs, félags foreldra geð-
fatlaðra, er móðir drengs sem um árabil hefur þjáðst af geðröskun.
Hún segist fyrir löngu búin að gefast upp á kerfinu. „�il fjölda ára
hefur fjölskylda mín verið í gíslingu kerfisins og við höfum staðið í
áralangri baráttu við kerfið. Sem betur fer er sonur minn að ná þeim
aldri að við erum að losna út úr því. Nýverið höfum við fundið aðra
leið til að fá hjálp. Við vorum bara svo heppin að fá undanþágu ann-
ars staðar þar sem viðkomandi aðila fannst ástandið einfaldlega
óforsvaranlegt,“ segir Margrét í samtali við DV. „Það er bara ekki
boðið upp á neinar lausnir. Ótrúlegt er að horfa upp á heilbrigðis-
ráðherra lýsa því yfir að allir þeir sem þurfi á hjálp að halda fái hana.
Skilaboðin til foreldranna eru líklega þau að hringja þá bara beint í
Siv og láta hana standa við orð sín með aðstoðina.“
Þessi orð Margrétar eiga erindi til allra, ekki síst frambjóðenda til
Alþingis. Það er ekki með nokkrum hætti að sættast við að þeim sem
hafa sóst eftir völdum og fengið, láti ástand einsog Margrét Ómars-
dóttir lýsir, viðgangast. Þeir sem hafa kost á að hafna Siv Friðleifs-
óttur í komandi kosningum munu væntanlega gera það. Framganga
hennar er óásættanleg og ekki er nokkur leið að kalla hana til frekari
starfa fyrir fólkið í landinu, allavega ekki veika fólkið.
„Margföldunaráhrifin af biðlistum geðdeildarinnar eru gífur-
leg. Öll fjölskyldan er undirlögð og það fer hreinlega allt til fjand-
ans,“ segir Sveinn Magnússon hjá Geðhjálp. „Einstaklingur, sem var
hættulegur sér og öðrum, var lokaður af inni á salerni deildarinn-
ar þar sem hættuleg efni var að finna. Erum við að bíða eftir því að
fleiri svona dæmi komi upp eða ætlum við að leysa þennan vanda?
Við skulum ekkert bíða. Kjósendum ber að leita svara hjá fram-
bjóðendum. Vandann verður að leysa. „Móðir, sem ég þekki, hefur
lengi þurft að glíma við bæði geðsjúkdóm og krabbamein hjá barni
sínu. Um skeið var útlit fyrir rénun beggja sjúkdómanna en krabba-
meinið tók sig upp aftur. Þó svo að það sé ljótt að hugsa þannig þá
var hún nánast fegin því vegna þess að þá gat hún fengið aðstoð,“
segir Margrét.
Heilbrigðisráðherrann, Siv Friðleifsdóttir, er upptekin af innan-
flokksátökum þar sem verið er að koma vildarfélögum í Framsókn
á bestu básana þar sem óvíst er um áframhaldandi völd flokksins.
Á meðan dregur ekki úr vanda þess fólks sem hér hefur verið bent
á. Frambjóðendur sem meina eitthvað með brölti sínu verða að lesa
DV. Þar birtast sannar sögur af fólki sem eru þolendur aðgerðarleys-
is stjórnmálamanna.
Sigurjón M. Egilsson
Leiðarvísir fyrir
frambjóðendur
Lyftir aðfallið öllum bátum?
Kjallari
JóHann Hauksson
útvarpsmaður skrifar
„Þetta er stórmerkilegt, vegna
þess að bandarískir íhaldsmenn
halda fram, að mikil skattheimta,
til þess að standa undir ríkisum-
svifum, dragi úr skilvirkni hag-
kerfisins og auki líkur á stjórnun-
armistökum og spillingu.“
ÚtgáfuféLag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal
ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson
fuLLtrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson
fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson
aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir augLýSingaStjóri: auður Húnfjörð
Fyrir Íslenskar aðstæður
Jakki og buxur með
Air-Tex öndun
Kr. 19.500
Innifalið! Tvenn nærföt þunn rakadræg og fl ís.
Athugið! Einnig fylgja með í kaupunum lúffur,
húfa og trefi ll.
North Ice Outdoor
Finnskur útivistar fatnaður vatnsheldur
með Air-Tex öndun. Jakki og buxur.
Kr. 17.500,-
Léttur og þægilegur fatnaður á frábæru verði.
Athugið! Nú fylgja fl íspeysa, fl ísnærföt, húfa, vettlingar
og snilldar bakpoki frítt með.
Icefinwww.icefi n.is - Nóatúni 17 - 105 RVK.
Vertu klár fyrir sumarið með útivistarfatnaði
Icefin.indd 1 4/1/07 6:40:19 PM
Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða
Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja
Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús