Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Síða 16
fimmtudagur 26. apríl 200716 Sport DV Joe Cole skoraði eina mark Chelsea sem vann 1-0 sigur á Liverpool í fyrri undanúrslita viðureign liðanna. Það kemur í ljós í næstu viku hvort liðið kemst áfram en þá verða seinni leikir undanúrslitanna. Chelsea vann Liverpool 1-0 í gær í fyrri við- ureign þessara ensku liða í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fór fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, en síð- ari leikurinn verður á Anfield næsta þriðju- dag. Það getur allt gerst í þeim leik og spurn- ing hversu langt þetta eina mark á heimavelli mun fleyta Chelsea. Allavega er ljóst að þeir bláklæddu geta ekki byrjað að fagna strax. „Ég er ánægður með frammistöðu míns liðs. Spilamennskan í fyrri hálfleik var til fyrir- myndar og við fengum fimm eða sex góð færi til að skora. Seinni hálfleikurinn var öðruvísi. Liverpool lagði meiri áherslu á sóknina og Petr (Cech) kom í veg fyrir að þeir jöfnuðu,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, en hann vildi fá vítaspyrnu þegar knötturinn fór greinilega í hendi Alvaro Arbeloa snemma í seinni hálfleik. „Ég held að enginn geti haldið því fram að þetta hafi ekki verið vítaspyrna. Þetta er að ger- ast aftur og aftur í sífellu. Það var gott færi á 2-0 sigri og 2-0 hefði þýtt allt öðruvísi leik. Ég vona það svo sannarlega að eftir seinni leikinn þurfi menn ekki að svekkja sig yfir vafasömum dómi eins og fyrir tveimur árum. Ég ætla að vona það að við munum gera nóg til að þurfa ekki að horfa til baka.“ Drogba erfiður Mourinho segist hafa verið ósáttur við nýt- ingu sókna í fyrri hálfleik. „Við skoruðum bara úr færi númer sex. Leikaðferð Liverpool í seinni hálfleik kom mér ekkert á óvart en þó var erfitt að verjast henni. Þeir léku upp á langa og háa bolta á Peter Crouch. Ég reikna með að Liver- pool hafi trú á því að geta snúið þessum úrslit- um við. En við höfum frábært varnarlið og erum með 1-0 forystu. Við skorum venjulega í öllum okkar leikjum og ef við náum því á Anfield erum við í góðum málum,“ sagði Mourinho. Chelsea var öllu sterkara liðið í fyrri hálf- leik í gær og þar var það Didier Drogba sem var í aðahlutverki og gerði varnarmönnum Liverpool lífið leitt. Miðjumenn Liverpool áttu margar misheppnaðar sendingar snemma í leiknum og fyrsta hættulega færið kom eftir að Javier Mascherano gaf á Drogba. En í stað þess að gefa á Andriy Shevchenko sem var í góðu hlaupi að marki kaus Drogba að reyna sjálfur og sóknin rann út í sandinn. Eftir sjö mínútna leik átti Pepe Reina, mark- vörður Liverpool, frábæra markvörslu þegar hann varði skot frá Frank Lampard snilldarlega. Chelsea hafði völdin á vellinum og það skilaði marki eftir 29. mínútna leik. Joe Cole var í byrj- unarliði Chelsea og þakkaði traustið með því að skora. Ricardo Carvalho átti góða sendingu úr vörninni á Drogba sem lék á danska varnar- manninn Daniel Agger áður en hann átti hnit- miðaða fyrirgjöf á Cole sem sýndi ákveðni og skoraði af stuttu færi. Stemningin á Anfield gæti ráðið úrslitum Steven Gerrard átti eina færi Liverpool í fyrri hálfleik þegar hann skallaði yfir markið og heimamenn verðskuldað með forystuna í hálf- leik. Craig Bellamy var tekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks sem var skiljanleg ákvörðun enda hafði hann ekkert sést fram að því. Pet- er Crouch kom inn sem varamaður og var ekki búinn að vera lengi inni á vellinum þegar hann lét Petr Cech taka á honum stóra sínum. Liver- pool var betra liðið í seinni hálfleik og það fór um áhorfendur á Stamford Bridge. Lampard var þó nálægt því að koma Chel- sea í tveggja marka forystu seint í leiknum þeg- ar Reina sýndi hve öflugur markvörður hann er og varði vel. Fleiri urðu mörkin hinsvegar ekki og spurning hversu langt þetta mark frá Cole fleytir Chelsea. Segja má að aðeins fyrri hálf- leikurinn sé búinn og sá síðari verður á Anfield Road í næstu viku. Liverpool náði ekki útivall- armarki sem gerir það að verkum að Lundúna- liðið er óneitanlega í aðeins betri stöðu enda með magnaða vörn og einn besta markvörð heims þar fyrir aftan. „Við lékum einfaldlega illa í fyrri hálfleik. Chelsea fékk sín færi en það var ekki vegna þess að þeir voru að spila vel, við vorum að gefa þeim boltann,“ sagði Rafael Benítez, þjálfari Liverpool. „Fyrir leikinn ákváðum við að fara varlega enda vitum við það að þeir eru hættulegir í skyndisóknum. Í fyrri hálfleik vorum við þó að taka rangar ákvarðanir og allt gekk á afturfótunum. Það verður gaman að leika fyrir framan okkar stuðningsmenn á An- field. Við erum bjartsýnir því við vitum að við erum gott lið, getum skorað mörk og getum unnið Chelsea.“ Rétt eins og Benítez þá hefur sóknarmaðurinn Dirk Kuyt fulla trú á því að Liverpool geti náð í úrslitaleik Meistaradeild- arinnar sem fram fer í Aþenu með því að knýja fram rétt úrslit á Anfield í næstu viku. „Það er alveg augljóst að þetta eru ekki úrslitin sem við vildum. En þessi viðureign er bara hálfn- uð. Við hefðum viljað ná að stela sigri hérna eða ná jafntefli en það verður ekki horft til baka núna. Þetta eru úrslitin sem við þurfum að yfirvinna,“ sagði Kuyt. „Við þurfum bara að sjá til þess að við skor- um fyrstir á Anfield. Stuðningurinn sem við munum fá þar er einstakur. Evrópukvöld á An- field eru engu lík. Með þeim stuðningi mun- um við eiga möguleika á að snúa þessu okkur í hag.“ elvargeir@dv.is Naum forysta Chelsea Stóri og sá litli peter Crouch gnæfir hér yfir Claude makelele Stál í stál gríðarleg barátta var í leiknum í gær Skrefi á eftir Steven gerrard var slakur í leiknum í gær og var iðulega skrefi á eftir Chelsea - Liverpool 1-0 1-0 Joe Cole (29.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.