Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Side 17
DV Sport fimmtudagur 26. apríl 2007 17
ÍÞRÓTTAMOLAR
Portsmouth
byggir nýjan völl
portsmouth hefur gefið út að félagið
hyggist byggja nýjan 36 þúsund
manna leikvang við hafnarsvæði
borgarinnar.
Völlurinn á að
vera hluti af
áætlun að
andvirði 80
milljarða króna,
en félagið hyggst
einnig byggja um
1.500 íbúðir,
veitingastaði,
bari og útivistar-
svæði á svæðinu. Ef áætlanir ganga
eftir og leyfi munu framkvæmdir
hefjast sumarið 2008 og portsmouth
gæti hafið að spila á vellinum árið
2011.
ball er allur
alan Ball, fyrrverandi leikmaður
enska landsliðsins í knattspyrnu, lést
á þriðjudaginn, 61 árs gamall. Ball lék
á sínum tíma 72
landsleiki fyrir
England og var
yngsti leikmaður
landsliðsins sem
varð heimsmeist-
ari árið 1966. Ball
kom víða við á 22
ára ferli sínum
sem leikmaður
en hann lék
lengst af með Everton, arsenal og
Southampton. Eftir að hafa lagt
skóna á hilluna starfaði Ball sem
knattspyrnustjóri hjá nokkrum liðum
með misgóðum árangri. Banamein
hans var hjartaáfall sem hann fékk
við að slökkva eld í garðinum sínum.
mayweather hefur enga
stjórn á sér
mikil eftirvænting er fyrir bardaga
þeirra Oscars de la Hoya og floyds
mayweather sem
fram fer 6. maí.
mayweather, sem
oft er sagður vera
besti hnefaleika-
maðurinn í dag
pund fyrir pund,
hefur verið
duglegur að tala
niður til de la
Hoya og meðal
annars sagt að hann sé kerling og tík.
de la Hoya segir að ummæli
mayweathers fari ekki í taugarnar á
sér. „fram undan er stærsti bardagi
okkar beggja og besti hnefaleika-
maðurinn pund fyrir pund hagar sér
eins og hann sé bilaður, hann hefur
enga stjórn á sér. Ég er atvinnumað-
ur, hef verið í þessu í mörg ár, hef
boxað marga stóra bardaga og þetta
er ekki að virka,“ sagði de la Hoya.
styttist í endurkomu owens
Svo gæti farið að michael Owen
verði í leikmannahóp Newcastle sem
mætir reading á útivelli á mánudag-
inn. Owen hefur aðeins spilað 29
mínútur frá því að glenn roeder tók
við stjórnartaum-
unum hjá
Newcastle. „Ég er
ekki klár á því
hvort hann verði
tilbúinn á
mánudaginn. En
ég er mjög
ánægður með
endurhæfinguna
hjá michael,“
sagði roeder. Scott parker er einnig
óðum að jafna sig og hann gæti
verið klár í slaginn gegn reading. „Ég
tek bara einn dag fyrir í einu og er
vongóður með mánudaginn,“ sagði
parker.
vill vera áfram hjá barca
Kamerúninn Samuel Eto‘o segist vilja
vera hjá Barcelona svo lengi sem
stuðningsmenn
félagsins vilji hafa
hann. Eto‘o hefur
verið orðaður við
Chelsea,
manchester
united og
arsenal að
undanförnu. „Ég
mun aðeins fara
ef stuðnings-
mennirnir segja mér að fara. Ég er
með þrjá hópa stuðningsmanna
nálægt hjarta mínu. Númer eitt
Kamerún, númer tvö mallorca og
númer þrjú Barcelona. í dag legg ég
mig allan fram fyrir stuðningsmenn
Barca,“ sagði Eto‘o.
Úrslitakeppni Íslandsmótsins í ís-
hokkí lauk með fimmta leik Skauta-
félags Reykjavíkur og Skautafélags
Akureyrar sem fram fór í Skautahöll-
inni í Laugardal í gærkvöld. Leikur
var frá upphafi til enda hnífjafn og
endaði með framlenginu og víta-
keppni en á endanum höfðu Skauta-
félagsmenn úr Reykjavík sigur en
þeir skoruðu sex mörk gegn fjórum
mörkum norðanmanna.
Fyrsta lotan var hnífjöfn og spenn-
andi þar sem baráttan og marvarsla
var í aðalhlutverki. Markverðirnir Birg-
ir Örn Sveinsson SR og Ómar Smári
Skúlasson SA vörðu eins og berserk-
ir og var staðan 0-0 þegar fyrstu lotu
lauk. Áfram hélt baráttan og stemm-
ingin í húsinu var gríðarleg en um 700
manns sáu leikinn.
Gauti Þormóðsson skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir SR-inga eftir stoð-
sendingu frá Todd Simpson þegar
skammt var eftir af annari lotu. Lengi
vel leit út fyrir að þetta eina mark
myndi duga SR-ingum til sigur því það
var langt liðið á þriðju og síðustu lotu
þegar SA-menn jöfnuðu metin og var
þar að verki Jón B. Gíslason eftir stoð-
sendingu frá Jóni Inga Hallgrímssyni.
Gestirnir létu kné fylgja kviði og
strax þremur mínútum síðar bættu
SA-menn öðru marki við og var þar
að verki Tomas Fiala. Margir héldu
að norðanmenn væru að landa Ís-
landsmeistaratitlinum.
En heimamenn voru staðráðn-
ir í að gefast ekkert upp og girtu sig
í brók og þrjár mínútur voru eftir að
leiknum jafnaði Guðmundur Björg-
vinsson metin fyrir SR-inga eftir stoð-
sendingu frá Gauta Þormóðssyni og
því var staðan 2 -2 þegar venjulegum
leiktíma lauk.
Það var því gripið til framlenging-
ar í tíu mínútur þar sem SR missti
tvo leikmenn af velli en stóðu vörn-
ina með miklum sóma og gestunum
tókst ekki að finna glufur á fámennri
vörn heimamanna. Því var gripið til
vítakeppni þar sem hvort lið fékk 5 til-
raunir. Þar var því gripið til vítakeppni
í fyrsta sinn í sögunni. Þar var Birgir
Örn Sveinsson hetja SR því hann varði
tvö skot gestanna og tryggði sigurinn.
Vítakeppnin
SR:
Gauti Þormóðsson mark
Egill Þormóðsson mark
Mirek Krivanek varið
Petr Krivanek mark
Daniel Kolar mark
SA:
Jón Gíslason mark
Rúnar Rúnarsson mark
Tomas Fiala varið
Björn Már Jakobsson varið
Síðasta víti ekki tekið þar sem SR hafði
tryggt sér sigurinnn.
Helgi Páll Þórisson fyrirliði SR var
að vonum kátur eftir leikinn. „Þetta
var náttúrulega ótrúlegur leikur og í
raun hart í hart. Við náum að knýja
fram framlenginu en stóðum vörn-
ina rosalega vel þegar við vorum
tveimur færri.
Þetta var mikil dramantík, fyrsti
leikurinn sem vinnst á heimavelli.
Þetta var í raun fullkomið einvígi,
við vinnum tvo og þeir tvo, úrslita-
leikur og vítakeppni í fyrsta sinn.
Þetta gerist ekki betra, þetta er gríð-
arlega skemmtilegt og ánægjulegt.
Fólk var illa haldið í stúkunni af
stressi og brjáluð stemming.“
SR varð meistari annað árið í röð
með sigrinum en Helgi hefur orðið
meistari þrisvar sinnum alls.
„Stemmingin er mjög góð, við
erum núna að fara í veislu sem held-
ur ábyggilega áfram fram á sunnu-
dag,“ sagði Hjalti í léttum dúr.
benni@dv.is
SR og SA léku í gær úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí. Mikill fjöldi fólks
fylgdist með leiknum sem endaði í fyrsta sinn í vítakeppni. Þar var það birgir örn
sveinsson markvörður SR sem reyndist hetja liðsins því hann varði tvö skot.
SR MeiSTARi
Í hádRAMATÍSkuM Leik
Deildarbikar karla í handbolta hófst í gær. Íslandsmeistarar Vals lenntu í vandræðum
með bikarmeistara Stjörnunar.
Timburmenn hjá Val
Spennufall Valsmanna var greini-
lega mikið þegar liðið mætti Stjörn-
unni í fyrsta leik liðanna í deildarbik-
arnum. Aðeins þrír dagar eru síðan
Valur tryggði sér Íslandsmeistaratit-
ilinn og voru Valsmenn ekki komnir
niður á jörðina eftir fagnaðar lætin á
sunnudag.
Valsmenn héldu í við Garðbæinga
til að byrja með en í stöðunni 9-9
skildu leiðir. Staðan í hálfleik var 11-
16 fyrir gestina úr Garðabæ og þeir
unnu að lokum fimm marka sigur
23-27.
Í hinum leik kvöldsins mættust
HK og Fram. HK lenti í öðru sæti
deildarinnar og hafa því heimavallar
réttinn á Fram sem lentu í þriðja sæti
deildarinnar. Leikurinn var hnífjafn
og spennandi allan tíman. Liðin
skiptust á að hafa forystuna en mun-
urinn var þó aldrei mikill, eitt til tvö
mörk. Staðan í leikhléi var 14-14 þar
sem HK fékk aukakast undir lokinn
og gerðist þá umdeilt atvik. Valdi-
mar Þórsson þrumaði þá í andslitið
á Brjáni Brjánssyni varnartrölli Fram
en fékk ekki gult eða rautt spald,
hvað þá tiltal frá dómurum leiksins.
Voru Framarar afar ósáttir við Valdi-
mar og hans hegðun.
Síðari hálfleikur var áfram jafn og
spennandi og leikurinn hnífjafn. Það
fór svo að lokum að HK silgdi fram-
úr undir lokinn og landaði sigri 28-
26. Þeir leiða því einvígið 1-0. Liðin
mætast að nýju á morgun en þá verð-
ur leikið í Safamýri. benni@dv.is
Þrumaði í smettið Valdimar Þórsson
þrumaði í andlitið á Brjáni Brjánssyni
leikmanni fram úr aukakasti
óskar bjarni Óskar Bjarni Óskarsson
þrumar hér yfir sínum mönnum