Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Page 20
LífsstíLL
Reglulegt nudd
Nudd verður aldrei nógsamlega lofað en það er ótrúlegt hversu
margir fara aldrei í nudd fyrr en þeir eru orðnir svo stífir af vöðva-
bólgu að þeir geta varla keyrt til nuddarans. Betra er að nota nudd
sem fyrirbyggjandi aðgerð á stífan háls og aumt bak og heimsækja
nuddarann áður en allt fer í óefni.
Ég er þessi erlendur!
nýiR viniR á netinu
Nýr samskiptavefur hefur verið
opnaður á slóðinni netvinir.is.
Vefurinn er einfaldur í uppbygg-
ingu og minnir um margt á gamla
Ircið sem margir muna vel eftir.
Notendur skrá sig til þátttöku með
ósk um eftirlætis viðmælanda, karl
eða konu. Á vefnum getur fólk
komist í spjallsamband við annað
fólk og tekið bæði þátt í einka-
spjalli eða hópsamræðum. Þá er
líka hægt að blogga, vista myndir
og margt fleira á vefnum. Aðstand-
endur vefsins hafa einnig í hyggju
að helga sér stað á veitingahúsi til
að auka félagslegt gildi vefsins. Það
er um að gera fyrir þá sem vilja
stytta sér stundir með spjalli að
kíkja þarna inn.
Hjálp við ikea-
innRÉttingaRnaR
Þótt innréttingarnar frá Ikea séu
álitnar afar auðveldar í uppsetn-
ingu þá er til sérstakt fyrirtæki sem
sérhæfir sig í
uppsetningum á
þeim. Það heitir
Betri híbýli og
starfsfólk þess
skrúfar bæði
innréttingar og
fataskápa hratt
og fljótt saman.
Þar fyrir utan
mæla
starfsmennirnir einnig fyrir
innréttingunum og hjálpa til við
val á þeim. Auk þessa er einnig
boðið upp á aðra þjónustu á borð
við uppsetningu á milliveggjum,
parketlögn og milligöngu um
útvegun á öðrum iðnaðarmönnum.
Einfaldara getur það vart orðið.
Alþjóðahúsið hefur sölu á flottum bolum:
Alþjóðahúsið mun á morgun, föstudag, hefja sölu á stórskemmtilegum
bolum sem vekja eiga fólk til umhugsunar um stöðu innflytjenda á Íslandi.
Sölunni verður formlega startað milli kl.17 og 19 á Café Cultura en þá verð-
ur einnig tvennutilboð á barnum. Bolirnir, sem eru aðsniðnir og úr góðu
efni, fást með fjórum mismunandi áletrunum: „Ég er þetta fólk“, „Ég er
vinnuafl“, „Ég er af erlendum uppruna“ og „Ég er þessi Erlendur!“
Hugmyndin er komin frá starfsfólki Alþjóðahússins sem finnst innflytj-
endur alltof oft settir undir einn hatt sem „þetta fólk“, þegar staðreyndin er
sú að hér býr fólk af 120 þjóðernum sem er svo sannarlega ólíkt innbyrðis.
„Við vildum gera eitthvað til að vekja fólk til umhugsunar um þá neikvæðu
umræðu sem hefur verið í gangi um innflytjendur og þann neikvæða stimpil
sem margir Íslendingar gefa fólki af erlendum uppruna,“ segir Helga Ólafs-
dóttir, upplýsingafulltrúi Alþjóðahússins. Hún segir að bolirnir hafi nú þeg-
ar vakið mikla athygli því starfsmenn Alþjóðahússins klæddust fyrstu ein-
tökunum í síðustu viku á ráðstefnu sem var haldin í Ráðhúsinu og í kjölfar
hennar hafa fjölmargar fyrirspurnir borist Alþjóðahúsinu svo starfsfólkið
býst við góðri sölu. Einnig hafa verið búin til barmmerki með sömu setning-
um sem dreift verður frítt. Þeir sem ekki komast á morgun á sælustundina á
Café Cultura geta nálgast bolina seinna í Alþjóðahúsinu, á Kaffi Hljómalind
og á Múltí Kúltí við Ingólfsstræti en verðið á þeim er 2.000 krónur.
Allir með eitthvAð
á prjónunum
„Það er mikið verið að prjóna
stutt vesti sem eru kringd í hálsin og
svo eru skokkar sem ná niður á hné
einnig vinsælir en við þá nota þær
breið belti,“ segir Auður Kristinsdótt-
ir, aðspurð að því hvað konur lands-
ins séu helst með á prjónunum þessa
stundina. Auður er eigandi heildsöl-
unnar Tinnu í Kópavogi sem selur
garn til sextíu verslana vítt og breitt
um landið og gefur tvisvar á ári út
prjónablaðið Ýr og ungbarnablaðið
Tinnu. Aldrei hefur verið eins vin-
sælt að prjóna og eru prjónaklúbb-
ar reknir víða um land. Þannig hef-
ur lengi verið rekinn prjónaklúbbur
í bókabúðinni Eski á Eskifirði og
hvern þriðjudagsmorgun hittast ak-
ureyrskar prjónakonur í prjónakaffi
í Samkaup úrval í Hrísalundi. Í vet-
ur hafa prjónakonur í Reykjavík hist
á prjónakvöldum á vegum Heimil-
isiðnaðarsambandsins í Iðuhúsinu
fyrsta fimmtudag hvers mánaðar.
„Tinna er líka með ókeypis prjóna-
klúbb sem fólk skráir sig í á heima-
síðunni okkar tinna.is. Í gegnum
klúbbinn fá meðlimir reglulega
sendar nýjar prjónauppskriftir sem
virka mjög hvetjandi á prjónaskap-
inn,“ segir Auður.
Þegar hún er spurð að því hvaða
efni séu vinsælust nefnir hún
tvær garntegundir. Annars vegar
Alpakka-ull sem kemur úr lama-
dýrum í Bólivíu. „Hún er sérlega
létt og mjúk um leið og hún er slit-
sterk og heldur vel formi.“ Hins veg-
ar er það gróft garn sem kallast Easy.
„Það er bæði auðvelt og fljótlegt að
prjóna úr því en við það eru notað-
ir prjónar í stærð 8 til 9,“ segir Auð-
ur. Þæfð ull var afar vinsæl í fyrra en
að sögn Auðar virðist hún ekki eins
mikið í tísku í ár. „Þæfingin er vissu-
lega komin til að vera en í stað þess
að vera notuð í stærri flíkur er ver-
ið að gera meira af smærri hlutum
til heimilisins, töskur og aðra fylgi-
hluti,“ segir Auður og bætir við að
fólk fái útrás fyrir sköpunargáfuna
í þæfingunni en mjög auðvelt er að
þæfa, það er gert í þvottavél við 40 til
60 gráðu hita . „Meira að segja þótt
prjónaskapurinn sé ekki 100% þá
samlagast allt og fellur í formfagrar
línur,“ segir hún.
Aðspurð að því hvort prjónun-
um sé ekki pakkað niður með hækk-
andi sól segir Auður svo ekki endi-
lega vera. Á sumrin sé vinsælt að
prjóna á ungviðið því í kringum 15.
maí kemur ungbarnablaðið út. „Fólk
vill halda í þessa hefð að prjóna á ný-
bura. Með því gefur það miklu meira
af sér heldur en að hlaupa bara út í
næsta stórmarkað og kaupa sængur-
gjöf,“ segir Auður að lokum.
Flott FyRiR
stRákana
Við herralínu L´Occitane, hafa nú
bæst við fjórar vörutegundir sem eru
sérsniðnar að húðgerð karlmanna og
allir strákar sem áhuga hafa á því að
hugsa vel um útlit sitt ættu að hafa
gaman af að prófa. Fyrst ber að telja
sápulausan andlistskrúbb, Juniper
Bark scrub, sem kemur í veg fyrir
inngróin hár og undirbýr húðina fyrir
rakstur. Youth concentrate er fyrsta
hrukkukremið fyrir herra sem
L´Occitane setur á markað en kremið
sléttir, stinnir og eykur teygjanleika
húðarinnar og gefur henni raka eftir
rakstur. Shaving oil er raksturolía sem
mýkir húð og brodda og inniheldur
vörn sem minnkar roða og pirring.
Olían hentar vel á ferðalögum, fyrir
flýtirakstur og fyrir nákvæman rakstur
eins og hökutopp og barta. Fjórða
nýjungin er svo Anti-fatigue gel sem
er olíulaust rakagel sem dregur úr
sjáanlegum þreytu og streitumerkj-
um. Gefur teygjanleika,styrk og vörn.
efni og styrkir hana með því að
endurbyggja og samræma yfirborð
hennar.
FImmtudAGur 26. ApríL 200720 Lífstíll DV
Gegn neikvæðri umræðu Hér má sjá nokkra starfsmenn Alþjóðahússins íklædda
bolunum sem fást með fjórum mismunandi áletrunum sem vonandi vekja fólk til
umhugsunar um stöðu innflytjenda á íslandi.
Hnésíðir skokkar og stutt vesti eru það sem íslenskar konur eru helst að prjóna þessa
dagana að sögn Auðar Kristinsdóttur eiganda prjónavöruverslunarinnar Tinnu.
Gott byrjendaverkefni Þessi bolero-jakki er prjónaður úr Easy-garni. Hann er prjónaður
frá ermi, yfir bakið og yfir í seinni ermina. Síðan eru prjónaðar upp lykkjur í gatinu sem þá
hefur myndast og kragi og framstykki prjónuð í einu.
Stutt vesti vinsæl Vesti sem þetta hafa verið
vinsæl verkefni prjónakvenna landsins. Hægt
er að nálgast uppskriftina í prjónablaðinu Ýr.
Nokkur prjónaráð
n Veldu bambusprjóna fyrir
hljóðlátari og léttari prjóna-
skap. Þeir eru líka umhverf-
isvænir.
n Slakaðu á við prjónaskap-
inn og njóttu þess að prjóna.
Röng líkamsbeiting við
prjónaskapinn getur valdið
vöðvabólgu.
n Það er gott fyrir byrjendur
að velja gróft garn og breiða
prjóna. Árangurinn kemur
þá fyrr í ljós.
n Ókeypis prjónauppskriftir
má fá á heimasíðunum
tinna.is, alafoss.is og istex.is