Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Side 25
Reese Witherspoon
Er ósátt við Jake en
hún er nýskilin sökum
framhjáhalds.
DV Sviðsljós fimmtudagur 26. apríl 2007 25
Rappmógúlinn Russell Simm-
ons vill banna orðin bitch (tík), ho
(hóra) og nigger (niggari) úr öllum
rapplögum. Russell er atkvæðamik-
il persóna í tónlistarlífi Bandaríkj-
anna en hann er stofnandi Def Jam
útgáfufyrirtækisins og eigandi fata-
merkjanna Baby Phat og Phat Farm.
Mikil umræða hefur verið um boð-
skap rapptónlistar í Bandaríkjun-
um upp á síðkastið og var það sjón-
varpskonan Oprah Winfrey sem hóf
umræðuna skömmu eftir ómerkileg
ummæli sjónvarpsmannsins Don
Imus, en í Imus var lýsandi í körfu-
boltaleik kvenna og lét þar falla orð,
uppfull af kvenfyrirlitningu og for-
dómum. Russell segir að rapptónlist
í dag sé ritskoðuð að því leyti að mjög
dónaleg orð eru tekin úr þeim útgáf-
um laga sem hljóma í útvarpi. Hann
vill herða reglurnar enn meira og
ennfremur fá á hreint hvaða orð það
eru sem eru mjög dónaleg. Hingað
til hafa orðin ho og bitch ekki ver-
ið klippt úr útvarpsútgáfum laga en
segir Russell að helst ætti að banna
þessi orð algjörlega. „Það sem ég
legg til er að þessum orðum verði
sleppt alveg. Þetta er fyrsta skrefið í
baráttunni. Þetta eru skýr skilaboð
til tónlistarmanna um að þeir eigi
að vera ábyrgir þjóðfélagsþegnar og
fyrirmyndir,“ segir Russell, en engin
svör hafa enn borist við óskum hans
frá útgefendum. Þó er ekki allir sam-
mála Russell og hefur rapparinn T.I,
sem var söluhæsti rappari Banda-
ríkjanna í fyrra gagnrýnt uppástung-
una harðlega. „Ég held að banda-
ríska þjóðin ætti að hafa áhyggjur af
einhverju öðru en þessu. Ef við vilj-
um bæta Bandaríkin, þá verðum við
að fjarlægja George Bush úr embætti
fyrst og taka svo á hinum vandamál-
unum, ekki öfugt,“ segir T.I sem hef-
ur ekki farið leynt með álit sitt á for-
setanum. Þá segir hann að foreldrar
þurfi líka að einbeita sér að uppeldi
barna sinna og að þau eigi ekki að
skella skuldinni á rapptónlist. „Ég
á börn sjálfur og ég er með þeim á
hverjum degi. Ef ég gríp þau við að
nota þessu dónalegu orð sem heyra
meðal annars í textum föður síns,
þá skamma ég þau og segi þeim að
svona segi maður ekki. Því það er
ábyrgð mín sem faðir þeirra. Það er
eins og margir foreldrar vilji skella
skuldinni á hip-hop og það er rót
vandamálsins. Rapptónlist skal ekki
verða blóraböggull vanhæfra for-
eldra,“ segir hinn málefnanlegi T.I.
Rappmógúllinn og milljónamæringurinn Russell Simmons
vill banna orðin bitch, ho og nigger úr rapptónlist. Hann segir
orðin senda röng skilaboð til barna og unglinga um allan heim
og að nú sé kominn tími til að sýna ábyrgð. Rapparinn T.I er
honum ekki sammála og segir vanhæfa foreldra vera rót vand-
ans og að það eigi ekki að nota rapptónlist sem blóraböggul.
Málefnanlegir
deila uM ókvæðisorð
rapparar
RuSSell SImmonS
Vill láta banna orðin nigger,
ho og bitch úr rapptónlist.
RappaRInn T.I
Skammar sín eigin börn fyrir að apa
upp dónaskapinn í textunum sínum.
Reese Witherspoon er sögð hafa
varað starfssystir sína Jennifer An-
iston við og sagt henni að halda sig
fjarri Jake Gyllenhaal eftir að nánar
myndir af þeim birtust fyrir stuttu.
Reese og Jake hafa verið saman í tvo
mánuði og segir vinkona stjörnunn-
ar að hún sé brjáluð yfir þeim mynd-
um sem birtust af Jake og Jennifer
þegar þau voru að kynna hin árlegu
GLAAD-fjölmiðlaverðlaun á sunnu-
dagin var.
Reese skildi nýlega við íslands-
vininn Ryan Phillippe sökum fram-
hjáhalds og er því mjög viðkvæm
fyrir. Myndirnar sína það sem virð-
ist þónokkra nánd og ástúð.
Jake lék með Jennifer í myndinni
The Good Girl og hefur Friends-
stjarnan alltaf látið vel að kappan-
um. Það spurning hvort að Jenni-
fer leiki sama leik og Angelina Jolie
lék á hana og steli elskhuga Reese
Witherspoon.
Reese varar Aniston við
Reese Witherspoon er brjáluð eftir að
myndir birtust af Jennifer aniston og
Jake Gyllenhaal að láta vel hvort að öðru.
nei sjáðu! Jake hefur
greinilega mikinn áhuga á
kjólnum hennar Jennifer.
má þetta? Það fer vel
á með Jake og Jennifer.
meira en vinakoss
reese sárnaði mikið
við að sjá myndirnar.
Svikari
fangelsaður
Svikahrappurinn sem sveik pen-
ing út úr Nicolas Cage hefur verið
dæmdur í fimm ára fangelsi. Mað-
urinn sem var fornbílasali og tókst
að hafa út úr leikaranum tæpar 20
milljónir króna. Svikarinn sem heitir
Peter Brotman og er 47 ár var þekkt-
ur í þeim geira en missti tökin á fjár-
málum sínum og reyndi að svíkja sér
leið út úr því. Cage varð fyrir barðinu
á Brotman í apríl 2004 þegar hann sá
um kaup fyrir hann á þremur Ferr-
arium og einni Cobru.
Breyta nafni Pax
Angelina Jolie og Brad Pitt hafa
sótt um að fá að breyta nafni sonar
síns Pax, sem Jolie ættleiddi í síð-
asta mánuði. Þau vilja fá að breyta
eftirnafni hans en hans nýja nafn
mun vera Pax Thien Jolie-Pitt. Þá
hafa sögusmettur í Hollywood tek-
ið fregnunum sem teikn um að allt
sé í himnalagi í sambandi þeirra,
en sögur um að skötuhjúin væru
á barmi sambandsslita hafa verið
áberandi í slúðurblöðum.
Fær aðstoð
frá Jay-Z
Söngkonan Amy Winehouse
hefur nú fengið aðstoð frá rapp-
aranum Jay-Z við að komast inn á
Bandaríkjamarkaðinn. Rapparinn
segist vera mikill aðdáandi seiðandi
söngkonunnar og hafði samband
við hana til að leggja undir hana
nokkrar ferskar hugmyndir til að
breyta laginu Rehab. Að sögn vinar
Amy Winehouse trúði hún því varla
að Jay-z hefði haft samband við sig
með svona flotta útfærslu á laginu
hennar. Winehouse hefur nú þegar
náð einhverjum árangri á Banda-
ríkjamarkaði eftir að platan hennar
Back To Black komst í sjöunda sæti á
Billboard listanum fyrr á árinu.
Mandy Moore
Mandy Morre var lítið máluð á
góðgerðarsamkomu í febrúar
en mætti svo á Brick-verðlaunin
fyrir skömmu með þessa smoky-
förðun.
Beyoncé Knowls
Hefur skartað mörgum hár-
greiðslum um ævina enda með
mikið og fallegt hár. Það deila þó
margir um hvort fari henni betur
að vera með slétt hár eða krull-
urnar góðu.
sophia Bush
One Tree Hill-stjarnan losaði sig
nýlega við hárlengingarnar og
klippti á sig topp þegar þáttunum
lauk núna í apríl.
sarah Jessica parKer
Tískugyðjan hefur bæði verið
mikið með slegið hár sem og í
tagli. Hún er glæsileg í báðum til-
vikum, sitt sýnist hverjum hvað.
Hvort fer þeiM betur?
rihanna
Ungstyrnið glæsilega losaði sig
nýlega við löngu liðuðu lokkana
og splæst í þessar níundaáratugs
styttur.