Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 4

Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 4
M íla hefur ákveðið að kæra útboð ríkisins á tveimur ljósleiðara-þráðum í eigu NATÓ, sem fram fór í apríl 2008, til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Míla, sem á fimm af átta ljósleiður- um sem liggja hringinn í kringum landið, telur að með útboðinu hafi ríkið skekkt sam- keppnisstöðu á fjarskiptamarkaði mjög al- varlega. Vodafone fékk einn þráðinn á nítján milljónir á ári, svokölluðu kostnaðarverði eins og sagði í útboðinu. Páll Á. Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu, segir í samtali við Fréttatímann að það verð sé grín. „Þetta var alvarlegt undirboð. Svo einfalt er það. Um er að ræða 1.800 kílómetra langan þráð sem kostar væntanlega svona fjóra til fimm millj- arða að leggja. Það er algjört rugl og skekkir samkeppnina að Vodafone skuli aðeins þurfa að greiða kostnað við reksturinn en ekki hluta af uppbyggingunni,“ segir Páll. Mílumenn telja að þetta úboð falli undir ríkisaðstoð til Vodafone sem sé ósamrýman- leg EES-samningnum. Í svari frá utanríkisráðuneytinu er þver- tekið fyrir að um sé að ræða ríkisstyrkt sam- keppnisforskot og verður kvörtun þess efnis svarað á viðeigandi hátt. Páll segir óþolandi að horfa upp á sam- keppnisaðilann sleppa við allt sem kallast kostnað við lagningu, endurnýjun og af- skriftir sem hlaupi á hundruðum milljóna. „Síðan þurfa menn að skoða einn hlut. Míla er fjarskiptafyrirtæki sem þarf, í ljósi mark- aðsráðandi stöðu sinnar ásamt Símanum, að uppfylla almenna þjónustukvöð og þjónusta alla landsmenn. Því er ekki að heilsa hjá Vodafone sem getur valið úr þau landsvæði sem skila mestum tekjum. Það eru miklar líkur á að þetta hækki fjarskiptaverð til al- mennings, sérstaklega hjá þeim sem búa utan þéttbýliskjarnanna,“ segir Páll. Varnarmálastofnun, sem leigði þráðinn út til Vodafone, verður lögð niður um ára- mót. Til að geta leigt þráðinn á almennum markaði þurfti stofnunin að skrá sig sem fjarskiptafyrirtæki. Utanríkisráðuneytið tekur við skyldum stofnunarinnar og þar á bæ segjast menn vera að skoða með Póst- og fjarskiptastofnun hvernig málum verður háttað þegar Varnarmálastofnun leggst af. oskar@frettatiminn.is Heiðar Már stefnir DV Athafnamaðurinn Heiðar Már Guðjónsson hefur stefnt Inga Frey Vilhjálmssyni, blaða- manni á DV, og ritstjórum blaðsins, feðgunum Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni. Hann krefst fjögurra millj- óna króna skaðabóta frá þremenn- ingunum vegna umfjöllunar blaðsins um hann í tengslum við gjaldeyris- viðskipti hans. Heiðar Már telur að umfjöllunin hafi komið í veg fyrir að hann og viðskiptafélagar hans hafi getað keypt Sjóvá, en kaupendahópur undir forystu hans dró sig út úr kaupferlinu þegar aðeins vantaði samþykki seðlabankastjóra fyrir kaupunum. -óhþ  ríkisútboð LjósLeiðari Þetta var alvarlegt undirboð. Svo einfalt er það.” Páll Á. Jónsson, forstjóri Mílu, telur ríkið hafa dregið taum Vodafone í ljósleiðaraútboði. Ljósmynd/Hari Míla kærir ljósleiðara- útboð ríkisins Segja samkeppnisaðilann Vodafone hafa fengið ljósleiðara á alvarlegu undirboði frá ríkinu. Svona liggur ljósleiðarinn um landið. Sonur Ólafs áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Þórarni Davíð Ólafs- syni sem er grunaður um hrottafengna líkamsárás á föður sinn á heimili hans í nóvember. Í úrskurði Hæstaréttar kemur fram að árásin hafi verið með afbrigðum hrottafengin en Þórarinn muni lítið sem ekkert eftir atburðarásinni. Hann segir í úrskurðinum að hann hafi ekki ætlað að ganga frá föður sínum en hafi reiðst skyndilega með fyrrgreindum afleiðingum. Ólafur er kominn af gjörgæslu og er á hægum batavegi. -óhþ Stefán þarf að borga hundrað milljónir Stefán H. Hilmarsson, fjármálastjóri 365, þarf að greiða Arion banka rúmlega hundrað milljónir króna í jenum og svissneskum frönkum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu á miðvikudag. Bankinn stefndi Stefáni vegna skulda upp á 500 þúsund svissneska franka og 50 milljónir jena og vann málið. Áður hafði Stefán verið úrskurð- aður gjaldþrota vegna skuldamálsins. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst hyggst Stefán áfrýja dómnum. -óhþ Bankastjórum stefnt fyrir tugi milljarða Slitastjórn og skilanefnd Lands- bankans tilkynntu á kröfuhafafundi á miðvikudag að ákveðið hefði verið að stefna fyrrverandi bankastjórum Landsbankans, þeim Sigurjóni Þ. Árnasyni og Halldóri J. Kristjáns- syni, til greiðslu á skaðabótum upp á 37 milljarða. Um er að ræða tvö aðskilin mál; annars vegar 18 milljarða ábyrgð vegna fjárfestingafélagsins Grettis, í eigu Björgólfs Guðmunds- sonar, og hins vegar vegna 19 milljarða láns til Straums-Burðaráss nokkrum dögum áður en bankinn hrundi. Báðir hafa neitað sök. Halldór J. sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þess efnis og Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, gerði slíkt hið sama. -óhþ veður Föstudagur laugardagur sunnudagur FReKaR KölD, en allS eKKI HVöSS noRðanÁTT oG FRoST uM lanD allT. ÚRKoMulauST oG VaRla SKý Á HIMnI. HöFuðBoRGaRSVæðIð: HEiðRÍkt oG FREMUR kALt MEð noRðAnGoLU. ÁFRaM FReMuR KalT oG lITlaR BReyTInGaR, neMa að SMÁél VeRða Á STanGlI VeSTan- oG SuðVeSTanlanDS. HöFuðBoRGaRSVæðIð: SkýJAð MEð köFLUM oG EF tiL ViLL éL UM MoRGUninn. enn FalleGT VeRTRaRVeðuR uM MeST allT lanD. él noRðanauST- an oG auSTanTIl, en annaRS léTTSKýJað. HöFuðBoRGaRSVæðIð: LéttSkýJAð EðA HEiðRÍkt, En MinnkAnDi FRoSt. Veðurblíða á aðventunni Ekki það að maður sé að kalla eftir vetrarstormunum og slydduhragglanda þessa árstíma ! En hann fer nú að verða ansi langur þessi þurrviðriskafli með meinhægum vindi eða jafnvel algerum stillum. Ekkert lát er þar á og um helgina er spáð froststillu með heiðum himni svona lengst af og víðast hvar. kjörið tækifæri til að skoða stjörnur og dást að norðurljósum. 4 4 5 4 2 3 2 6 6 2 2 2 2 6 2 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Klæddu þig vel laugavegur dúnkápa www.66north.is 4 fréttir Helgin 3.-5. desember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.