Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 12

Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 12
© 20 10 O tic on In c. A ll Ri gh ts R es er ve d. Pantaðu tíma í heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s Komdu út úr skelinni... ...og njóttu þess að heyra með Agil heyrnartækjum Áttu í erfiðleikum með að heyra í fjölmenni eða klið? Finnst þér aðrir tala lágt eða óskýrt? Tekur þú sjaldnar þátt í hópumræðum en áður? Allt þetta getur verið merki þess að heyrn þín sé farin að versna. Agil eru byltingarkennd ný heyrnartæki sem hjálpa þér að heyra betur með minni áreynslu. Tölvuörflagan í Agil er helmingi öflugri en áður hefur þekkst en tækin eru samt um helmingi minni en hefðbundin heyrnartæki og búa þar að auki yfir þráðlausri tækni. Ekki draga þig í hlé vegna heyrnarskerðingar. Komdu út úr skelinni og njóttu þess að heyra eins vel og mögulegt er með Agil heyrnartækjum. „Að geta heyrt tónlistina sína aftur eins og hún á að hljóma er lítið kraftaverk - ég heyri aftur söng fuglanna“ Bubbi Morthens Vilja börnin út af vínveit- ingastöðum Foreldraráð Hafn- ar f jarðar hefur skorað á Hafnar- fjarðarbæ að móta skýra stefnu vegna skemmtana ung- linga á vínveit- ingastöðum. For- eldrarnir vilja að bærinn sé öðrum sveitarfélögum til fyrirmyndar. Þeir hafa jafn- framt óskað eftir stuðningi landssamtakanna Heimilis og skóla vegna málsins. Magnús Baldursson, sviðsstjóri fræðslusviðs Hafnarfjarðarbæjar, segir grunnskóla bæjarins ekki standa fyrir skemmtunum nemenda á vínveitinga- stöðum. Hins vegar sæki nemendur eldri bekkjanna í skemmtanir framhalds- skóla og geti bæjaryfirvöld lítið gert í því nema að reyna að stuðla að breyttu viðhorfi og beina þeim tilmælum til foreldra að halda börnum sínum frá slíkum skemmt- unum. Hann muni snúa sér til forvarnarfulltrúa Hafn- arfjarðar og skólafulltrúa í bænum til að leysa málið. -gag Dæmt eftir úreltum sjónarmiðum? Hvaða lögmætu sjónarmið sem lúta að almannahags- munum valda því að heimilt er að takmarka rétt manna til að hafa atvinnu af ljósmyndun og eiga þau sjónarmið við í dag? er spurt á heimasíðu Félags stórkaupmanna. Ástæðan er dómur sem féll í Héraðsdómi Reykja- ness síðla októbermánaðar, þar sem þau María Krista Hreiðarsdóttir og Börkur Jónsson voru dæmd fyrir brot á iðnaðarlögum. Þau ráku á árunum 2008 og 2009 ljósmyndastofu á heimili sínu án þess að hafa til þess menntun eða meistara til forstöðu og voru dæmd til að greiða hvort um sig 150 þúsund krónur í sekt og rúm- lega 250 þúsund í sakarkostnað. Félag atvinnurekenda bendir á að atvinnufrelsi sé stjórnarskrárvarið og megi aðeins takmarka séu al- mannahagsmunir í húfi. Dómurinn sé fjölskyldu þeirra þungbær fjárhagslega auk þess sem lífsviðurværi þeirra hafi verið haft af þeim. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. - gag É g ætlast til þess að stjórnvöld sýni sparifjáreigendum þá vernd sem þeir eiga skilda en ekki að þau gangi í lið með ræningjum og bófum sem áður stálu hér af þeim,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, og gagnrýnir harðlega að hækka eigi fjármagns- tekjuskatt úr átján prósentum í tuttugu um áramótin og auðlegðarskatt úr 1,25% í 1,5 prósent. Vextir af innistæðum séu nú engir og lítið megi út af bregða til að þeir verði neikvæðir. Gerist það, sé sú staða komin upp að ríkisstjórnin stundi eignaupptöku af spari- fjáreigendum. Hann segir stöðu sparifjár- eigenda ekki hafa verið verri í nærri þrjátíu ár og með þessu frumvarpi fjármálaráðherra, sem nú sé fyrir þinginu um ráðstafanir í ríkisfjármálum, keyri um þverbak. Vilhjálmur sendi efnahags- og skattanefnd greinargerð um málið á föstudag og var boðaður á fund hennar síðar um daginn. Í niðurstöðu samtakanna segir að þessar fyrir- huguðu ráðstafanir í skattamálum geti leitt til annars hruns og landflótta þeirra sem betur megi sín um leið og opnist útleið þegar hömlum í gjaldeyrismálum verður aflétt. „Þessar breytingar seinka öllum framför- um og uppbyggingu í landinu,“ segir hann. „Því má ekki gleyma að svo hægt sé að veita lán þarf einhver að spara. [...] Sparifjáreig- endur eru ósköp einfaldlega venjulegt, full- orðið fólk sem hefur sparað af ráðdeild og vill eiga eitthvað í ellinni,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hvati til sparnaðar og ráðdeildar sé enginn. Álfheiður Ingadóttir, varaformaður efna- hags- og skattanefndar, segir menn hafa mis- jafnar skoðanir á því hvernig bregaðst eigi við skuldavanda ríkissjóðs sem hrunið skilur eftir sig. „En það eru nú fáir sem ganga svona langt í dómsdagsspám. Ég er ekki sammála Vilhjálmi Bjarnasyni í því.“ Álit nefndarinnar lá fyrir seint í gær. Ríkisvaldið í liði með ræningjum Vilhjálmur Bjarnason segir ríkisvaldið slást í lið með bófum og ræningjum gegn sparifjáreigendum. Stutt sé í að vextir verði neikvæðir og þá hefjist eignaupptaka af þeim. Hann segir fyrirhugaðar ráð- stafanir í skattamálum geta leitt til annars hruns og landflótta. Varaformanni efnahags- og skatta- nefndar Alþingis hugnast ekki dómsdagsspá Vilhjálms. ... þessar fyrirhug- uðu ráðstafanir í skattamálum geta leitt til annars hruns og landflótta þeirra sem betur mega sín um leið og opnast útleið þegar hömlum í gjaldeyrismálum verður aflétt.  skattamál Framkvæmdastjóri sF gagnrýnir hærri skatta Vilhjálm Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, óar við hærri sköttum. Ljósmynd/Hari „Það er verið að reyna að koma í veg fyrir að 100 milljarðar fari í vexti á næsta ári, sem er meira en allt sem sett er í heilbrigðisþjón- ustu á landinu á þessu ári,“ segir Álfheiður. „Þannig standa málin.“ Hún segir að þess vegna hafi verið ákveðið að hækka skatta og skera niður starfsemi ríkisins og hún voni að næsta ár verði það síðasta sem kalli á svo stórfelldar aðgerð- ir. „Ég vona að við höfum kjark og þrek til að komast í gegnum þetta vegna þess að annars eru þær fórnir sem íslenska þjóðin hefur þurft að færa frá hruninu til lítils.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Birtingahúsið tíu ára Birtingahúsið fagnaði í vikunni tíu ára afmæli sínu. Félagið var stofnað 1. desember árið 2000 af nokkrum af stærstu auglýsendum landsins. Birtingahúsið hefur vaxið mikið og dafnað á þessum áratug sem liðinn er. Það sér nú um markaðsráðgjöf fyrir ríflega 200 vörumerki, mörg hver meðal þekktustu vörumerkja landsins, bæði innlend og erlend. Félagið hefur ítrekað verið valið fyrirmyndarfyrirtæki VR, nú síðast árið 2010, fimmta árið í röð. Það hefur staðið að fjölda fyrirlestra og málstofa fyrir markaðs- og sölufólk. Í byrjun ársins ritaði félagið undir samstarfssamning við Carat, sem er stærsta óháða markaðssamskipta- stofan í heiminum. Starfsemi Carat nær til 70 landa og hjá því starfa um 5.200 manns. -jh Elva Dögg ráðin skipulagsritari í Hörpu Elva Dögg Melsteð hefur verið ráðin til starfa sem skipulags- ritari í Hörpu. Elva Dögg er tónlistar- menntuð, með BA í íslensku og stundar meistaranám í verkefnastjórnun við HÍ. Elva Dögg hefur unnið við fjölmiðlun, meðal annars á RÚV, verið formaður Mótettukórs Hallgrímskirkju og var framkvæmdastjóri Magg ehf. -jh Heilinn orkufrekur Heilinn er viðfangsefni nýrrar bókar, Heilareglur og heilræði eftir John Medina í þýðingu Halls Hallssonar. Í bókinni fjallar Medina á alþýðumáli um nýjustu rannsóknir á þessari mögnuðustu uppfinningu allra tíma — heilanum. Hann setur fram það sem hann kallar tólf heilareglur. Hin fyrsta fjallar um áhrif líkamsræktar á heilann. Hvaða áhrif hefur hreyfing á heilann, ef einhver? Heilinn er um 2% af líkams- þyngd en óseðjandi orkugleypir með um 20% af orku líkamans. Í bókinni kemur m.a. fram að þetta magnaða líffæri í höfði okkar eyðir meiri orku en lærvöðvi spretthlaupara. -jh 12 fréttir Helgin 3.-5. desember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.