Fréttatíminn - 03.12.2010, Side 23

Fréttatíminn - 03.12.2010, Side 23
Katrín Odds- dóttir Reykjavík, lögfræðingur, fædd 1977. 1. Að skapa stjórnarskrá sem er í senn aðgengileg og skýr en varðveitir þó með afgerandi hætti rétt fólks, umhverfis og heppilega stjórnskipun þjóðarinnar. 2. Þeir kusu sem vildu kjósa og þingið hefur umboð frá yfir 80.000 Íslendingum. Mögulega var kosning til stjórnlagaþings of flókin en vonandi verður hægt að bera nýja stjórnarskrá undir þjóðina til samþykktar eða synjunar á síðari stigum. 3. Ég tel mjög mikilvægt að stjórn­ lagaþingið komist að samhljóða niðurstöðu og hef trú á að það muni gerast. Hefðbundinn skot­ grafahernaður íslenskra stjórnmála á hvergi heima á þessu þingi. 4. Ég var hálfpartinn alin upp í Kvennalistanum þar sem móðir mín var mjög virk. Ég bý alltaf af því góða uppeldi og sá þar hversu stórfenglega hluti má gera með samtakamætti og hugsjón að vopni. Var skráð í Kvennalistann á sínum tíma en hef ekki verið í öðrum flokkum. 5. Nei, alls ekki. Inga Lind Karls- dóttir Garðabæ, fjölmiðlamaður og nemi í listfræði við Háskóla Ís­ lands, fædd 1976. 1. Kaflann um forseta lýðveldisins þarf að endurskoða. Hann endur­ speglar ekki stöðu forsetans eins og hún er í dag og er of langur og óskýr. 2. Stjórnlagaþingið er ráðgefandi fyrir Alþingi og það hlutverk er óháð kjörsókn. Hins vegar má draga þá ályktun að ástæðan fyrir því að stór hluti kosningabærra manna sat heima sé sú að meiri­ hluti þjóðarinnar telji ekki þörf á að gera miklar breytingar á stjórnar­ skránni. Stjórnlagaþingið ætti að hafa það í huga áður en það leggur til umfangsmiklar breytingar. 3. Það skiptir miklu máli. Skili þingið af sér frumvarpi sem ekki er góður samhljómur um, minnka líkurnar á að Alþingi samþykki frumvarpið. 4. Já, ég er skráð í Sjálfstæðisflokk­ inn en hef ekki tekið virkan þátt í starfi flokksins í meira en áratug. 5. Nei, ekki að svo stöddu. Guðmundur Gunnarsson Reykjavík, for­ maður Rafiðn­ aðarsambands Íslands, fæddur 1945. 1. Aðskilja þarf löggjafar­ og fram­ kvæmdavald og hindra að of mikið vald safnist á fáar hendur. Fækka á þingmönnum í 33, og ráðherrar sitji ekki á þingi. 2. Harla einkennilegt að hlusta á fólk sem er yfirlýstir andstæðingar þess að flytja valdið frá flokkspóli­ tíkinni nýta hvert tækifæri til þess að tala stjórnlagaþingið niður og telja sig vera þess umkomið að vita hvaða skoðanir það fólk hefur, sem kaus að sitja heima og framvísa atkvæðisrétti sínum til annarra. 3. Það hvílir þung ábyrgð á þeim hópi sem var valinn inn á þingið. Ef þessum hópi tekst ekki að starfa saman af drengskap án þess átakastíls og skrums sem hefur einkennt störf stjórnmálamanna og dregið Alþingi niður í svaðið, þá munu vonbrigði almennings verða það þung að stjórnlagaþing mun aldrei ná sér á flug. 4. Var varaborgarstjórnarmaður Sjálfstæðisflokksins 1994-1998, sagði mig úr flokknum nokkru síðar. Hef ekki tekið þátt í flokks­ pólitísku starfi síðan. 5. Ætla ekki að þvertaka fyrir það ef þetta heppnast. Katrín Fjeldsted Reykjavík, læknir, fædd 1946. 1. Forgangsmál stjórnlagaþings hlýtur að vera að koma sér saman um stjórnarskrá sem þjóðin getur verið sátt við til framtíðar sem grundvöll sam­ félagsins. Stjórnarskráin er rammi utan um það þjóðfélag sem við viljum búa í. Þjóðaratkvæðagreiðsla um niðurstöðu stjórnlagaþings þarf að fara fram án þess að henni verði breytt í meðförum Alþingis. 2. Ekki var kveðið á um kosninga­ þátttöku í lögunum frá Alþingi, svo að vigt stjórnlagaþings ætti þar með að vera eins og lög gera ráð fyrir. 3. Ég tel það algjört aðalatriði. 4. Ég hef lengi verið í Sjálfstæðis­ flokknum. Var borgarfulltrúi í Reykjavík 1982-1994 og sat á Alþingi 1999-2003, varaþingmaður 1995-1999 og 2003-2007. Hins vegar hef ég ekki verið virk í flokks­ starfi síðan 2007. 5. Hugur minn stendur ekki til þess. Ástrós Gunn- laugsdóttir Garðabæ, nemi, stjórnmála­ fræðingur, fædd 1986. 1. Ný stjórnarskrá verður að mínu mati að vera fyrir fólkið, vegna fólksins og með fólkinu. Þar inn í falla meðal annars niðurstöður Þjóðfundarins sem ættu að vera forgangsmál væntanlegs stjórn­ lagaþings. 2. Virðing og vægi fæst ekki með kosningu að mínu mati, það fæst með góðum og trúverðugum vinnubrögðum. Á endanum er það síðan þjóðin sem sker úr um hvort niðurstaða þingsins þjónar hags­ munum hennar. 3. Ég tel afar mikilvægt að með fulltrúum þingsins takist góð sam­ vinna um endurbætur á stjórnar­ skránni. Yfirleitt er erfitt, eða ekki hægt, að gera öllum til hæfis þannig að líklega má búast við því að ekki verði sátt um alla mála­ flokka. Ég vona þó að þingmenn stjórnlagaþings komist að sam­ hljóða niðurstöðu, enda vinnum við þar sem fulltrúar þjóðarinnar. Leiðarljós þeirrar vinnu ætti að vera hagsmunir heildarinnar, ekki eigin hagsmunir. 4. Nei. 5. Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um slíkt að svo stöddu. Gísli Tryggvason Kópavogi, tals­ maður neytenda, fæddur 1969. 1. Meira valda­ jafnvægi og aðhald gagnvart miðstjórnar­ valdi ríkisins – meðal annars með stofnun stjórnlagadómstóls. 2. Nokkuð góða þrátt fyrir lakari kjörsókn en ég hafði vænst; dræm kjörsókn á sér þó margar – og um sumt eðlilegar – skýringar. Ég held að vigt stjórnlagaþings geti orðið mikil ef gott samráð verður viðhaft um niðurstöður þess og vil helst að þjóðin fái að segja álit sitt á niður­ stöðum stjórnlagaþings áður en Alþingi fær þær til afgreiðslu. 3. Ég tel mjög mikilvægt að breið sátt myndist á stjórnlagaþingi og í þjóðfélaginu um meginniðurstöður stjórnlagaþings en hallast að því að óraunhæft sé að krefjast „sam­ hljóða“ niðurstöðu. 4. Já. Ég hef verið félagi í Fram­ sóknarflokknum í 15 ár og hef stundum verið virkur í flokks­ starfi en gegni ekki lengur öðrum trúnaðarstörfum fyrir hann en setu í miðstjórn. Þá tók ég þátt í Nýjum vettvangi fyrir borgarstjórnarkosn­ ingar vorið 1990, studdi R-listann til borgarstjórnarkosninga frá 1994 og átti sæti á framboðslista Röskvu fyrir kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands, líklega 1992 eða 1993. Loks var ég félagi í Stólpa, félagi landsbyggðarmanna í Menntaskólanum á Akureyri, í kringum 1985. 5. Ég hef enga afstöðu tekið til þess en tel að frekari þátttaka í stjór­ nmálum samrýmist ekki embætti talsmanns neytenda sem ég hef gegnt frá 2005. Lýður Árnason Hafnarfirði, læknir og kvikmyndagerð­ armaður, fæddur 1962. 1. Auðlindaákvæði í stjórnarskrána sem kveður á um ævarandi og óvéfengjanlega þjóðareign. 2. Vigtin verður 100% en ekki 35,95%. 3. Samhljóða samkomulag er grundvallaratriði. 4. Ekki flokksbundinn, var í fram­ boði fyrir Frjálslynda flokkinn 2007. 5. Hugsanlega. stjórnmál 23 Helgin 3.-5. desember 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.