Fréttatíminn - 03.12.2010, Page 36

Fréttatíminn - 03.12.2010, Page 36
V ið eignuðumst börnin okkar með sex daga millibili í nóvember í fyrra svo að við vorum mjög samtaka í fæðing- arorlofinu. Simmi og Jói voru mikið að vinna á þeim tíma við opnun Ham- borgarafabrikkunnar og okkur klæj- aði í fingurna að fara að gera eitthvað sjálfar. Þá kviknaði hugmyndin að versluninni og þetta fór allt saman að rúlla,“ segir Bryndís og lítur á Ollu. „Í gríni ræddum við aðeins um að taka yfir þetta rými sem stóð autt á fyrstu hæð í turninum við Höfðatorg, sömu hæð og Hamborgarafabrikkan er á. Svo bauðst okkur það og við slógum til. Þá var bara að finna út hvað við vildum gera með það.“ Hver hlutur einstakur Hugmyndin fór að þróast og í sam- einingu ákváðu þær að selja vand- aða fylgihluti. Fundirnir voru ófáir og símtölin stóðu langt fram á nótt. „Þetta verkefni krefst gríðarlegrar vinnu og skipulagningar og frjótt ímyndunarafl skiptir máli. Við horf- um mikið til merkja sem við höfum fallið fyrir og höfum góða reynslu af. Merki sem við höfum meðal annars kynnst gegnum flugfreyjustarfið. Báðar höfum við mikinn áhuga á tísku og fylgjumst töluvert með; ætl- um að vera mikið á tánum og búðin mun líklega breytast og þróast eftir kúnnunum,“ segir Bryndís. Verslun- in er aðallega ætluð fyrir konur sem eru hrifnar af fallegum aukahlutum; töskum, skarti, klútum, úrum, loð- skinnum og fleira. „Vörurnar sem við verðum með eru mjög flottar og við vönduðum valið vel. Skartgripir koma frá íslensku hönnuðunum Made by 3, kortaveski frá sænska hönnuðinum Walk on water, sem er með umhverf- isvæna stefnu, og Ed Hardy sem er bandarískur snillingur. Sjúklega flott hönnun og hver hlutur einstakur þar. Við höfðum mikið fyrir því að verða okkur úti um vörur og erum búnar að fara meðal annars til Skandinavíu og Ameríku að skoða úrvalið. Svo verður Kastanía með sína eigin hönnun. Um leið og hugmyndin að búðinni kvikn- aði var alltaf pælingin að vera með eitthvað sem við hönnum sjálfar. Við verðum með skott, bæði úr leðri og skinni, svona í anda Luis Witton. Fyrir konur en líka karla Þó að verslunin væri alltaf hugsuð fyr- ir konur erum við einnig með vörur fyrir karlmenn. Triwa-úrin, sem hafa verið gríðarlega vinsæl meðal Holly- wood-stjarna, munu verða til sölu fyrir bæði kynin. Einnig verðum við með nærbuxur frá Figo sem henta karlmönnum mjög vel. Spurðu bara Simma og Jóa,“ segja þær hlæjandi „þeir neita að ganga í nærbuxum frá öðrum merkjum síðan þeir prófuðu þessar.“ Miklar vangaveltur fóru í að velja nafn á verslunina og á endanum fékk hún nafnið Kastanía. „Við pældum mikið í nöfnum og datt fyrst í hug að hafa nafnið eitthvað tengt ávöxtum en áttuðum okkur á því hvað það eru mörg fyrirtæki sem heita slík- um nöfnum. Þá datt okkur í hug að leita í trjáflokkum. Það var eitthvað við hæfi, eitthvað sem vex og dafn- ar. Í orðabókinni sem við vorum með fundum við kastaníutré og fannst það frábært. Kastanía,“ segir Olla. „ Simmi vill meina að þetta sé í höf- uðið á kastaníubrúna hárinu hans og reynir að eigna sér heiðurinn að nafn- inu. Margir hafa meira að segja óskað honum til hamingju með það,“ bætir Bryndís við. Kolbrún Pálsdóttir kolla@frettatiminn.is Hugmyndin fæddist í fæðingarorlofinu Þær Ólína Jóhanna Gísladóttir og Bryndís Björg Einarsdóttir hafa haldið farsælum vinskap eftir að þær kynntust fyrst fyrir tólf árum. Náðu rosalega vel saman frá byrjun og aldrei hafa orðið meiriháttar árekstrar í þeirra vináttu. Þær eru töluvert samrýndar, báðar flugfreyjur, eignuðust börn á sama tíma og hafa stutt mennina sína, Simma og Jóa, með sín verkefni. En nú er komið að þeim að sýna hvað í þeim býr og í gær opn- uðu þær verslunina Kastaníu á jarðhæð í turninum við Höfðatorg. Við höfðum mikið fyrir því að verða okkur úti um vörur og erum búnar að fara meðal annars til Skandinavíu og Ameríku að skoða úrvalið. 36 viðtal Helgin 3.-5. desember 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.