Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 48

Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 48
Flest bendir til þess að langþráðar til- lögur ríkisstjórnarinnar um viðbrögð við skuldavanda heimilanna séu við það að líta dagsins ljós. Þótt fyrr hefði verið, segja þeir sem finnst ekkert hafa verið að gert. Hið rétta og sanngjarna er þó að ýmis úr- ræði hafa verið fyrir hendi um alllanga hríð fyrir heimilin sem ráða ekki við greiðslu- byrði lána sinna. Hitt liggur líka fyrir að þau virðast ekki hafa verið nýtt sem skyldi. Ástæðurnar fyrir því eru rannsóknarefni. Meðal annars virðist vera töluvert um það að þeir sem eru mjög illa settir hafi troðið marvaðann og beðið róttækari leiða en nú eru í boði til lausnar sínum vanda. Stærsta gulrótin fyrir þennan hóp hefur verið hugmyndin um flatan niðurskurð allra fasteigna- lána. Fleiri en þeir ofur- skuldsettu eru skiljanlega veikir fyrir þeirri hugmynd. Hver vill ekki fá lækkun á höfuðstóli fasteignalánsins síns og afborgununum um hver mánaðamót? Vandamálið er því miður það að flati niðurskurður- inn hefur aldrei verið raunhæf leið og ill- skiljanlegt af hverju ekki er fyrir löngu búið að afgreiða hann endanlega út af borðinu. Sama gildir um kröfuna um að ríkisstjórnin leysi skuldavanda heimilanna, sem jafn- vel harðsnúnir hægrimenn hafa kosið að halda ítrekað fram að sé hlutverk hennar. Vandinn verður ekki leystur. Málið hefur alltaf snúist um það hvernig hann verður mögulega mildaður. Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst í hverju væntanlegar tillögur ríkisstjórnar- innar um skuldavandann eru fólgnar. Hins vegar er á hreinu að um þær verður örugg- lega ekki hundrað prósent sátt. Maður þarf ekki að hafa séð tillög- urnar til að geta fellt þann dóm að helsti kostur þeirra sé að þær eru unnar í breiðu samráði, þar á meðal við ASÍ, langstærstu launþegasamtök landsins, Samtök atvinnu- lífsins og lífeyrissjóðina. Þessar tillögur eiga að slá ramma utan um það hvernig tekið er á skuldavandanum. Þeir sem að þeim standa þurfa í framhald- inu að þola þann eld sem að þeim verður beint fyrir að ganga ekki nógu langt, en ekki hrökkva undan háværum þrýstihóp- um. Samráðið verður stoð í þeim átökum. Það er bráðnauðsynlegt að gleyma því ekki að það eru engir fjarlægir fjármagns- eigendur sem geta kostað flatan niðurskurð eða aðrar stórkostlegar aðgerðir. Við erum sjálf fjármagnseigendurnir í gegnum lífeyr- issjóði landsins og við erum líka ríkissjóður. Æfingar undanfarinna ára hafa líklega þegar orðið til þess að komandi kynslóðir þurfa að greiða hærri skatta en ella vegna afglapa kynslóða foreldranna. Ekki er hægt að auka á þá skuld. 48 viðhorf Helgin 3.-5. desember 2010 Skuldir og eignir Biðin langa Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Í slensk ferðaþjónusta stendur á tímamótum. Gríðarleg tækifæri blasa við greininni ef rétt er á málum haldið en um leið er að mörgu að hyggja. Það er einkennandi fyrir ferðaþjónustuna að hér er stuttur háannatími og fábreytni í vörufram- boði, sem leiðir til verðsamkeppni og lítillar framlegðar. Þessi staða kemur í veg fyrir nauðsynlega framþróun og auðvelt er að herma eftir nýjungum í vöruframboði (low barriers to entry). Stutt háönn, hörð verðsamkeppni í keimlíkum vörum og lítil arðsemi eru náskyld viðkvæmri stöðu íslenskrar náttúru – sem er lykilvara íslenskrar ferðaþjónustu. Án hennar væri íslensk ferðaþjónusta hvorki fugl né fiskur. Stjórnlaus ágengni á sum lykilsvæði á háannatíma hefur hins vegar rýrt gildi þeirra svæða umtalsvert og er mikilvægt að bregðast við. Í raun er komið á þáttaskilum því helstu perlur Íslands eru í verulegri hættu yfir sumarmánuðina, verði fjöldi ferðamanna orðinn ein milljón á næstu árum. Ferða- þjónustan hlýtur að vilja hefja opinbera umræðu um hvort gjaldtaka og fjöldatakmarkanir séu ekki nauð- synleg úrræði til að koma í veg fyrir stórslys í nátt- úruvernd. Það er nefnilega mikið til í því sem vitur maður sagði eitt sinn: „Ef við viljum að hlutirnir verði áfram eins og þeir hafa verið, þá er ljóst að við verðum að breyta þeim.“ En ferðaþjónustan hefur allar for- sendur til að bregðast við viðkvæmri stöðu. Markaðssókn á að einblína á vetrarferðamennsku, styrkja ber nýsköpun og þannig efla vöruframboð og arðsemi greinarinnar. Margir telja heilsuferðaþjónustu geta gegnt hér lykilhlutverki og þá bæði lækninga- og vellíðunarferðaþjónustu. Innan þessa geira eru mikil tækifæri til sóknar og virðisauka. Heilsuferðamenn eru ekki jafn bundnir af sumartíma og eru tilbúnir að greiða fyrir aukna þjónustu og gæði. Mikil gerjun er nú í þessum geira hér á landi og fjölmargir innlend- ir aðilar eru meðlimir í Samtökum um Heilsuferðaþjónustu (Ísland of Health). Íslenskri ferðaþjónustu ber að ein- blína á aukningu gæða og styrkingu vöruframboðs. Þannig mun ferðaþjónustan geta aukið arðsemi og gengið varlega að takmörkuðum gæðum náttúrunnar. Að mínu mati er varhugavert að ein- blína á fjölgun ferðamanna í eina milljón – heldur á að einblína á hvað hver og einn ferðamaður skilur eftir í landinu. Það gerum við með því að auka virði heimsóknar til Íslands. Því tel ég skynsamlegt að við hverfum frá því markmiði að fjölga ferðamönnum í eina milljón og stefnum frekar að því að fá milljón krónur frá hverjum ferðamanni. Íslensk ferðaþjónusta á að stefna að auknum gæðum og virðisauka fremur en auknu magni. Íslensk ferðaþjónusta Milljón eða milljón? Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingar F Æfingar undanfarinna ára hafa líklega þegar orðið til þess að komandi kynslóðir þurfa að greiða hærri skatta en ella vegna afglapa kynslóða foreldranna. Ekki er hægt að auka á þá skuld.  Vikan sem Var Fasteignamarkaðurinn lifnar „Ætlaði að kaupa hús á Íslandi“ Saksóknarar í Westchester í New York- ríki segja að Vickram Bedi, sem grun- aður er ásamt íslenskri unnustu sinni um að hafa svikið allt að 20 milljónir dala út úr bandarískum auðkýfingi, hafi ætlað að kaupa hús á Íslandi. Hvað með kjálkaliðinn? „Úr axlarlið á Bylgjunni“ Hlín Einarsdóttir, ritstjóri vefmiðilsins Bleikt.is, mætti í útvarpsþáttinn „Í bítið á Bylgjunni“ þar sem hún ætlaði að spjalla um vefsíðu sína. Það vildi þó ekki betur til en svo að Hlín fór úr axlarlið rétt fyrir viðtalið og varð frá að hverfa. Æviráðinn einvaldur „Alþingi fær málskotsrétt til forseta“ Svavar Gestsson: Ólafur Ragnar hefur setið í 16 ár, fjögur kjörtímabil. Hann gengst upp í því að setja söguleg met. Hann mun bjóða sig fram til fimmta kjörtímabilsins og hann hefur fundið pottþétta aðferð til að tryggja sér kosningu: Hann setur erfið mál í þjóðaratkvæði. Kreppa hvað? „Mikil sala á jólabjór“ Maltbragðið, tilbreytingin og jólastemningin virðist helst ráða því að jólabjórinn selst nú sem aldrei fyrr. Samkvæmt upplýsingum ÁTVR var salan 130 prósentum meiri fyrstu þrjá dagana nú en í fyrra og hafði salan þó aukist í fyrra. Fjórir íslenskir þættir á fjörugum dvd diski! Dreifing og útgáfa: Skálholtsútgáfan sími 528 4200 Þökkum frábærar viðtökur, fæst í verslunum um allt land!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.