Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 54

Fréttatíminn - 03.12.2010, Síða 54
54 viðhorf Helgin 3.-5. desember 2010 „Hæ,hæ og hó,hó, Gilitrutt heiti ég, hó, hó.“ Þetta söng ég með mínu nefi í bílnum fyrir þrjú eldri barnabörn okkar hjóna. Við vorum á leið í Borgarnes að sjá brúðuleikhús, Gilitrutt, í meðförum Bernds Ogrodnik í Brúðuheimum, fallegu húsunum í Eng- lendingavík. Ég beitti öllum leikhæfileikum mínum í túlkun á gassaskap tröllskessunnar ógurlegu, jafnvel svo að fór um börnin í aftursætinu. „Afi, ekki hrópa svona hátt,“ sagði yngsta barnið í hópnum, fjögurra ára stúlka, „ég verð hrædd.“ Sex ára frænka hennar bar sig betur en stóð þó ekki alveg á sama. Tæplega átta ára piltur lét afa gamla ekki koma sér úr jafnvægi. „Svona, góði minn, haltu þig á mottunni og reyndu að einbeita þér að akstrinum. Mundu að við erum með dýrmætan farm í bílnum,“ sagði amman og dró aðeins niður í hinum meinta leikara undir stýri. „Vitið þið, krakkar, að afi lék í Gilttrutt sem strákur,“ sagði ég og dró ekki af í lýsingum á helsta leikafreki mínu er ég túlkaði smaladreng í Gilitrutt, tólf ára gamall í Stundinni okkar í Ríkissjónvarp- inu 1968, það fræga byltingarár. „1968,“ át sex ára stúlkan upp eftir afa sínum, „var það áður en Jesús fæddist?“ Ég tók eftir því að amma glotti þar sem hún sat við hlið hins fornsögulega, enda nokkrum mánuðum yngri. Ég lét spurningu barnsins ekki slá mig út af laginu. „Þetta var stórkostleg sýning hjá okkur,“ hélt ég áfram og rakti í stuttu máli söguþráðinn, um bóndann og lötu konuna hans sem fékk tröllskess- una til að vinna ull til vaðmáls gegn því einu að hús- freyja segði nafn hennar í þriðju gátu. „Varst þú tröllskessan, afi?“ spurði yngsta barnið í hópnum sem hafði greinilega ekki tekið eftir upplýs- ingunum um þýðingarmikið hlutverk smaladrengs- ins en setti samasemmerki milli tröllskessunnar og látanna í afa litlu fyrr. „Nei, nei, elskan mín, ég lék fallegan smaladreng á sauðskinnsskóm,“ sagði afinn og var allur orðinn rólegri. „Smaladrengur- inn sótti kindur á fjall svo að fólkið í gamla daga gæti notað ullina í hlý föt.“ Á þessu stigi málsins taldi ég ekki rétt að fara út í það að fólkið hefði líka borðað fallegu lömbin. Nóg var víst komið af hrollvekjandi frásögnum fyrir lítil hjörtu. Sýningin í Borgarnesi stóð undir væntingum. Börnin tóku þátt í leiknum af lífi og sál í hópi fjölda annarra. Brúðurnar öðluðust líf í höndum snill- ingsins Bernds, bóndinn, húsfreyjan og tröllkerlingin ógurlega. Meyjunum varð enda ekki um sel þegar glitti í Gilitrutt en pilturinn bar sig karlmann- lega. Börnin í áhorfendahópnum voru nýtt sem smalar og jörmuðu í kór þegar trégert fjársafnið var rekið heim. „Afi,“ sagði drengurinn þegar við vorum sest í bílinn að sýningu lokinni, „þetta var öðruvísi Gilitrutt en þú sagðir okkur frá áðan. Það var enginn smaladrengur í þessu leikriti.“ „Kannski hefur leikhúsmaðurinn ekki haft tíma til að skera út smala- drenginn, allur tíminn hefur farið í hinar brúðurnar, hjónin og Gilitrutt sem var svona ógurleg,“ sagði ég. „Amma,“ hélt drengurinn áfram, „manst þú eftir afa í leikritinu sem hann lék í þarna í fornöld?“ „Nei, elskan mín,“ sagði amma, „ég man ekkert eftir honum. Samt horfði ég alltaf á Stundina okkar. Það var engin önnur sjónvarpsstöð þegar við vorum lítil þannig að þetta var eini barnatíminn – en ég þekkti afa heldur ekki þá.“ Drengurinn var ekki af baki dottinn og hélt áfram að velta fyrir sér mis- munandi uppfærslum á Gilitrutt. „Afi,“ heyrðist því enn á ný úr aftursæt- inu, „hvað sagðir þú í leikritinu þegar þú varst smaladrengur?“ „Ja, það er nú svo langt síðan,“ sagði ég og reyndi að eyða málinu. „Segðu barninu frá hlutverkinu,“ sagði amma, „þú hlýtur að muna þetta í stórum dráttum.“ „Sælt veri fólkið,“ tautaði ég. „Hvað er þetta maður, ertu að heilsa okkur hérna á bakaleiðinni, svona upp úr þurru,“ sagði amma barnanna. „Ég var ekkert að heilsa ykkur,“ sagði ég, „þetta var það sem smala- drengurinn í leikritinu sagði.“ „En þetta eru bara þrjú orð, afi,“ sagði drengurinn, „telst það með?“ „Afi lék ekki aðalhlutverkið, elskan,“ svaraði amman barninu og reyndi að rétta hlut hins gleymda leikara en sneri sér síðan að bónda sínum, sem sat stilltur og hljóður undir stýri, og sagði í lægri tón- tegund svo börnin heyrðu síður: „Það er varla von að ég muni eftir leiksigr- inum. Hvað varstu lengi að læra rull- una?“ Gilitrutt þá og nú GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000NB I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . Ein gjöf sem hentar öllum E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 18 8 Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður upp á að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Gjafakortið er viðskiptavinum að kostnaðarlausu til áramóta. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans. P ISA 2006 er viðamikil alþjóðleg rannsókn á hæfni nemenda í 57 löndum, en OECD stendur fyrir rannsókninni. Verkefni í lestri, stærðfræði og náttúrufræði eru lögð fyrir 15 ára unglinga, sem í flestum löndunum eru þá að ljúka grunnskóla. Fyrr á þessu ári kom út skýrsla um PISA-rannsóknina 2006 sem Náms- matsstofnun tók saman. Sannast sagna eru niðurstöðurnar í daprara lagi fyrir börnin okkar. Lesskilningi hrakaði frá fyrri könnunum og hann er undir meðallagi. Stærðfræðikunn- átta er yfir meðallagi en börnin gátu minna 2006 en í eldri könnunum. Læsi og skilningur í náttúrufræði er undir meðallagi og hefur verið það frá upp- hafi mælinga. Þeim löndum fjölgar þar sem nemendur spjara sig betur en okkar fólk – á sama tíma og kostnaður við skólakerfið okkar hefur snar- hækkað. Þessar niðurstöður gefa vís- bendingar um það sem í vændum er, en í janúar 2011 er væntanleg skýrsla um PISA 2009. Ég óttast að hún verði býsna svört. Læsi er lykilþáttur í menntun og er ofarlega á blaði í aðalnámskrá fyrir grunnskóla. Lesskilningur er skil- greindur í PISA-skýrslunni: „Lesskiln- ingur er hæfileiki manns til að skilja, nota og meta ritað mál til að ná mark- miðum sínum, til að þróa þekkingu sína og framtíðarmöguleika og til að geta tekið virkan þátt í samfélaginu.“ Það er því áfall að lesskilningur skuli ekki vera betri hjá okkur en raun ber vitni. Lönd eins og Kórea, Pólland, Mexíkó, Grikkland, Ástralía, Frakk- land, Ítalía og Noregur eru þar skör ofar en við. Börnin okkar eru undir OECD-meðaltali. Það er engin rauna- bót að almennt hrakar lesskilningi í öðrum löndum, skaðinn er jafnmikill þrátt fyrir það. Áberandi er hvarvetna að stúlkur hafa forskot á drengina en lesskilningi þeirra hefur einnig farið aftur frá 2000. Allt gerist þetta þótt menntun foreldra sé almennt meiri hér en í öðrum aðildarríkjum OECD. Jafn- framt er það metið svo að aðstæður nemenda til heimanáms séu mun betri hérlendis en víðast hvar annars staðar. Nú er þess að gæta að skólar víða um heim eru afar misjafnir, en meðal OECD-landa er talið að mestur jöfn- uður sé milli skóla á Íslandi og í Finn- landi; önnur Norðurlönd fylgja þar fast á eftir. Það á því ekki að skipta máli í hvaða skóla börnin ganga hérlendis, en í Bretlandi, Hollandi, Póllandi og víðar er breytileiki miklu meiri milli t.d. ríkisrekins almenningsskóla og einkarekins sérskóla. Það læðist að mér sá grunur að skólar í stóru lönd- unum séu að nokkru leyti valdir til þátttöku í PISA með hliðsjón af því, en hér er sem næst allur árgangurinn prófaður. Eða eins og segir í skýrsl- unni: „Grunnskólar á Íslandi eru afar líkir á margan hátt. Rekstrarformið er líkt, 95% þeirra eru ríkisreknir, það eru engir kynbundnir skólar og kenn- arar koma flestir úr sömu háskóla- deildinni.“ Ef það er svo að útlendir nemendur séu valdir úr svokölluðum elítuskólum er það einungis til bóta fyrir samanburðarfræðina. En af hverju erum við á niðurleið á sama tíma og skólinn kostar skattþegnana meira? Það er efni í næsta pistil. Skóli og þjóðfélag PISA 2006 Erum á niðurleið Te ik ni ng /H ar i Sölvi Sveinsson skólastjóri Landakotsskóla ... í janúar 2011 er væntanleg skýrsla um PISA 2009. Ég óttast að hún verði býsna svört. H Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.