Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 4
64 LÆKNABLAÐID í Læknablaðinu 8. tbl. 68. árg. 1982 birtist grein, sem nefnist: Leghverfing (inversio uteri) eftir Guðnýju Bjarnadóttur og dr. Gunnlaug Snædal og eru þar rakin tilfelli þessa sjúkdóms frá 1881 til 1981. Undirritaður getur bætt við einu tilfelli við það, sem talið eru í ofannefndri ritsmíð. Par var um að ræða rúmlega tvítuga frum- byrju er fæddi í byrjun mars 1981. Fæðing gekk vel og barnið vó tæpar 14 merkur. Fylgjan kom 15 mínútum eftir fæðingu; var talsvert kölkuð og klofin og lék grunur á, að eitthvað vantaði af belgjum. Eitthvað mun hafa verið þrýst á legbotn til að flýta fyrir fæðingu fylgjunnar og konan mun eitthvað hafa rembst meðan fylgjan kom. Að mati ljósmóður mun ekki hafa blætt meira en um 600 ml. Undirritaður var kvattur á vettvang um 25 til 30 mínútum eftir að fylgjan fæddist. Kvart- aði konan þá um mikla verki og í neðanverðu kviðarholi yfir lífbeini og lagði þessa verki niður í báða ganglimi. Hún var í losti. Þar sem ástand konunnar var ekki í neinu samræmi við áætlaðan blóðmissi vaknaði strax sú spurning hvort um inversio uteri gæti verið að ræða og staðfestist það við skoðun. Við þreifingu á kvið fannst aðeins fyrir legi ef þreifað var djúpt niður í grindarholið og kom þá reyndar legbotinn út í vulva. Konan fékk síðan með- ferð við lostinu og síðan var leginu snúið við neðan frá í svæfingu. Konunni heilsaðist mjög vel eftir aðgerðina, fékk enga fylgikvilla og útskrifaðist sjö dögum síðar. Petta er eina tilfellið sem ég hef séð á minni læknisævi. Keflavík 29.11.1982. Kristján Sigurðsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.