Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1983, Síða 7

Læknablaðið - 15.03.1983, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ 69,65-93,1983 65 1. FORMÁLI 1.1. Rit petta fjallar einkum um forsendur fyrir gagnasöfnun þeirri, sem gerð hefur verið á Röntgendeild Borgarspítalans, markmið hennar, forskriftargerð og nokkrar lýsingar á nothæfum niðurstöðum starfseminnar, á sviði stjórnunar og læknisfræði. Pað skiptist í prjá hluta: A. Fræðilegt yfirlit yfir upplýsingakerfi og kerfisgreiningu og um upplýsingakerfi röntgengreininga (3. og 4. kafli). B. Lýsing skráningarkerfis fyrir röntgenrann- sóknir (5. og 6. kafli). C. Samantekt nokkurra tímaritsgreina, sem lýsa notkun skráningarkerfisins við eftirleit (retrieval) vinnuálagsathuganir og efnisúr- töku til rannsókna (7. kafli). 1.2. Eins og síðar verður gerð grein fyrir, (í 5. kafla), hóf Röntgendeildin fyrst deilda starf- semi sína í nýju húsnæði Borgarspítalans árið 1966. Var pá ákveðið að gera tilraun til pess að beita nýjum aðferðum við starfsskipan, gagnasöfnun og skýrslugerð. Var söfnun og skráningu gagna hagað pannig, að pau væru nothæf til gerðar forskrifta og vinnuferla fyrir tölvur. 1.3. Átta árum síðar tók til starfa í Borgarspít- alanum sérstök tölvudeild. Tilgangur hennar er að vinna úr hvers konar gögnum og efniviði á sviði stjórnunar, rekstrar og læknisfræði, sem til falla við sjúkrahúsið og undirbúa tengingu peirra gagna, eftir pví sem við á, við læknisfræðilegan gagnabanka fyrir allt landið. í tilefni pessara tímamóta pótti mér rétt að taka saman nokkurt yfirlit yfir söfnun og tölvuúrvinnslu gagna við Röntgendeild Borg- arspítalans og á öndverðu ári 1975 lauk ég að mestu frágangi á handriti að riti pví, sem hér birtist. Akvikin höguðu pví svo, að nokkur tími leið, áður en tímabært pætti að gefa pað út. 1.4. Á pessum tíma var hér talsverð umræða um læknisfræðilegan gagnabanka (National Health Data Bank). Voru gerðar forkannanir á pví máli af heilbrigðisyfirvöldum í samvinnu við WHO og UNDP. Að mörgu leyti er aðstaða hérlendis mun betri til að hafa raunhæf not af læknisfræði- legum gagnabanka en víða annars staðar. Má par nefna mannfæð, mjög gott pjóðskrárkerfi og ekki sízt tiltölulega greið stjórnsýslu- sambönd, sem aftur eiga rætur að rekja til smæðar pjóðfélagsins. Pað er pví hald margra, er um pessi mál hafa hugsað, að hérlendis séu að mörgu leyti einkar góðar forsendur til ýmissa forrannsókna og tilrauna, er koma megi almennri pekkingu um læknisfræðilega gagnabanka að notum. Niðurstöður fyrr- greindrar forkönnunar munu hins vegar hafa orðið pær, að á peim tíma væri ekki hag- kvæmt að leggja út í svo stórt verkefni, sem tölvuskráning allra íslendinga í læknisfræði- legum upplýsingabanka er. 1..5. En afturkippur varð einnig í verkefnum, sem minni eru í sniðum. Óleyst verkefni og fjársvelti sjúkrahúsanna, hér í Reykjavík og annars staðar, hefur valdið pví, að hagnýting tölvutækni fyrir rekstur deilda og við ýmsar úrlausnir, bæði hagrænar og læknisfræðilegar, hefur orðið mun hægari, en margur hefur kosið. Er hér átt við próun sérstakra verkefna fyrir einstakar deildir eða skipulagsheildir (Dedicated Computer Programs). 1.6. Skipulag pað, sem hér er lýst, var upphaf- lega hannað með pað fyrir augum, að pað yrði grunnur að samhæfðu »röntgengreiningar- kerfi«, fyrir allar sérhæfðar deildir hérlendis. Breytingarogpróuníverksviðumröntgengrein- ingardeildar með tilkomu nýrrar tækni og myndgerðarkerfa breyta engu í peirri grund- vallandi aðför að myndgreiningu og sjúk- dómsgreiningu, sem hér er beitt. Prátt fyrir geysilegar tækniframfarir tel ég, að kerfisgrein- ingargildi pessa rits hafi ekki rýrnað frá hönnun kerfisins og í meðförum undanfarinn áratug.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.