Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1983, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.03.1983, Qupperneq 9
LÆKNABLADID 67 3. UPPLÝSINGAKERFI OG KERFISGREINING 3.1. í kjölfar þekkingar og tækniþróunarinnar, og ekki sízt vegna stöðu tölvutækninnar í þeirri þróun, hefur fylgt að kalla má ný kerfishugsun (systems philosoþhy) og breytt viðhorf á mörgum sviðum. Fessi kerfishugsun er mjög tengd þeim vinnuaðferðum, sem tölvutæknin og önnur rafeindatækni, ekki sízt á sviði fjarskipta, hafa leitt af sér (1, 9, 10, 11, 12, 14, 18, 21, 23, 24, 25, 29, 30). Vegna áhrifa frá þessari þróun hafa einnig ýmsar aðferðir og hugtök úr nútíma stjórnunar-og rekstrar- fræði náð fótfestu innan skipulagningar heil- brigðiskerfisins, og ekki sízt innan röntgen- greiningartækni (11, 31). Þessar tæknilegu forsendur hafa svo skapað grundvöll til skoð- unar og greiningar vandamála frá nýjum sjónarhornum, sem gerir röðun eðlisþátta þeirra (components) í innbyrðis tengd kerfi (systems) nauðsynlega. Ekki er hér um ný- lundu að ræða, þar eð kerfisgerð og kerfis- greining hefir verið undirstaða flestra heim- spekistefna allt frá fornöld. 3.2. Oft er hér e.t.v. fremur um að ræða nýja orðmerkingu (semantics) og skýrari skilgrein- ingar hugtaka, sem nauðsynlegar eru vegna forskriftagerðar og »hugbúnaðar« (soft-ware) til tölvunota (9, 32). í öðrum tilvikum hafa, vegna tækni-og þekkingarþróunar, komið upp tæknileg, stjórnunarleg eða annars konar hug- tök og vandamál, sem krefjast nýrrar aðferðar (29). í raun má því setja alla þætti mannlegrar viðleitni og starfsemi í upplýsingakerfi (infor- mation systems), þar sem meiri eða minni fjöldi atburða, upplýsinga, eiginleika og við- bragða er tengdur í lokað stýrikerfi (cyberne- tic system), en innan þess kerfis hafa breyting- ar á eðli og ástandi einstakra þátta (compo- nents) áhrif á alla aðra þætti kerfisins, og einnig út fyrir það. (Mynd 3.2.1). 3.3. Það, sem einkennir upplýsingakerfi (infor- mation system) eru þannig fyrst og fremst innbyrðis áhrif þeirra þátta, sem það er samsett úr. Grundvöllur kerfisgreiningar er, að allar lífverur hafa líffæri, sem eru sérlega gerð til að safna gögnum (data), bæði innan frá og utan (intrinsic — extrinsic). í lífverunni eru svo aðrir þættir, eða líffæri, sem greina, áætla, taka ákvarðanir og framkvæma, allt á grunni þeirr- ar vitneskju, sem fengin er. Þetta eru undirstöð- urnar undir vistfræði (ecology), sem einmitt fjallar um stærri eða smærri upplýsingakerfi, vistir, vistkerfi (3, 33). Samsvarandi þættir eru einnig til í öllum öðrum skipulagsheildum. 3.2.1. Einföld mynd af stýríkerfi (cybernetic system) (3).

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.