Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1983, Side 10

Læknablaðið - 15.03.1983, Side 10
68 LÆKNABLADIÐ Kerfin geta tekiö til persóna, tækja, atburða, og eiginda og geta jafnvel falið í sér hugtök, svo sem heilbrigði/sjúkdómur. Það, sem gerir þessi upplýsingakerfi sérlega flókin, er, að einstakir pættir peirra eru annars vegar oft heil upplýsingakerfi með sínum eigindum, eða a.m.k. skilgreiningarlega, hlutar úr öðrum kerfum (3, 9, 31, 33). Það er þannig mjög táknrænt fyrir upplýsingakerfi heilbrigð- isþjónustunnar, að það er byggt úr mörgum upplýsingakerfum, þar sem kerfishlutarnir (data elements), eru oft sameiginlegir í öllum kerfunum. Þetta kemur fram Ijóslega í síðari köflum, um upplýsingaberana, sem notaðir hafa verið í þessari rannsókn. 3.4. Sérhvert upplýsingakerfi, sem tekur mið af mannlegum samskiptum, er aðlagandi (adap- tive). Hegðun kerfisins í heild er algjörlega háð upplýsingaflæði og/eða fréttaflutningi (feedback) milli þátta þess. Ávallt er tilhneiging til þess að viðhalda ákveðnum gildum eða jafnvægi innan kerfisins (homeostasis). Þetta er eitt grundvallarverk- efni vistkerfanna; t.d. hitastilling eða súrefnis- mettun innan ákveðinna marka (3, 33). Sam- svarandi hneigðar verður vart innan mann- félagslegra kerfa, þegar þau eru notuð við kerfisgreiningu til lausnar á ákveðnum verk- efnum (2, 3, 9). í sumum tilvikum, t.d. við forspárgerðir á grundvelli upplýsingakerfa eða kerfisgreining- ar, getur slík hneigð til jafnvægis tafið eðlilega áætlanagerð. Er þar einkum átt við rannsóknir á kerfum, sem eru hlutar úr stærra upplýsinga- kerfi. Sem dæmi um þetta má nefna forspár um röntgenrannsóknir innan ákveðins svæðis: Árið 1972 birti ég niðurstöðu rannsóknar á þróun röntgengreiningar á íslandi 1967-1972, ásamt forspám um hneigð þeirrar þróunar á næsta áratug (17). Rannsóknin og forspárnar byggðu að verulegu leyti á gagnasafni Rönt- gendeildar Borgarspítalans, ásamt gagnasöfn- un frá öllum öðrum röntgendeildum í landinu. Enn fremur var tekið mið af sams konar upplýsingum og forspám frá nágrannalöndum. Með stuðningi þessara gagna og athugun á gagnkvæmum áhrifum var svo gerð forspá um aukningu röntgenrannsókna hérlendis fram til 1980 og 1985. Þar er gert ráð fyrir, að tala rannsókna rúmlega tvöfaldist á áratugnum 1974—1984, og gerð grein fyrir hvaða afleiðingar slík aukning hefur fyrir mannöflun og rýmisþörf. Slíka rannsókn á kerfishluta, sem hér var lýst, verður að tengja við samsvarandi greiningar á öðrum hlutum heilbrigðiskerfisins, til þess að hún nái marki og fái raungildi sem þáttur í heildarforspá. 3.5. Markmið og aðferðir kerfisgreiningar eru margvíslegar, og verða þeim ekki gerð nein skil hér (9, 12, 31). Almennt má skilja kerfis- greininguna (systems analysis) sem hverja þá athöfn, er notfærir sér upplýsingar kerfisins til þess að taka ákvörðun, oftast í tengslum við innihald og niðurstöður annars eða annarra þekktra upplýsingakerfa. í vistfræðikerfum er kerfisgreiningin »innbyggður« þáttur, sem ákvarðar þróun vistkerfisins, en í stjórnunar- legum kerfum byggist ákvörðun á niðurstöðum kerfisgreiningar og, undir flestum kringum- stæðum, jafnframt aðlögun (adaptation), sem miðar að jafnvægi kerfisins. Dæmi um slíkt er nefnt í 3. 4., og má einnig finna í umræðum um markmið, aðferðir og niðurstöður í köflum hér á eftir. 3.6. Ákvörðun eftir kerfisgreiningu getur snert nánast alla þætti kerfisins, sem verið er að skoða: Hún getur snúið að stjórnun, læknisfræðilegu mati, áætlanagerð, áhrifum á önnur undirkerfi o.s.frv. í skiþulagi heilbrigðisþjónustu og allra þátta hennar er ógerlegt að taka ákvarðanir um áætlanagerð, rekstur og skipulag án aðgengi- legra upplýsinga. Þessum upplýsingum þarf að safna og tengja í upplýsingakerfi, sem eru aðgengileg kerfisgreiningu og raða má á margþættan hátt með tilliti til verkefna og valkosta hverju sinni (2, 3, 8, 13, 16).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.