Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1983, Side 14

Læknablaðið - 15.03.1983, Side 14
70 LÆK.NABLADID niðurstöður tveggja eða fleiri greinenda eða sama greinanda í mismunandi skipti. Sjálfur segir Yerushalmy, er hann tekur athuganir sínar saman í yfirlitsgrein: »in judging a pair of X-ray films for evidence of progression, regression or stabiiity of dis- ease, two readers are Iikely to disagree with each other in about one third of the cases and a single reader is likely to disagree with himself in about one fifth of the film pairs« (46). Tuddenham hefur mjög rannsakað lífræn og sálræn áhrif (visual psychophysiology) á sjón- túlkun (visual perception) röntgenmyndarinn- ar (45, 50, 51). Hann hefur safnað verulegum hluta rannsókna sinna í yfirlitsgrein, þar sem hann tekur saman niðurstöður sínar þannig: » We have noted the surprising frequency with which trained radiologists fail to perceive critical shadows in roentgenograms. Recogni- zing that this failure limits the accuracy of roentgen interpretation we have considered various aspects of the perceptual process in an effort to determine the cause, and hopefully, the remedy for such errors« (45). 4.2.2. Atriði, sem stýra og hafa áhrif á fyrstu þrjá upplýsingapætti röntgengreiningarferilsins. Sbr. einnig skipurit 4.5.1. (Gert eftir Brolin (10) med viðauka. Tuddenham gerir í rannsóknum sínum grein fyrir lífeðlisfræðilegum og sálfræðilegum for- sendum röntgengreiningarferilsins: Röntgen- greiningarferillinn felur í sér skráningu (regi- stration), skynjun (perception) og túlkun marktækra breytinga á röntgenmynd. Grein- ingarskekkjur má að allmiklu leyti rekja til truflana á sjónskynjun. Fyrsti þátturinn í skynjuninni er myndskoðunin: Pað samsafn ljóss og skugga, sem þannig er skynjað, gerir taugaenda sjónhimnu virka, og þaðan berast raðir taugaboða til vitundarinnar. Saman- burður þeirrar myndar, sem þannig fæst, við endurminningu frá fyrri reynslu, leiðir til hugmyndar (concept), er verður greininga- undirstaða (62, 64). Áhrifa frá þessari túlkun Tuddenhams gætir meira eða minna í þeim kerfisgreiningum, sem gerðar hafa verið á upplýsingaþáttum röntgengreiningarkerfisins (1, 10, 11, 29, 41), sbr. myndir 4.2.1. og 4.2.2. 4.3. Ofangreindar athuganir og niðurstöður eru engan veginn bundnar við röntgengrein- ingu, að því er varðar truflun vegna utanað- komandi áhrifa og eigin takmarkanir athug- enda við túlkun og greiningu á niðurstöðum. Yerushalmy, sem er líftölfræðingur (biosta- titician), gerir eftirfarandi athugasemd við þetta: »It should not be necessary to state, that radiologic diagnosis is no less reliable than other medical tests and clinical diagnoses. It is only because studies in roentgenologic inter- pretation have been systematic and exhaustive that we know more about this problem. This is due to the very fortunate circumstance that radiologists involved were of a highly scientific frame of mind. They were curious and concerned and had the courage and professional security to pursue the problem relentlessly. They were aware that their extensive and rigorous studies might give the impression that radiology is less reliable than other areas of medicine« (46). Lusted og Garland (29, 53, 54) sýna fram á, að orsakir greiningartruflana megi fyrst og fremst rekja til þess, að í upplýsingakerfum þeim, sem við notum í læknisfræðilegum rannsóknum, komi hið persónulega lokamat einstaklingsins á rannsóknarniðurstöðum oft skýrara fram en í öðrum vísindagreinum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.