Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1983, Síða 15

Læknablaðið - 15.03.1983, Síða 15
LÆKNABLADID 71 4.4. í röntgengreiningu hefur þessum hlutlægn- iserfiðleikun verið gefinn talsverður gaumur, sem leitt hefur til tilrauna til meiri hlutlægni í hinu endanlega mati á rannsóknarnið- urstöðum (1, 11, 29). í því skyni hafa verið rannsökuð og mótuð mörg greiningarkerfi, er nota sér valkosta- og útilokunaraðferðir. Úr þeim hafa síðan verið gerð meira eða minna flókin tölvustýrð sjúkdómsgreiningarkerfi (Radiate, Orvid, Medela, o.fl.) (10, 21, 23, 24). Þrátt fyrir marga kosti og mjög mikla hug- kvæmni höfundanna hefur engu þessara kerfa enn þá tekizt að koma í veg fyrir villur eða skekkjur, af því tagi, sem dreþið var á 4.2. og 4.3. Af þeim sökum eru nú umfangsmiklar rann- sóknir gerðar á leiðum til tölvustýrðrar skoðun- ar á frumgögnunum, röntgenmyndinni, auk annarra leiða til þess að reyna að auka upp- lýsingainnihald myndarinnar (30, 40). Það er utan sviðs þessa rits að gera þeim rannsóknum frekari skil eða fjölyrða um gerð hinna tölvustýrðu greiningarkerfa, enda gert af tilvitnuðum höfundum. Við undirbúnings- vinnu og áframhaldandi eftirlit með skrán- ingarkerfum Röntgendeildar Borgarspítalans hefur hins vegar verið reynt að beita sams konar kerfisgreiningaraðferðum á röntgen- greiningarkerfið í heild. 4.5. í skipuriti 4.5.1. er sýndur kerfisferill röntgengreiningar. Þennan feril verður að skoða vandlega, þegar ákvarða skal innihald og gerð greiningarskrár (diagnostic code). Hann lýsir tengslum hinna mismunandi þátta þess upplýsingakerfis, sem nær frá ákvörðun um, að röntgenrannsókn skuli gerð, þar til endanlegu áliti um hana: myndlýsingu/sjúk- dómsgreiningu, er skilað. í ferlinum hafa fjögur »stig«, verið merkt a- d. Við athugun hvers þessara stiga sést greini- lega, að það er í raun sérstakt »kerfi«: a) »Myndataka« (Exposure): Táknar sjálfa myndatökuna: Röntgentæki er notað til þess að geisla hluta sjúklings, og sú geislun, sem fer í gegnum hann, er inntak (input) á næsta stig kerfisins. Fjölmörg atriði á myndatökustiginu ráða upplýsingainnihaldi inntaksins á næsta stigi: gildleiki og annað ásigkomulag sjúklings, tegund rannsóknar, gerð, kraftur og ástand röntgentækis og röntgenlampa. b) »Myndgerð« (Recording): Hér er unnið úr upplýsingamerkjum (signal) fyrsta stigs ein- hver sýnileg mynd, getur verið venjuleg röntgenmynd á filmu, ljósmögnuð skyggni- mynd, sem skilar sér á sjónvarpsmyndavél og þaðan á sjónvarpsskerm, ómögnuð skyggnimynd á skyggniskermi, segulbands- upptaka um ljósmögnunar- og sjónvarps- kerfi o.s.frv. (35, 55). Augljóst er, að á þessu stigi eru margir þættir, og það eitt getur verið ferill ýmis- lega tengdra upplýsingakerfa, lengri eða skemmri. Úttak þessa stigs (systems out- þut), eða afurð, er þannig röntgenmyndin í víðasta skilningi (radiogram). c) »Skynjun« (Detection): Hér hefst í raun skoðunarferill röntgenmyndarinnar: í ákveðnu myndgreiningarkerfi (ljósaskápur með venjulegri röntgenfilmu, sjónvarps- skermur, tölvugreint mynstur), kemur myndin til vitundar skoðandans. d) »Greining« (Recognition): Á þessu stigi fer hin eiginlega greining fram: Innihald mynd- arinnar nær vitund greinandans. Hann velur síðan úr upplýsingainnihaldi mynd- arinnar vitandi eða óafvitandi þannig, að endanlegt úttak (output) verður mynd- lýsing og sjúkdómsgreining (11, 29, 42, 45,- 50,51,52). 4.6. Þegar skipuritið 4.5.1. er skoðað, kemur í ljós, að í tveim þáttum þess, a)-b), eru ílag/frá- tak (input/output) mælanleg fyrirbæri. í einstökum tilvikum er e.t.v. einnig hægt að mæla yfirfærslueigind c). Samkvæmt skilgrein- ingum á »statistical information theory« (56), um eiginleika (transfer characteristics) yfir- færsluþátta (transducers), er hver slíkur þáttur þeim mun nákvæmari tæknilega, sem hann skilar frá sér inntaks-upplýsingu minna meng- aðri. Lassonen birti 1968 yfiriit yfir rannsóknir á upplýsingaflæði og yfirfærslueigindum tækni- þátta röntgengreiningarkerfisins (40), út frá aðferðum og kenningum »statistical informa- tion theory«. Hann greinir þannig frá grund- vallarforsendum hennar: »Shannon is the creator of the »statistical information theory« (the name was presented for the first time in the name of a symposium in London 1950 — Mackay 1950). He created a consistent theory for the quantitation of information transmission capacity of electro- nic communication devices in two publications (Shannon 1948). He based his theory on the findings of earlier investigators of the same

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.