Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1983, Page 18

Læknablaðið - 15.03.1983, Page 18
74 LÆKNABLADIÐ og sjúkdómsgreining eftir henni væri hluti úr klínisku heildarmati á sjúklingum, sbr. skipurit 4.5.1. Petta sama sjónarmið kemur einnig fram hjá Thomas (52), sem skoðar röntgengreining- arupplýsinguna sem órofa (integrated) hluta heildarmatsins, og hann leggur einnig áherzlu á gagnkvæm áhrif röntgenupplýsinga, sjúkra- sögu, almennrar skoðunar sjúklingsins o.s.frv. Lusted (29) lætur þessa hugsun mjög skýrt í ljós; er hann ræðir um rök og líkindi í greining- um: »The logic concepts inherent in diagnosis emphasize the fundamental importance of considering combinations of symptom com- plexes in conjunction with combinations of disease complexes. This point is important, since the physician often tries to evaiuate a symptom by itself with respect to each possible disease by itself. The logical considerations present alternative disease complexes which the patient can have. The probabilistic con- cepts inherent in medical diagnosis arise because a diagnosis can rarely be made with absolute certainty. The end result of the diagnostic process is rather, a »most probab- Ie« diagnosis. Thus the purpose of the proba- bilistic considerations is to determine which of the alternative disease complexes is »most likely« for a particular patient«. Öll þessi sjónarmið hafa úrslitaáhrif á þá staðreynd, sem nánar er rökstudd í 6. kafla, um skráningarkerfi, að röntgengreiningin, eða lýsing röntgenrannsóknarinnar, getur aðeins mjög sjaldan verið einangrað atriði (»data«), sem byggja megi rökræna (causal) meðferð sjúklingsins á. Þessi kerfisgreining, sem lýst hefur verið hér að framan, leiddi þannig af sér tvær niðurstöður: 1) Með núverandi og bættri rafeindatækni og þekkingu á yfirfærsluþáttum þeim, sem lýst er í skipuriti 4.5.1., getur summan af upplýs- ingainnihaldi því, sem berst greinandanum d), orðið svo stór, að upplýsingar, sem máli skipta glatast (31, 42), (sjá einnig myndir 4.2.1., 4.2.2.). Pað kemur einnig í ljós, að þetta er ein af röksemdum þeirra, sem vinna að rannsóknum á tölvustýrðum grein- ingarkerfum (9, 10, 30). Jafnframt er hér snert við einu af grundvallarvandamálum nútíma raunvísinda. 2) Á upplýsingaferli röntgengreiningarinnar eru umtalsverðar takmarkanir í yfirfærslu- eigind (transfer function) greiningarstigs- ins. Við gerð skrásetningarkerfis fyrir lýs- ingar á röntgenrannsóknum og röntgen- greiningar, verður að taka tillit til þess. Skil- greiningar verða því að vera rökréttar, hlut- lægar, ótvíræðar og skýrar. Viðleitni í þá átt verður nánar lýst í næstu köflum. 5. SKRÁNINGARKERFI, EINSTAKLINGSEINKENNINGAR OG AÐRAR GRUNNUPPLÝSINGAR 5.1. Röntgendeild Borgarspítalans hóf starf- semi 10. maí 1966 fyrst deilda í hinu nýja húsnæði spítalans í Fossvogi. Deildin var skipulögð með það í huga að geta vel annað u.þ.b. 25.000 rannsóknum af öllu tagi árlega. 5.2. Þegar Röntgendeild Borgarspítalans tók til starfa, þótti rétt að gera tilraun til að beita aðferðum við starfsskipan, gagnasöfnun og skýrslugerð, sem lítt höfðu verið reyndar hérlendis, og raunar víðar. Tilgangurinn með þeirri tilraun er höfðaði til gagnasöfnunar og skýrslugerðar, var fyrst og fremst sá, að byggt yrði upp eftirlitskerfi, sem stuðlað gæti að a. vinnuhagræðingu, b. aukinni hagkvæmni í rekstri, c. raunhæfu gæðaeftirliti, sem er nauðsynleg- ur grundvöllur undir nákvæmni og áreiðan- leika í rannsóknum og mati á niðurstöðum þeirra, d. gagnasöfnun til forspárgerða og skipulags- breytinga, e. gagnasöfnunvegnaafmarkaðralæknisfræði- legra rannsóknarverkefna og f. söfnun einstaklingsbundinna rannsókna- upplýsinga, er gætu komið að notum við síðari gerð læknisfræðilegs gagnabanka. 5.3. Augljóst var frá upphafi, að eina leiðin til að notfæra sér upplýsingar þær, er fengjust úr svo umfangsmiklu gagnasafni, sem hér var gert ráð fyrir, væri að haga söfnun og skrán- ingu gagna frá upphafi með það í huga, að þau

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.