Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1983, Síða 22

Læknablaðið - 15.03.1983, Síða 22
76 LÆK.NABLADID d) Öll úrvinnsla og gagnasöfnun, byggð á svo flókinni persónueinkenningu, verður fremur stirð, og samhæfing við aðrar upplýsingar, t.d. í gagnabanka, erfiðari. (Frávik frá pví að nota ofangreint kerfi við auðkenningu gagna sjúklinga á röntgendeildum hafa verið mjög mörg, og hafa hvergi verið settar neinar ákveðnar reglur af hálfu heilbrigðisyfirvalda um slíkar skrár ennþá). Á Norðurlöndum hefur tíðkazt mjög sú aðferð að skrásetja rannsóknir eftir einu kerfi, t.d. með einkennisstöfum, sem höfða til líffæra- kerfis eða tegundar rannsókna, en sjúklingaskrá eftir ofangreindu. Tilvísanaskrár hafa pá orðið að vera fyrir hendi, ef finna hefur purft rannsóknir á einstaklingum, og enn aðrar tilvísanaskrár, ef ná hefur purft út flokkum rannsókna eða flokkum sjúkdómsgreininga, vegna vísindavinnu eða kennslu. Árangurinn hefur yfirleitt orðið mjög flókið kerfi, sem hefur boðið heim mikilli hættu á rangfærslum og tiltölulega miklu tapi á rannsóknargögnum og niðurstöðum. Víðast hvar hefur pví af þeim sökum verið horfið frá svo flóknum tilvísana- kerfum (crossindexing systems), enda hefur reynslan sýnt, að skýrar skilgreind markmið um notkun og tilgang skráningarkerfanna hafa gert slíkar flækjur óparfar (40, 60). 5.6.2. »Fædingarrtúmer — Nafnnúmer«: Eins og drepið var á í formála standa tiltölulega fáar þjóðir jafn vel að vígi og við með einkenningu einstaklinga. Má pakka petta pjóðskrá peirri, sem komið var á fót árið 1952 og byggð var á manntali 1950. Upphafleg aðaleinkenning pjóðskrár er 9 stafa tala, par sem fyrstu 6 stafir tölunnar eru fæðingardagsetning (dagur, mánuður, ár), tvær næstu tölur röðunarnúmer, en síðasta talan er vartala, sem reiknuð er út frá hinum átta. Hverju barni er úthlutað fæðingarnúmeri, sem kemst á pjóðskrá 1. desember, næstan eftir að barnið fæðist. Á fysta áratugnum eftir gerð pjóðskrárinnar var ekki til í landinu vélakostur til flókinnar röðunar og vinnslu eftir skránni, t.d. vegna skattskrár og annarra bókhaldsverk- efna. í þeim vélum, sem pá voru tiltækar (röðunarvélar fyrir gataspjöld) var stafrófs- röðun mjög erfið, en talnaröðun hins vegar auðveld. Æskilegt pótti samt að eiga skrána véltæka í stafrófsröð og eftir vandlega íhugun um véltæka einkenningu varð niðurstaðan sú, að búið var til nafnnúmer, sem er átta stafa talnaröð, er einungis segir til um, hvar í stafrófsröð hlutaðeigandi einstaklingur sé (59, 28). Pessi einkenning hefur ótvíræða kosti, þar sem hún á við, en ókostir eru hinir sömu og taldir voru hér að framan, um nafneinkenn- ingu eina, að talsverð brögð eru á nafn- skiptum; auk pess, eða e.t.v. vegna þessa, er nafnnúmerum ekki úthlutað í pjóðskrárgerð fyrr en einstaklingurinn er orðin 12 ára. 5.6.3. Fæðingarnúmerid. Hin upphaflega níu tölustafa persónutengda grundvailarupplýsing þjóðskrárinnar, p.e. fæð- ingardagur, mánuður, ár, með priggja tölustafa einkenningu, verður að teljast fullnægjandi einstaklingseinkenning. Hún hefur þá kosti, að við hana má í gagnabanka og gagnavinnslu tengja mjög fjölbreytiligt safn upplýsinga um hlutaðeigandi einstakling, heilsufarsferil hans o.s.frv. Kostir slíks persónutengds upplýs- ingakerfis eru margir fyrir einstaklinginn og pjóðfélagið í heild: Á sviði heilsugæzlu og heilbrigðisþjónustu er hagnaðurinn að pví að geta fengið um tölvustöð safn grundvallarupp- lýsinga um heilsufarssögu einstaklings, gerð- ar rannsóknir, sjúkdóma, skurðaðgerðir o.s.frv., augljós: Tími sparast og upplýsingar, sem geymdar eru og fengnar úr gagnageymslu af þessu tagi, riðlast ekki eða aflagast. Ákvörð- unartími vegna nýs sjúkdómsatviks eða ann- arra heilsufarsaðgerða styttist, og ákvarðanir byggjast á áreiðanlegri upplýsingum en oft er unnt að fá fram á annan hátt (18, 20). Umræðum um kosti og ókosti gagnabanka að öðru leyti, m.a. með tilliti til persónufriðhelgi, er ólokið. Þær eru pó utan sviðs pessa rits, og vísast til sérstakra rita um þau efni (18, 61, 62, 63, 64, 65, 66). 5.7. Hugleiðingar um einkenningu sjúklinga og rannsóknargagna í pessu verkefni, leiddu pví til pess, að upp var tekið skráningakerfi pað, sem jafnhliða nafnnúmerinu hefur nú unnið hefð hérlendis í gerð perónubundinna einkennisgagna, fæðingarnúmerið. Athugun 1965-1966 leiddi hins vegar í ljós, að talsvert myndi þá vanta upp á, að »fæð- ingarnúmer« væri aðgengilegt fyrir alla pá einstaklinga, sem búast mætti við, að til Röntgendeildar Borgarspítalans leituðu. Var pví brugðið á það ráð, að auka einkenningar- öryggið með sex bókstöfum, þrem úr upphafi skírnarnafns og þrem úr upphafi föðurnafns eða ættarnafns. Á síðari árum hafa sjúkrasam- lög tekið upp fæðingarnúmerseinkenninguna

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.