Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1983, Qupperneq 23

Læknablaðið - 15.03.1983, Qupperneq 23
LÆK.NABLADIÐ 77 á skírteini sín, en númerið er auk pess að finna í þjóðskránni. Önnur höfuðástæða þess, að þessi einkenn- ing var valin, var sú, að þegar í upphafi þóttu allar líkur mæla með því, að þessi einkenning- arháttur yrði hafður á, bæði innan annarra deilda Borgarspítalans, og einnig ef og þegar til þess kæmi, að komið yrði upp tölvugeymd- um upplýsingabanka um læknisfræðileg efni (8, 20). Ennfremur bentu fyrstu athuganir á væntanlegri gagnasöfnun í hóprannsóknum á vegum Hjartaverndar í sömu átt (27). Einn stór kostur fæðingarnúmerseinkenningar snýr að hvers konar geymslu skjala: Enda þótt lokamarkmiðið hljóti að vera geymsla sem flestra gagna og upplýsinga í tölvutæku formi (á segulböndum, seguldiskum o.s.frv.), verður um fyrirsjáanlega framtíð ekki komizt hjá því, enda æskilegt, að frumgögn röntgendeilda, filmur, sjúkálar og önnur rannsóknargögn, séu geymd í nærtækum og auðunnum skjala- geymslum. Rökrétt og einfalt er þá að raða slíkum gögnum á persónubundið einkenningarkerfi, og fæðingarnúmerið hefur þar þann kost, að bæði frumröðun og leit (retrieval) fer eftir einföldu, auðlærðu og öruggu kerfi, en jafn- framt verða innbyrðis stærðarhlutföll jafnari, þegar gögnum er raðað á fæðingardag, en t.d. við röðun eftir nafni. í skipuriti 5.7.1. er sýndur þáttur röntgengreiningar í samtengdu upplýs- ingakerfi heilbrigðisþjónustu. 5.7.1. Þáttur röntgengreiningar í samtengdu upplýsingakerfi heilbrigdispjónustu.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.