Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1983, Side 35

Læknablaðið - 15.03.1983, Side 35
LÆKNABLADID 85 — Ekki var þó hægt að eygja neina leið út úr þessum erfiðleikum, sem, eins og áður getur, eru sameiginlegir öllum greiningarlyklum af þessu tagi. 6.15. Eftir eins árs reynslutíma var skráin endurskoðuð: í ljós kom, að nokkrum atriðis- orðum þurfti að bæta inn í, og hafði það verið gert á reynsluárinu. Jafnframt voru þá felld út nokkur atriðisorð og fært á milli flokka í 1. og 2. flokki í því skyni, að undirflokka lungnasjúk- dóma frekar en gert hafði verið. Á þessari skrá voru 139 atriðisorð, og var hún síðan notuð með smávægilegum breytingum allt til áramóta 1970-1971. 6.16. Gagnrýnin endurskoðun á notkun grein- ingarlykilsins var gerð árið 1970. Var nú aftur tekið mið af skrá A.C.R. (67) og einkum af styttu og endurskoðuðu afbrigði hennar, sem Koivisto hafði gert (22). Leitazt var við að fækka sérgreindum (sþecific) atriðisorðum sem mest, en láta heldur tölutákn greiningarlyk- ilsins höfða til hins rannsakaða líffæris. Reynslan af gerð aðalskrár (master file) yfir rannsóknir og greiningar sýndi, að óþarft var að nota öll áðurnefnd númer, svo fremri skilgreiningar og tilvísanir í greiningarlyklin- um héldust skýrar og óbrenglaðar. Nokkrum sérgreindum (sþecific) atriðisorðum var þó haldið eftir, einkum þar sem höfðar til mjög skýrt afmarkaðra sjúklegra breytinga. (Dæmi — 105 = Mb Crohn — enteritis segmentalis). Á þennan hátt hefur atriðisorðum greiningarlyk- ilsins verið fækkað í 42. Samtímis hefur verið bætt við greiningarlykilinn tilvísunum um notk- un atriðisnúmera, er höfða til ákveðinna sjúklegra breytinga. Pessar einfaldanir á grein- ingarlyklinum eru afleiðing þeirrar reynslu, sem fengizt hefur við tölvuvinnslu uþplýsinga- gagnanna og alveg í samræmi við reynslu annarra höfunda, sem gert hafa rannsóknir á notkun greiningarlykla í tölvuvinnslu (10, 22). Pannig hefur við röntgenrannsóknadeildina í Lundi í Svíþjóð tekizt að fækka atriðisorðum sjálfs greiningarlykilsins úr ca 200 í fjörutíu og sjö (71). 6.17. Greiningarlykill sá, sem lýst er í 6.16., hefur verið notaður frá 1. jan. 1971. Reynsla þeirra ára, sem síðan eru liðin, hefur leitt eftirfarandi í ljós: 1) Skráningarkerfin eru auðveld í daglegri notkun; tölur lærast fljótt og eftirlit með gagnaskráningu er einfalt. 2) Upphaflegu markmiði um notagildi og gagnasöfnun vegna stjórnunar og áætlana- gerðar hefur verið náð. 3) Erfiðleikar vegna óhlutlægnistilhneiginga í gerð lykils fyrir greiningar/lýsingar hafa hins vegar ekki verið leystir, en úrtaksrann- sóknir virðast gefa til kynna, að frávik milli einstakra notenda lykilsins séu ekki mark- tæk, sbr. 7. kafla. 7. NÝTING OG NOTKUN UPPLÝSINGA Skráningarkerfi röntgenrannsókna og rönt- gengreininga, sem lýst er í 6. kafla, hefur verið í notkun á Röntgendeild Borgarspítalans án verulegra breytinga frá árinu 1971. Notkun upplýsinga úr kerfinu hefur verið með þeim hætti sem lýst var: a) til úrvinnslu upplýsinga um starfsemi deild- arinnar vegna skýrslugerða, vinnuálags- athugana, stjórnunaraðgerða og reiknings- halds, og b) til úrvinnslu upplýsinga um einstaka sjúk- linga eða rannsóknahópa vegna vísinda- legrar vinnu. Pessi tvö svið falla víða saman og erfitt á stundum að skilja á milli, en hér skulu talin upp þau helstu verkefni, sem unnin hafa verið og birzt hafa á prenti eða í ársskýrslum á tímabilinu 1972-1982. 7.1. Ársskýrslur Borgarspítalans 1972-1981 Úrvinnsla vegna ársskýrslu hefur náð til eftir- farandi þátta: 1) Fullkomin skrá um rannsóknaheiti (Master list). 2) Skrá um fjölda rannsókna, sundurliðuð eftir aðkomu sjúklinga (vistunar- eða utanspítala- sjúklinga). Þessi skrá sundurliðar allar deildir sjúkrahússins, ennfremur eru sjúk- lingar og rannsóknir utan spítala og frá slysa- og sjúkravakt sérstaklega talin.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.