Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1983, Page 39

Læknablaðið - 15.03.1983, Page 39
LÆKNABLADID 87 7.5. »Usefulness of Roentgen Diagnostic Coding« (bókarkafli) Ásmundur Brekkan í: Proc. of Symp. on Computers in Diagnostic Radiology, ISPRAD, Amsterdam 1980, bls. 502-507. í þessum bókarkafla er fyrst lýst stuttlega og með dæmum skráningarkerfum fyrir rann- sóknir og greiningar, en síðan lýst vandkvæð- um á gerð fyllilega rökrétts greiningarlista (sbr. 6. kafla). Niðurstöður eru: »Since these diagnostic coding systems inevitably partly rely upon opinions and not on measurements or exact reproducibility, the value of storage and retrie- val of such information may be regarded with some reservation, except for certain well defined prospective or retrospective studies on specified isolated findings«. 7.6. »Geislunarfrekar röntgenrannsóknir« (Úrtaksrannsókn á konum 15-44 ára) Ásmundur Brekkan Læknablaðið 1981, 67: 234-237. Á grundvelli upplýsinga, sem til eru úr eldri athugunum annarsstaðar, um gildi (validitet) ýmissa fremur geislunarfrekra röntgenrann- sókna, svo sem af spjald- og lendarhrygg, voru nýttar þær forsendur, sem einstaklingsbundin tölvugeymsla rannsóknagagna gefa. Úr tölvu- geymslu voru unnar skrár um allar konur á aldrinum 15-44 ára, sem þessi rannsókn var gerð á á 3 ára bili. Ástæða og niðurstöður rannsókna voru metnar. — Efniviður verður að teljast nægilega stór til þess að af honum megi draga ályktanir, einnig um samskonar rannsóknir á öðrum röntgendeildum, þar sem ekki er aðstaða til tölvugeymslu. Athyglisvert var við úrvinnsluna, hversu gott samræmi (consistency) var í notkun greiningarlykilsins milli ára. 7.7. »Röntgenrannsóknir á fslandi á áttunda áratugnum« Ásmundur Brekkan Læknablaðið; 68: 32-37; 1982. Þessi yfirlitsgrein er í raun framhald af 7.2. Frá því er sú rannsókn var birt hafa allar röntgen- deildir hér tekið upp sama skráningarkerfi varðandi rannsóknir, hinsvegar eru enn ekki fyrir hendi einstaklingstengdar tölvugeymdar upplýsingar, nema frá Borgarspítala og því ekki hægt að ráða í aðkomu, kyn eða aldurs- flokkun, nema á grundvelli uþplýsinga frá einni deild. Hins vegar virðast aðrar rann- sóknir (7.2., 7.5., 7.8.) benda í þá átt, að af þeim megi draga ályktanir um almenna hneigð. 7.8. »Röntgengreind krabbamein í ristli og endaþarmi« — Úrvinnsla úr tölvuskrám Krabbameinsfélagsins og Röntgendeildar Borgarspítalans, 1975-1980 (Ásmundur Brekkan, Ólafur Kjartansson, Hrafn Tulinius, Helgi Sigvaldason). Læknablaðið — 69,3-10; 1983. Tölvuskrár Röntgendeildar Borgarspítalans og Krabbameinsskrár íslands nota sömu ein- staklingseinkenningu, fæðingarnúmerið, sbr. 5. kafla. Æskilegt þótti að forvitnast um eftirtalin atriði: a) greiningarnákvæmni við röntgenrannsókn; b) tíðni krabbameins í ristli hjá einstaklingum, sendum í röntgenrannsókn; c) tíðni annarra krabbameina hjá sama hópi. Auðvelt reyndist að tengja saman þessar tvær skrár og tölvuvinna upplýsingar, sem voru einstaklingsbundnar (fæðingarnúmer) og höfða til ofangreindra spurninga. Niðurstöður þessarar rannsóknar, sem ekki hefði verið framkvæmanleg nema með tölvu- tengingum, benda til eftirfarandi: a) 85-90 % greiningarnákvæmni; b-c) marktækt fleiri krabbamein en búast mætti við úr sambærilegu íbúaúrtaki.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.