Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 12
136 LÆKNABLADIÐ Table VII. Admission rates per 100,000 popuiation per year. Reykjavík, Iceland (1973-1980) Both sexes............................... 122 Oslo Norway (1964-1971) Males ................................... 266 Females ................................. 101 Cardiff, Wales(1958) Both sexes............................... 153 brot, jafnvel pótt það væri án breytingar á meðvitund. Þessi skilgreining er gerð til þess að útiloka allra vægustu höfuðáverka og er mun þrengri en sú sem notuð var í þessari könnun samanber það sem sagði í inngangi. 2. Almennt (2, 3, 4) eru þó höfuðáverkar skil- greindir sem hvers konar sár, afrifur og mar á höfði milli augabrúna og hnakkagrófar. Einnig saga um högg á þetta svæði, höfuðverk, ógleði, uppköst, svima, þokusýn og svo hvers konar breytta eða minnkaða meðvitund eða önnur einkenni frá heila eða heilataugum eftir slíkt högg. Þá teljast þeir með, sem farið hafa í röntgenmyndatöku af höfði vegna meintra áverka, jafnvel þó saga sé óljós og myndir neikvæðar. Þessi skilgreining er notuð í þess- ari könnun, þó þannig að hér er eingöngu um innlagða sjúklinga að ræða, þ.e. sjúklinga sem hafa fengið einhvers konar höfuðáverka og verið taldir í þörf fyrir innlögn þess vegna. Allir meiriháttar áverkar á höfði krefjast innlagnar á spítala. Hvað minniháttar áverka áhrærir má í stórum dráttum segja, að eftirfar- andi ástæður geti legið til grundvallar innlögn: Meðvitundarleysi, a.m.k. ef það varir lengur en 1-2 mínútur. Hvers konar minnkuð eða trufluð meðvitund, minnisleysi, einkenni frá heila eða heilataugum, krampar, svimi, uppköst, mikill höfuðverkur, einkenni um höfuðkúpubrot við skoðun eða á röntgen- mynd. Ýmis önnur atriði geta skift verulegu máli í þessu sambandi og leitt til innlagnar. Má par nefna: tíma sólarhrings, fjarlægð frá spítal- anum, aldur, erfiðleika með eftirlit og áfengis- neyslu sjúklings. Dálítil aukning hefir orðið á fjölda innlagna, þó ekki geti hún talist marktæk. Við athugun kemur í Ijós, að innlagnir eftir umferðaróhöpp, sem leiða til höfuðáverka, hafa staðið í stað undanfarin ár. Innlagnir eftir fall eða hras hafa hins vegar aukist og hámark það, sem náðist 1975 og 1980 virðist hafa verið af þessari orsök, en ekki vegna umferðarslysa. Kemur það nokkuð á óvart. Erfitt er að leiða getum að því, hvað veldur. Höfuðáverkum af völdum íþrótta og hestamennsku hefur ekki fjölgað. Fall eða hras hefur aukist jafnt alla daga vikunnar. Helst er á það að benda, að slys í heimahúsum eru öllu fleiri árin 1974, 1975, 1979 og 1980 en önnur ár og hjá konum hefir þeim reyndar stöðugt farið fjölgandi síðan 1976. Fjöldi slysa úti við annarra en vinnuslysa tvöfaldaðist árið 1975 og hefur haldist lítið breyttur síðan. Þetta gildir um karlmenn. Hjá konum hafði slysatíðni úti við haldist nær óbreytt frá og með 1974 en 1980 nær tvöfald- aðist sú tala. Ekki er vitað til, að innlagningarástæður hafi neitt breyst þessi árin, enda ætti það þá líka að koma fram í sambandi við aðrar orsakir slysa en aðeins fall og hras. Ef marka má aðgerðafjölda á ári vegna höfuðáverka, virðist þessi fjölgun höfuðáverka ekki endi- Iega pýða fjölgun á alvarlegum áverkum. Innlögnum á gjörgæsludeild hefur heldur ekki fjölgað og bendir það til þess sama. Aukning innlagna síðustu árin er svipuð og í ýmsum löndum (1, 2). Virðist hún fyrst og fremst fólgin í aukningu á vægum áverkum. Orsökin er þó ekki sú sama, því hérlendis er um að kenna aukningu á falli og hrasi, en erlendis umferðarslysum (1). Töluverður fjöldi sjúklinga er lagður inn á Borgarspítalann á ári hverju með höfuðá- verka. Ur Reykjavík og nærliggjandi byggðar- lögum, þaðan sem þeir koma flestir, koma þó mun færri tiltölulega en kemur fram í könnun- um svipaðs eðlis erlendis (1, 2, 3), samanber töflu VII. Margir þessara áverka eru alvarlegir, eins og sjá má af því, hve margir eru lagðir inn á gjörgæsludeild og einnig hversu margir gang- ast undir aðgerð, en það hlutfall virðist hærra en gengur og gerist. Að sjúklingar skuli flestir koma úr Reykja- vík og nærliggjandi byggðarlögum er svipað og sumar aðrar kannanir hafa bent á, fleiri sjúklingar koma úr borgum en úr minni bæjum og sveitum. Hvort slys eru þar raun- verulega færri eða smávægilegri er ekki vitað. Greinilegt er, að sjúklingar úr Reykjavík og nágrannabyggðum koma mun fyrr inn eftir höfuðáverka en sjúklingar úr fjarlægari byggð- arlögum. Sjúklingar utan af landi dreifast enn frekar á sólarhringinn. Þó kemur helmingur þeirra innan fjögurra stunda og 75 % þeirra innan sólarhrings frá slysi. Ástæðu fyrir þessu er sjálfsagt fyrst og fremst að leita í mismun-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.